Hinn bersyndugi biskup

  • —Kirkju hinna bersyndugu, þ.e.a.s. kirkja venjulegs almúga sem ekki flokkast í einhverja yfirstétt fólks sem eitt hefur hina sönnu trú, hina sönnu túlkun og hina einu sönnu breytni í lífinu. Fólk sem telur sig standa nær almættinu en aðrir.

Við þjóðkirkjufólk vitum að „Marteinn Lúther  var  orðsmiður og bjó til ný hugtök, nýja hugsun á breytingatímum, hann óttaðist ekki ritningartextann heldur nálgaðist hann eins og hvern annan texta, sum rit Biblíunnar vildi hann helst fjarlægja úr hinni helgu bók“. (Biblíufél)

Nú eigum við þjóðkirkjumenn nýjan biskup sem svo sannarlega ber með sér í starf sitt og hlutverk , nýja og ferska vinda þar sem hrokinn og yfirdrepshátturinn virðist víðs fjarri.

Í þeim tveim viðtölum sem ég hef skoðað við hana nú um þessa páskahátíð bæði í útvarpi og nú í Fréttablaðinu er áberandi að hún notar málsnið alþýðunnar í máli sínu og ber fram boðskap trúarinnar með sinni alþýðutúlkun sem er algjörlega laust við málskrúð allra fyrri biskupa landsins.

Hún virðist ekki óttast sköpun á nýjum hugtökum og að viðurkenna ásmt því  að setja fram meiningu sína með nýju orðfæri sem almenningur skilur. Rétt eins og Marteinn Lúther lagði svo ríka áherslu á gert væri boðuninni.

Greinilegt er að Agnes Sigurðardóttir setur sig ekki upp á einhvern stall og eða reynir að upphefja sjálfan sig  með nokkrum hætti eins og allir þeir biskupar aðrir hafa reynt að gera um mín æviár. Agnes kemur úr röðum okkar almennings og vill greinilega vera ein af okkur, þessum sauðsvörtu.

Það mættu margir athuga sem telja sig hina eina og sönnu boðbera Biblíunnar, að texti Biblíunnar er aldrei eins, hann er háður skilningi og túlkun nýs tíma, hann er lifandi og býður til samtals, ekki aðeins við nýjar kynslóðir heldur við hvern einstakling og hvern þann rithöfund — og hvern þann listamann — sem nálgast hann í einlægni, en höfundurinn þarf einnig að vera sjálfum sér trúr og síðast en ekki síst lesendum.

Textinn verður að nýjum texta í huga hvers og eins sem tekur við honum og gerir hann að sínum að öðrum kosti er hann dauður bókstafur. Sagan sýnir að texti Biblíunnar er lifandi texti, vefur orða, hugtaka, goðsagna, frásagna og myndmáls. Hann er ekki aðeins orðin ein, heldur þrunginn lífi og innihaldi. Hann býr yfir túlkun og tjáningu sem kemur manninum við á öllum tímum


mbl.is „Vegna þess að lýðurinn hrópaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"saklaust fólk " má kasta fyrsta steininum samkvæmt biblíunni

en hróp lýðsins í dag er að grýta alla þá sem eitthvað komu að rannsókn og dómum í þessu máli

Grímur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 13:07

2 identicon

"Sá yðar sem syndlaus er kasti  fyrsta steininum"  sagði sá sem var að reyna að koma í veg fyrir steinkast .... að bersynduga konan yrði grýtt, það var mér kennt og það þíddi alls ekki að steinkast væri þar með leyft,  enda segir framhald sögunnar að grjótkast í þetta skipti hafi eitthvað orðið minna en ætlað var  vegna vandræðalegra ástæðna

ég held við ættum alla vega að notast við þessa skýringu og skoða eigin feril áður en við látum til skarar skríða  og ekki dæma heila stétt eins og gert er hér að ofan nema vera viss um eigin ágæti áður

Guðbrandur Sverrisson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 14:35

3 identicon

óttalegt bull er þetta í þér.

sofus (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 15:14

4 identicon

"Meðal annars vegna þess að lýðurinn hrópaði eins og í Jerúsalem forðum"

Var almenningur nokkuð að krefjast þess á sínum tíma að Sævari og Erlu yrði refsað fyrir glæpi sem þau frömdu ekki? Voru það ekki bara löggan og ríkissaksóknari (+fangaverðir) og svo vitorðsmenn saksóknaraembættisins: blaðasnáparnir?

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 15:26

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég vil bara taka það fram að bloggtextinn var skrifaður áður enn ég las frétt um predikun biskups í morgun.

En samkvæmt lögmáli Gyðinga voru konur sem höfðu haldið fram hjá manni sínum með öðrum körlum grýttar til bana.

Það er rétt að þetta stendur í Biblíunni en það er í gamla textamenntinu sem er trúarrit gyðinga en ekki kristinna manna. Kristnir menn eiga sér Nýja textamenntið sem trúarrit.

Kristnir menn trúa á fyrirgefninguna og kærleikann.

Þetta skýrist mjög vel af þessari frá sögn af Jesú.

„Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við Jesú: „Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.

Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“

En hún sagði: „Enginn, Drottinn.“

Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.“Jh 8.2-11“

Þá ætti þetta að vera komið á hreint.

En þess ber að geta, að fólk á þessu svæði hefur refsað konum með þessum hætti alveg fram á þennan dag. Það hafa gert gyðingar, múslimar og kristnir menn í t.d. Grikklandi. Sérstaklega á afskekktum eyjum í Miðjarðarhafinu.

M.ö.o. dómur götunar.

Kristin kirkja er kirkja hinna bersyndugu, vegna þess að kristdómur fór í berhögg við lögmál gyðinga. En strangtrúaðir gyðingar halda því en fram að rétt trúaðir gyðingar séu syndlausir. Jesú sagði, að enginn maður væri til sem væri algjörlaga syndlaus. Frásögnin sannar það í raun og af þeim sökum trúa kristnir menn á fyrirgefninguna og eru ekki haldnir fordómum öðru fólki annarar skoðunar og annara siða.

Kristbjörn Árnason, 31.3.2013 kl. 17:42

6 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er  sannfærður og hef verið frá upphafi, að lögregla og dómskerfi  okkar brást herfilega  í Geirfinns og Guðmundar málinu.

Ég minnist þess alls ekki að almenningur hafi verið með múgæsingu og kröfur  um eitt eða annað.

Eftir miðdags blöðin hreinlega veltu sér uppúr því og sá spuni með aðstoð ransakenda fór gjörsamlega úr böndunum og varð þeim til minnkunar.

Þá urðu nokkrir þingmenn sér til skammar. Sem var ekki eins algengt þá eins og undanfarið.

Snorri Hansson, 31.3.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband