Áróðurstarfsemi erlendra álfyrirtækja á Íslandi

 

  • Er mjög alvarleg og álverin hafa myndað hér í landi mjög sterk hagsmunasamtök  
    .
  • Það er alveg síðasta tegund af velsæmi hjá þessum hagsmunasamtökum áliðjufyrirtækja að reyna að gera lítið úr einni manneskju sem flytur fréttir um áliðnaðinn.
    .
  • Það dregur ekki úr trúveruleika Guðbjartar að hún skuli vera starfsmaður þessa fjölþjóða fréttamiðils nema síður væri. 
    .
  • Það er ekki hún sem er að halda því fram að vegur áliðnaðar hefur verið á fallandi fæti í langan tíma. 
    .
  • Heldur er hún að birta gögn alþjóðlegrar ráðstefnu um málmframleiðslu í heiminum.

 

Það hefur reyndar verið rætt um þetta vandamál í langan tíma og nægir að nefna orð forstjóra Landsvirkjunar um áhyggjur hans um verðtengingu orkunnar við við álverð á heimsmarkaði sem hefur farið lækkandi um langan tíma.

Þetta eru ekki hennar orð heldur skýrir hún frá niðurstöðu í nýrri skýrslu um vandann í áliðnaði heimsins. Segir orðrétt:

„Í glænýrri 363 blaðsíðna skýrslu Bank of America/Merrill Lynch (héreftir nefnd: „BoFA og ML“), sem nefnist „2013 alþjóðleg ráðstefna um málma og námavinnslu, nýr raunveruleiki: Þeir hæfustu lifa af“ (e. 2013 Global Metals & Mining Conference, A new reality: survival of the fittest) sem unnin var fyrir ráðstefnu stjórnenda í þessum iðnaði sem fram fór 14.–16. maí á Spáni, er að finna greiningu BoFA og ML á horfum stórfyrirtækja í þessum iðnaði ásamt spá um verð á málmum. Þar segir á blaðsíðu 52-56 í greiningu á Alcoa m.a.:

„Meginhluti tekna AA (sem er hlutabréfaauðkenni Alcoa) er tilkominn vegna álframleiðslu þess, þar sem hækkandi kostnaður og offramboð er áhyggjuefni.“

Skýrslan útskýrir að vegna hækkandi leigu á vöruhúsum, þar sem mikið magn af áli er nú geymt gæti orðið til þess að Alcoa og aðrir álframleiðendur neyðist til að taka það úr vöruhúsum og selja álið á mjög óhagstæðum markaði.

Skýrslan minnir einnig á það að Moody's tilkynnti 18. desember sl. að það væri að íhuga að setja skuldbindingar Alcoa í ruslflokk, en það flokkar Alcoa nú sem Baa3, þar að auki með neikvæðar horfur. Standard og Poor´s og Fitch flokka bæði Alcoa með neikvæðar horfur á skuldbindingar, en til samanburðar má benda á að íslenska ríkið er með stöðugar horfur hjá öllum þessum greiningaraðilum“ (heimild Bloomberg 27. maí).

Ekki gengur að vitna í aðila eins og Klaus Kleinfeld forstjóra Alcoa: „all segments are profitable“ . Hann er ekki trúverðugur og ekki marktækur til að fjalla  um hag þessa fyrirtækis í opinberri umræðu um Alcoa nema síður væri.

Það er heldur klénir punktar sem hér eru nýttir í þessari umræðu að bera á borð einhverjar staðlaðar  klysjur úr áróðursgögnum hagsmunasamtaka álframleiðslufyrirtækja á Íslandi slík gögn eru á engan hátt boðleg.

Það er bara hallærislegt að bjóða upp á slíka umræðu.

Þessi iðnaður skilar reyndar litlum arði í hreinum gjaldeyristekjum til íslensku þjóðarinnar og er afar fjámagnfrekur fyrir ríkissjóð svo ekki sé meira sagt.  Hvert starf í áliðnaði kostar ríkissjóð milljarða króna.

Ekki er hægt  að véfengja þau gögn sem Guðbjört vísar í og hún er bara flytja  bara fréttir um málefnið frá alþjóðlegri ráðstefnu um stöðu málmiðnaðar í heiminum.

Eins og sést á greiningu Alcoa sjálfs á eigin stöðu,
http://www.alcoa.com/global/en/investment/pdfs/2013_1Q_Earnings_Presentation.pdf
ætlar fyrirtækið að minnka framleiðslu í ár og næsta ár, það er að tapa á álframleiðslu eins og er, heimsmarkaðsverð á áli (miðað við þriggja mánaða framvirka samninga dags. 24. maí 2013) stendur í $1.847,50/tonn, sem er hærra heldur en verð dagsins í dag, ég tel að hærra verð framvirku samninganna sé eingöngu örlítil leiðrétting markaðarins eftir sterka niðursveiflu frá hærra verði, það er flest í skýrslu BoFA og ML sem bendir til svartsýni á álmarkaði.
http://www.lme.com/metals/non-ferrous/aluminium/

 


mbl.is „Nánast allt byggt á misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það "flytur" enginn fréttir hlutlaust

það kemur berlega í ljós ef þú lest vel eða hlustar - alltaf er bætt við aukaorðum sem ekki hafa annan tilgnag en koma persónulegum skoðunum á framfæri.

eða einhverju sleppt - t.d. er hvergi í öllum greinum dagsins um brottflutningin í gær útskýrður hver munurinn er á landvistarleyfi og skuldbindingum ríkisins við móttöku flóttamanns heldur það víðast lagt að jöfnu

Grímur (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 06:55

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"Hlutlausar fréttir" selja ekki.

Óskar Guðmundsson, 29.5.2013 kl. 08:52

3 identicon

Það kemur skýrt fram að þessa tölur hjá henni standast ekki. Það er sjálfsagt að halda uppi gagnrýni á álfyrirtæki hér á landi, en það þarf að vera gert með rétt gögn í farteskinu. Annars heitir það áróður.

Rúnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 13:34

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þá er spurningin, hver er það sem segir rétt frá, gögnin sem ráðstefnan notaði til að mynda sér skoðanir og eða tölur forstjórans. Menn skyldu ekki gleyma því að tölurnar sem Sigurjón starfsmaður iðjuveranna notaði eru hafðar eftir forstjóra Alcoa en hinar voru rannsóknargögn ráðstefnunar sem eru byggðar á gögnum frá samstöðunni.

Eins og sést á greiningu Alcoa sjálfs á eigin stöðu,

http://www.alcoa.com/global/en/investment/pdfs/2013_1Q_Earnings_Presentation.pdf

ætlar fyrirtækið að minnka framleiðslu í ár og næsta ár, það er að tapa á álframleiðslu eins og er, heimsmarkaðsverð á áli (miðað við þriggja mánaða framvirka samninga dags. 24. maí 2013) stendur í $1.847,50/tonn, sem er hærra heldur en verð dagsins í dag, ég tel að hærra verð framvirku samninganna sé eingöngu örlítil leiðrétting markaðarins eftir sterka niðursveiflu frá hærra verði, það er flest í skýrslu BoFA og ML sem bendir til svartsýni á álmarkaði.

http://www.lme.com/metals/non-ferrous/aluminium/

Kristbjörn Árnason, 29.5.2013 kl. 14:17

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hagfræðingur: „Efnahagslega skynsamlegt“ að láta gott heita í uppbyggingu álvera

„Það eru allar líkur á því að það sé efnahagslega skynsamlegt fyrir Íslendinga að láta gott heita í uppbyggingu álvera,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, sem færir rök fyrir því að „eitthvað annað“ sé mun hagkvæmara fyrir íslenskt samfélag.

Á Eyjubloggi sínu vísar Ólafur í rannsóknir sem gerðar hafa verið sem sýna að tekjuteygni áls séum það bil 0,9, sem þýðir að þegar hagvöxtur í heiminum eykst um eitt prósent, eykst neysla á áli um 0,9 prósent. Tekjuteygni ferðamennsku er hins vegar tvöfalt hærri en áls, eða 1,8.

Það þarf ekki að íhuga málið lengi miðað við gefnar forsendur og gögn til að sjá að það er ekki gáfulegt fyrir Íslendinga að framleiða ál í staðinn fyrir ferðamennsku. Annars vegar erum við með ál hvers eftirspurn eykst um minna hlutfall en tekjur heimsins aukast um og hins vegar erum við með ferðamennsku sem selst eins og heitar lummur þegar tekjur fólks aukast. Vitanlega ættum við þá að framleiða ferðamennsku frekar en ál,

segir Ólafur. Við þetta bætist sú staðreynd að hagnaðurinn af álframleiðslu verður ekki eftir í landinu, öfugt við hagnað innlendra aðila af ferðamennsku.

Ólafur varar jafnframt við því að Ísland falli í sömu gryfju og mörg þróunarlönd, að framleiða vörur þar sem eftirspurn eykst lítið þótt tekjur heimsbyggðarinnar aukist.

Þær vörur sem seljast mikið þegar tekjur fólks aukast eru t.d. iðnaðarvörur byggðar á hátækni (vitsímar og vandaðir bílar eru gott dæmi), afþreying (þar með talið tölvuleikir, kvikmyndir, ferðamennska, veitingastaðir og fleira í þeim dúr), hágæða matvörur (fín vín, humar, kavíar og lífrænt ræktaðar matvörur svo dæmi sé tekið) og skartgripir (gull, úr, hringar, hálsmen, o.s.frv.). Vörur sem seljast lítið meira þótt tekjur fólks aukist eru vörur á borð við margar hrávörur (þar á meðal ál og margir aðrir málmar), grundvallar matvörur (mjólk, hveiti, hrísgrjón, maís, o.s.frv.) og óunnin vefnaðarvara (tískuvörufatnaður þar sem hönnun er mikilvægur hluti framleiðslunnar er hins vegar með háa tekjuteygni eftirspurnar).

Ólafur segir því allar líkur á því að það sé mun gáfulegra að framleiða „eitthvað annað“ en ál. Þar horfir hann fyrst og fremst til ferðamennsku.

Ferðamennska er þar klárlega ofarlega á blaði og þar sem flestir ferðamenn sem koma til Íslands gera það vegna ósnortinnar náttúru (án rafmagnslína og álvera) eru allar líkur á því að áliðnaður og ferðamennska á Íslandi geti ekki lifað fullkomlega saman í sátt og samlyndi. Og þar sem vaxtar- og tekjumöguleikar ferðamennsku eru betri en álvinnslu á ferðamannaiðnaðurinn að fá forgang hjá stjórnvöldum! Það er þjóðhagslega hagkvæmt!

Í niðurlagi sínu segir Ólafur:

Allt þetta hefur þá kosti að hagvöxtur á Íslandi yrði hærri til frambúðar en ef haldið væri áfram við uppbyggingu álvera. Uppbygging á „einhverju öðru“ yrði ekki skammtímafix, líkt og hættan er að yrði í tilviki álvers, heldur væri hagkerfinu lyft á hærra stig til frambúðar. Þá myndi arðurinn af þessari starfsemi vera eftir innan íslenska hagkerfisins en ekki vera fluttur úr landi.

Hér má lesa grein Ólafs Margeirssonar.

Kristbjörn Árnason, 29.5.2013 kl. 15:28

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er ekki verið að gera lítið úr Guðbjörtu í greininni. Það er einfaldlega verið að benda á að miðað við túlkanir hennar á gögnum sem að hún hefur aðgang að þá hefur hún ekki sett sig nægjanlega vel inn í efnið. Það er grundvallaratriði í þessum fræðum að geta lesið rétt úr kostnaðarkúrfunni og einnig það að vita að Alcoa framleiðir ekki 30 miljónir tonna á ári. Aðrar ályktanir hennar eru að sjálfsögðu metnar í þessu ljósi.

Þróun leigu í vöruhúsum hefur líka ekkert með afkomu Alcoa eða annara álfyrirtækja að gera þar sem að þau selja inn í vöruhúsin og bera því ekki kostnað af hækkun á leigu þar. Það gera fjárfestar.

Það að vísa í ummæli forstjóra á opinberum vettvangi ætti venjulega að vera hóflega áreiðanlegt. Forstjórar eru bundnir reglum varðandi svokallaðar "Forward looking statements" sem að gera hann skaðabótaskyldann ef að hann byggir upp óhóflegar væntingar.

Há birgðastaða er að sjálfsögðu áhyggjuefni fyrir áliðnaðinn en það er alltaf pláss fyrir vel rekin fyrirtæki. Núverandi stjórnvöld eiga að því sögðu ekki að þvinga Landsvirkjun í að selja Century orku á útsöluverði, en ef hægt er að finna verð sem að LV sættir sig við þá er svosem í lagi að selja þeim orku.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 29.5.2013 kl. 19:04

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfiseinkunn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa niður í ruslflokk. Bloomberg-fréttastofan greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Ástæða ákvörðunarinnar er rakin til lækkunar á álverði vegna offramboðs. Skuldir Alcoa, sem er móðurfyrirtæki álversins á Reyðarfirði, nema um 8,6 milljörðum Bandaríkjadala. Ákvörðun Moody's þýðir að lántökukostnaður fyrirtæksins hækkar og endurfjármögnun verður erfiðari.

Í yfirlýsingu Alcoa í kvöld er vonbrigðum lýst yfir með ákvörðun Moody's. Stjórnendur fyrirtækisins segjast staðráðnir í að koma því úr ruslflokknum hið fyrsta.

RÚV

Kristbjörn Árnason, 29.5.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband