Húsgagnasmíði er göfug listgrein

  • Raunar er greinin í eðli sínu tær listgrein þótt rekin hafa verið fjöldaframleiðslufyrirtæki er byggja á rótum greinarinnar.
  • .
  • Þá breytir það ekki sjálfum kjarna listgreinarinnar sem býr við mjög sterka heimspeki í raun og mjög fastmótuð gæðaviðhorf og rótgróið siðvit sem segir hvað sé rétt og hvað rangt á sviði fagsins.
    .
  • Þá er greinin í eðli sínu mjög umhverfisvæn atvinnugrein. 

Flestar listgreinar hafa orðið fyrir þeirri reynslu, að rekin eru fjöldaframleiðslu-fyrirtæki er byggja á kjarna listgreinanna á svipaðan hátt. Dæmi um slíkt er hverskonar myndlist og tónlist svo nefndar séu tvær greinar sem eru gjarnan í samstarfi með húsgagnasmíðinni.

      

Talið er að Sókrates hafi skilgreint hugtakið list á sinni tíð og taldi hann smiðina vera göfugustu listamennina. Þessir smiðir voru auðvitað húsgagnasmiðir og raunar áhaldasmiðir einnig. Þekktasti smiðurinn í greininni var Jósep og iðnnemi hans Jesú. Flest grunn handverkfæri greinarinnar voru þá þegar komin fram, að vísu mörg í frumgerð eins og hefillinn. 

Þessi iðngrein er alþjóðleg og skiptist í yfir 40 mismunandi greinar og frá henni hafa þróast nýjar iðngreinar, bifreiðasmíðin og bílamálunin er dæmi um þekktar greinar hérlendis.

Til eru örfáir smíðisgripir frá því fyrir daga Sókratesar en mjög  algengar styrjaldir í löndunum við Miðjarðarhafið hafa farið illa með slíkar minjar.

Nám í húsgagnasmíði er mjög góður grunnur fyrir frekara nám í hverkonar handverksgreinum  eins og t.d. í hönnun og í listgreinum. Húsgagnasmiðir hafa verið mjög eftirsóttir sem sölumenn einnig og kennarar í grunn- og framhaldsskólum. 


mbl.is Lauk sveinsprófinu á steypinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband