Útgerðarmenn sendu börn á vettvang göngunnar.

 

  • Einnig mátti sjá grímuklædda aðila taka þátt gjörningi LÍÚ - manna ásamt fjölda barna þar sem þau fóru um með skilti inni í göngunni en þeir hinir fullvöxnu gengu meðfram á gangstéttunum. 
    .
  • Um að gera að verja hagsmuni sérréttindastéttanna á Íslandi sem engar breytingar vilja á þjóðfélagsgerðinni. 

 

 

Það fór heldur lítið fyrir þeim í göngunni þessum stjórnmálamönnum sem þjóðin hafnaði gjörsamlega í kosningunum á dögunum, þar á meðal fyrrum þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson en einnig Þorleifur Gunnlaugsson sem nú hefur hrapað í það virðingasæti að  vera varaborgarfulltrúi. 

Þessir menn hafa ekki verið sýnilegir í kröfugöngum 1. maí áður. Það veit ég vegna þess að ég hef verið fastagestur í þessum göngum í áratugi. Ég reikna með, að það sama eigi við aðra þá sem báru þessi skilti. 

Ekki gat ég séð að þeir hafi áttað sig því, þegar fundarmenn sungu nallann sem fjallar um þá kröfu verkafólks og vilja að sameining launamanna um víða veröld geti átt sér stað og sé hagsmunum nauðsynleg.

Samkvæmt könnunum erum við í meirihluta með þjóðinni sem erum andvíg inngöngu Íslands í ESB, ef það ættu að vera einhverjir sem eru í andstöðu við ESB eru það við sem störfuðum í iðnaði á Íslandi við inngöngu Íslands í EFTA og margir okkar misstu aleiguna og öllum var sama.

En við erum einnig í meirihluta sem viljum ljúka þessum viðræðum. Þjóðin hafnaði þægu þýjunum, nytsömu sakleysingunum sem hafa látið íhaldið skítnýta sig undanfarin misseri ´þessu máli m.a.

Þeir sviku sína kjósendur á síðasta kjörtímabili. 

 


mbl.is Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þvílíkt rugl.

Það voru yfir 100 manns óbreyttur almenningur í landinu sem tóku beint þátt í þessum aðgerðum gegn ESB aðild og bátru skilti og borða gegn ESB aðild.

Svo sem "NEI við ESB" og "Höfnum ESB aðild"

Margir voru með fjölskyldur sínar með sér eins og gengur.

Að ætla að spyrða þessi friðsömu mótmæli gegn ESB aðild við einhverja LÍÚ klíku er ekkert annað en dónaskapur og undirbeltis áróður ykkar ESB sinna sem að sjáið að ESB málið er löngu tapað, enda hefur það aldrei haft stuðning þjóðarinnar. 

En í göngunni nú þann 1 maí voru mörg hundruð manns sem mótmæltu ESB aðild á þann hátt sem að þau töldu best.  

Gunnlaugur I., 1.5.2013 kl. 19:00

2 identicon

Mörg hundruð manns. Wow

Gunnar (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 19:17

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki meira rugl en það Gunnlaugur, að ég sá þig stjórna börnum í þessum gjörningi. Það er býsna alvarlegt að senda börn til að bera mótmælaspjöld, þú getur aldrei vitað hvað getur gerst við aðstæður sem þessar.

Þessi kröfuganga er farin á vegum ,,Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík" og það vill svo til að samtök launamanna á Íslandi eru hlynnt viðræðum við ESB. Þetta var auðvitað hreint ábyrgðarleysi. Síðan er það auðvitað alltaf spurniing, hvort eðlilegt geti talist að láta börn taka þátt í pólitískum aðgerðum.

Eitthvað virtist vanta upp á þátttökuna hjá ykkur útgerðarmönnum, því allmargir báru tvö spjöld í göngunni.

Þetta var ekkert rugl, þessi félagskapur ykkar verður alltaf spyrtur við stórútgerðina uns annað verður sannað.

Kristbjörn Árnason, 1.5.2013 kl. 20:07

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Sæll Kristbjörn.

Þú vest kanski ekki að flestir verkalýðsforkólfar landsins eru undirlægjur samfylkingarinnar, og gera bara eins og þeim er sagt.

Hörður Einarsson, 1.5.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Kristbjörn. Ok ég var með 2 unga drengi með mér sem vildu endilega taka þátt til að hafa gaman. Reyndar eru þeir mjög meðvitaðir um hvað málið snýst.  

Þetta er barna börnin mín - Og ég vinn ekki fyrir LÍÚ !

Gunnlaugur I., 1.5.2013 kl. 21:57

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hörður, ég þekki ekkert til í Samfylkingunni og hef aldrei verið í þeim samtökum. En þú veist þetta eflaust betur en ég og ert væntanlega félagsmaður þar. En ég get upplýst þig um það, að ég var formaður í einu stéttafélagi í 13 ár alveg án þess að hafa verið í þeim samtökum.

Ég skil alveg hvert ert að fara Gunnlaugur og það má vel vera að þeir séu svo þroskaðir að þeir geri sér fyrir málinu. En það er bara alls ekki forsvaranlegt að vera með kornung börn við svona viðburði jafnvel þótt málstaðurinn geti verið góður.

En það er gott að ekkert kom fyrir.

Auðvitað vinnur þú ekki beint fyrir LÍÚ, en þetta mál er mjög pólitíkst tengist mjög hagsmunum ákveðinna aðila sem hafa mikið fé og útdeila því til aðila sem vinna að sama markmiði og þeir.

Þar sem málið er svona pólitískt verður aldrei hjá komist að samtökin ,,Heimsýn" sem eiga að vera þverpólitísk en eru í mjög nánum tengslum við stjórnmálamenn, flokka og hagsmunasamtök að þau verði spyrt með þeim sem baráttuaðila. Slík tengsl eyðileggja svona samtök. Það sama á við um ,,Já" hópinn.

Fenguð þið leyfi hjá Fulltrúaráðinu til að ryðjast inn í þeirra viðburð sem það hafði formlegt leyfi til að vera með hjá borgaryfirvöldum? Hugsaðu þér ef eitthvað hefði komið fyrir þessa krakka sem voru þarna með pólitískan áróður samkomustað þessara samtaka sem gengur gegn stefnu þessara samtaka launafólks.

Nú læt ég þessari umræðu lokið og ég þakka þér fyrir innlitið. kveðja

Kristbjörn Árnason, 1.5.2013 kl. 23:08

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var ESB áróður ASÍ úr pontu, í ræðu og riti þér þóknanlegur? Er ekki málfrelsi og tjáningarfrelsi á þessum degi? Vilt þú diktera því sem er á kröfuspjöldunum?

Lýðræði og málfrelsi er sannarlega framandi ykkur vinstrimönnum, enda freistar Sovétið enn. Ertu með Stalín á stofuveggnum og rauða kverið í rassvasanum Kristbjörn?

Það er skelfilegt til þess að vita að fólk vogi sér að hafa aðra skoðun en þú.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2013 kl. 18:16

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ert þú listamaður Jón Steinar?

Það vill svo til elsku kallinn minn, að ég er einn af þeim þúsundum sem misstu atvinnunna þegar Ísland fékk sína auka aðild að EB eins og ESB var kallað þá. Við misstum margir miklar eigur og enn aðrir aleigur sínar. Þetta var þegar Ísland fór inn í EFTA. Sem var ráðstöfun til að fá niðurfellingu á tollum á fiski fluttum til EB-landa.

Ég var starfandi húsgagnasmiður og það er leitun að húsgagnasmiðum sem eru fylgjandi ESB aðild.

En fundurinn á Ingólfstorgi 1. maí var einkafundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík haldinn 1. maí hvert ár með tilheyrandi söng og hljóðfæraslætti. Þar eru t.d. fluttar ræður. Aðalræðumaður þessa dags var formaður samtaka lögregl-umanna og eftir því sem ég best veit er hann flokksbundinn Sjálfstæðismaður.

Fulltrúaráðið greiðir borginni peninga fyrir að halda þennan fund árlega og hann er opinn launafólki. Því er það fullkomlega óeðlilegt þegar pólitísk samtök riðjast inn á þennan fund með sinn áróður. Hversu mikilvægur sem hann er og eða réttlátur.

Síðan verður þú að átta þig á þeirri staðreynd Jón Steinar, að þú ert að skrifa inni á minni síðu þar sem ég læt oft í ljós mína skoðun án þess að ráðast á aðra. Það eina sem ég hef skrifað hér eru svör til þeirra sem hafa verið með skítkast og eða eyði út miklu skítkasti.

Aðeins einum hef ég eytt af síðunni í þessari lotu og ég hlýt að ráða því hvað er skrifað á mína síðu.

Ef þú spyr mig hvort ég hafi verið hrifinn af fasistastjórnunum í Sovét og í Kína. Mér er ljúft að upplýsa þig að ég aldrei hef aldrei litið á ráðamenn í þeim löndum sem vinstri menn. En það eru auðvitað víða fasistastjórnir í heiminum enn í dag.

Þessari umræðu er lokið af minni hálfu Jón Steinar og gangi þér allt í haginn. Eina kverið sem ég nota gjarna og er rautt á lit, er sálmasöngbók sem ég nota við messusöng en ég sungið við messur í 27 ár.

Í Guðs friði

Kristbjörn Árnason, 6.5.2013 kl. 07:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hafðir enga verjanlega ástæðu til að eyða innleggi mínu hér af síðunni.

Jón Valur Jensson, 6.5.2013 kl. 13:36

10 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sé um ritstjórn á eigin síðu, rétt eins og þú gerir með þína síðu Jón Valur. Reyndar lokar þú fyrir athugasemdir við þín skrif að mig minnir og ekki hef ég kvartað. Njóttu góða veðursins Jón Valur.

Kristbjörn Árnason, 6.5.2013 kl. 14:34

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er opið á athugasemdir við mín skrif á Moggabloggi; og ekki hafðirðu nein eiginleg svör við minni einu setningu í innlegginu hér á undan.

Jón Valur Jensson, 6.5.2013 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband