Lýðskrumið blívur

 

  • Getur fólk brauðfætt sig með kosningaloforðum einum saman?
    .
  • Getur fólk losað sig við skuldaklyfjar með kosningaloforðum einum saman?

 

Nú eins og oft áður reyndar hefur Framsóknarflokkurinn slegið enn eitt metið í kosningaloforðum. Nú ber svo við að flokkurinn hefur aukið vinsældir svo að þær fara nú með himinskautum. Það sérkennilega er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig sett fram gríðarleg loforð en almenningur virðist hunsa þau.

Fjölmargir sérfræðingar og raunar allir aðrir forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa bent á þá staðreynd að loforð Framsóknarflokksins geti aldrei gengið upp og séu bara sjóhverfingar  og lýðskrum.

Flokksforinginn Sigmundur Davíð hefur strax frá því hann setti fram þessi kosningaloforð algjörlega hafnað því að rökræða það hvernig hann ætlar að framkvæma þetta loforð.  Hann hefur aðeins sagt að það verði gert í samráði með öðrum flokkum.

„Tvö af loforðum Framsóknarflokksins snúast um að afnema verðtryggingu húsnæðislána og að nota um 75 prósent af um 400 milljarða krónueign erlendra aðila hér á landi til að afskrifa skuldir íslenskra heimila um 300 milljarða króna. Framsóknarflokkurinn reynir með þessum tveimur loforðum að spila á þann hluta almennings sem stendur illa eftir efnahagshrunið 2008“.

Hér er þegar byrjað að draga í land með þessi loforð:
„Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, sagði um miðjan mars, aðspurður um afnám verðtryggingarinnar, að loforð flokksins snérist ekki um að afnema verðtrygginguna á lánum sem nú þegar hafa verið tekin heldur á lánum framtíðarinnar.
Gunnar Bragi sagði: „Er hægt að afnema verðtrygginguna afturvirkt? Það er nákvæmlega það sem við verðum að skoða. Það hefur enginn sagt að það eigi að afnema verðtrygginguna af lánum afturvirkt.“

Hér má greinilega sjá þennan orðaleik sem Sigmundur Davíð ber á borð fyrir kjósendur og enginn fótur er fyrir þessu barbabrellum.

Einn af frambjóðendum flokksins, Frosti Sigurjónsson, gekk hins vegar lengra en Gunnar Bragi í grein í lok mars þar sem hann sagði að erfitt væri um vik að afnema verðtryggingu á lánum sem nú þegar hafa verið tekin. „Meira mál er að afnema verðtryggingu á núverandi húsnæðisskuldum heimilanna. Ef öll ný lán væru óverðtryggð og ekkert annað gert, þá myndu ­umskiptin líklega gerast af sjálfu sér á einum eða tveim áratugum.“ 

Framsóknarflokkurinn virðist því vera meðvitaður um flokkurinn getur ekki afnumið verðtryggingu afturvirkt á húsnæðislánum sem þegar hafa verið tekin. Þess vegna snýst afnám verðtryggingarinnar ekki um leiðréttingu á verðtryggð-um lánum núverandi kjósenda sem tekið hafa slík lán heldur um það að reyna að koma í veg fyrir fólk taki slík lán í framtíðinni.

Nú þegar eru flest húsnæðislán lánum með óverðtryggðum lánum og þá bregður svo við að það eru aðeins vel efnað fólk á háum launum sem getur ráðið við slík lán.

Hér er pistill sem sýnir möguleikana á því að nota sömu krónurnar tvisvarhttp://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2013/03/27/upphlaup-framsoknar-eda-alvoru-lausnir/


mbl.is Framsókn fengi 10 þingmenn í NA- og S-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó kosningaloforðin séu mikil að vöxtum, verðu þingflokkinn snöggur að éta þau öll ofaní sig aftur. Afleiðingarnar verða auðvitað þær að þeir fá hastarlegan Framsóknarniðurgang og drulla að venju yfir þjóðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 14:43

2 identicon

Ef þjóðin fær "Framsóknarniðurgang", er það hátíðarmatur eftir 4ra ára lygastöppu með súrri svikasósu sem Samfylking og Vinstri grænir hafa boðið uppá !

Skal ég éta Framsóknastöpuna með bestu lyst !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband