Gott hjá Vigdísi

  •  Endilega haltu áfram á þessari braut.  

Um að gera að koma hressilega við kauninn á þessum listamönnum sem eru að setja þjóðina á hausinn og gera síðan leik að því að eignast alþingismenn sem maka. Best er að þeir séu ráðherrar.

 

Ég er viss um að Ragnheiður fyrrum krati og bæjarstjóri í Mosfellshreppi kemur í lið með Vigdísi. Ragnheiður er ekkert fyrir neina helgislepju og finnst allt í lagi eins og hún sagði forðum á fjölmennum borgarafundi í sveitinni, að ríða í kirkju. 

  • En það var Hollývúddfnykur af þeirri upp á komu allri  

Íslenskufræðingurinn sjálfur hefur tæplega skripplað á tungunni og sagt eitthvað sem hún meinti ekki. Þá var blessuð konan að fara í prófkjör fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn, búin að gefast upp á Alþýðuflokknum sem hún hafði reynt við í tvígang.

Um að gera, að láta þá þessa andskota gæta sín sem ekki geta gætt að engilskjátum sínum. Breytir þá engu hvort hún sem ráðherra hafi haft einhver áhrif um slíkar úthlutanir eða ekki. Ekki heldur þótt makinn hafi þegið listamannalaun árum saman áður en ráðherrann kynntist rithöfundinum. 

  • Hertu þig Vigdís 
  • Nú hafa tveir ráðherrar í Sjálfstæðisflokknum séð ástæðu til þess, að leiðrétta orð Vigdísar Hauksdóttur núna í dag.
  • Haltu áfram að pirra og pirra, ekki gefa eftir.

mbl.is „Mér er nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þú styður framsóknarferlíkið (Vigdísi) í árásum sínum þá núna listmenn og síðast kennara við háskóla fyrir að hafa skoðun á Framsóknarflokknum. Þannig að þegar VH vill láta rekan opinberan starfsmann ríkisins fyrir að hafa sínar skoðanir á Framsókn og þingmanninum, þá væntanlega styður þú hana þá líka  ?

Fallegt......

Sigfús (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 12:46

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Fúsigóður, væri ekki ráð að lesa þetta aðeins betur. Það er mín skoðun að Vigdís sé farin að skaða mjög alvarlega stöðu Framsóknarflokksins og þá um leið ríkisstjórnarinnar.

Því vil ég hvetja hana til þess að halda áfram sinni iðju við að pirra sem mest samflokksmenn sína og samstarfsflokksins.

Eða hvers vegna heldur þú Sigfús, að henni hafi ekki verið treystandi til að komast til meiri metorða í flokknum og hvers vegna hún er ekki ráðherra.

Hún er væntanlega einn sá þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur flest atkvæðin á bak við sig

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 12:59

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Aðeins að bæta því við, af því að það er Vigdís sem sagði þetta tekur enginn mark á þessum orðum og orðræðan styrkir í raun núverandi fyrirkomulag hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á því.

Hún neyddi ráðherrann í morgun með þessum orðum sínum, til að árétta það á einhverjum blaðamannafundi, að ekki stæði til að breyta reglum um listamannalaun.

Það yrði væntanlega það síðasta sem ég gerði, að ég styddi þessa flokka.-- kveðja

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 13:13

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvort er mikilvægara.

Mennta fólk sem atvinnulífið þarf á að halda eða mennta fólk í því sem það fær síðan ekki störf við nema á ríkisstyrkjum?

Hver er munurinn á listamanni sem ekki getur fengið lífsviðurværi sitt af listsköpun og manni sem fær ekki lífsviðurværi sitt á almennum vinnumarkaði?

Sá á almenna vinnumarkaðinum þarf að skera niður í rekstri heimilisins meðan listamaðurinn fær ríkisstyrk sem er N.B. upptekinn frá aðilum á almennum vinnumarkaði.

Hver er munurinn á því hvort að ég kaupi mjólk og/eða kjöt fullu verði í verslun eða ef að ríkisð lætur skattfé í bændur OG ég þurfi að greiða í versluninni?

Óskar Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 13:14

5 identicon

En hvað með það sem Vigdís sagði

EF þetta hefði verið framsóknarmaki

ÞÁ hefði hvinið í frú Katrínu

Er það ekki bara sannleikur?

Grímur (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 13:25

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er mjög áhugaverð eilífðarspurning. Enginn getur sagt fyrir alla hvað er list og hvað er ekki list. Engum heimspekingi hefur tekist þetta til þessa.

Ég tel reyndar, að allt það sem maðurinn gerir með jákvæðu og formlegum hætti. Er gagnast bæði honum og náunga hans sé menning.

Í mínum er þá enginn menningalegur munur á því sem gerist í almennu atvinnulífi á jákvæðan hátt og mörgu því sem gert er nafni einhverrar listar.

Það á heldur ekki að mennta (?) fólk fyrir atvinnulífið sem slíkt. Heldur til að gera fólk að betri mönnum með breiða almenna þekkingu. Síðan eigi það að vera valkostur einstaklinganna að læra ákveðnar atvinnugreinar.

Óskar, neytandinn greiðir bæði verði í búðinni og greiðir vinnuframlag í formi peninga í skatta. Þeir peningar eru ósjaldan notaðir til að styrkja ákveðnar starfsstéttir.

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 13:28

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Grímur,

Það er bara bull blessuð konan finnur að hún er komin út á hálann ís. Þ.e.a.s. hún hefur hlaupið á sig. Hitt er annað mál að það getur verið full ástæða til að skoða þessi mál.

En það er auðvitað gjörsamlega óviðeigandi af henni að hrópa þetta út í einhverju útvarpsviðtali út í bæ. Þar sem hún ræðst á maka eins alþingismanns og fyrrverandi ráðherra.

Þetta er henni til algjörrar skammar og skemmir alvarlega fyrir Framsóknarflokknum

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 13:34

8 identicon

Það er með listamannastyrki einsog þróunaraðstoðina

þetta var aukið á niðurskurðatímum

og þeir hafðir að háði og spotti

sem voguðu sér að mótmæla

Grímur (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 16:02

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þótt hér komið hrun bankakerfisins og samfélagið hafi farið alvarlega á hliðina. Þá björguðu stjórnmálamenn og aðrir þeir sem málið varðar þjóðinni frá þroti.

Ísland er enn meðal auðugustu þjóða í heiminum og því eðlilegt að við af hendi rakna til þróunnarlanda. Mín vegna má draga úr svo nefndum styrkjum til listamanna og raunar til heillra atvinnugreina.

En ég vil halda í þróunaraðstoðina.

Síðasta ríkisstjórn hefur fengið mikið hrós hjá alþjóðlegum stofnunum og frá fjölmennum ríkjum. Grímur ég er það gamall að ég hef lifað þrjár svipaðar kreppur.

Kreppan á 7. áratugnum var mun dýpri og launamenn erum enn að greiða vegna hennar. Þar nefni ég líeyrissjóðina og við erum að greiða í þá 14,5% upp í 20% af launum okkar í þá. Íslandi var þá troðið inn í auka aðild að ESB sem heitir EFTA aðild, 1. jan 1970.

Við þá aðild hafði það þær afleiðingar að á næstu árum þar á eftir misstu margir starfsmenn í iðnaði aleigu sína. Það skiptir máli hvernig stjórnvöld taka á svona djúpum kreppum.

Ég vil benda þér á Írland sem hefur verið í fréttum í dag. Þar er allt við það sama og 14% atvinnuleysi. Þar var farin svipuð leið og farin hefur verið á Íslandi á árum áður.

Þar voru t.d. skattar á fyrirtækjum og eigendum þeirra snarlækkaðir og eru nú með lægstu skatta á fyrirtæki og fjárfesta í Evrópu og það hefur sýnt sig að það hefur ekki aukið atvinnu.

Atvinna eykst með eðlilegri framþróun en ekki með alvarlegu inngripi ríkisvaldsins. Er þýðir á mannamála að það sé verið að gefa atvinnurekendum fé sem launamenn standa síðan undir.

Íslenska þjóðin er á góðri siglingu upp úr þessari kreppu en það á eftir að laga til í greiðsluvanda láglaunafólks og einnig hjá skuldugum fjölskyldum með lágar fjölskyldutekjum. Aðrir þurfa ekki neina sérstaka aðstoð umfram það sem réttlæti krefst.

Kveðja

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 17:26

10 identicon

Setja þjóðina á hausinn? Ertu að grínast? Veistu hvað þetta eru miklir (litlir) peningar? Veistu hvað íslensk list og menning dregur að ferðamenn?

Það sem ég þoli ekki eru svona úthrópanir sem meika engan sens. Af hverju er ekki hægt að ræða hlutina í eðlilegu samhengi. Alltaf þarf að ýkja allt og búa til grýlur úr smá málum.

Það má _vel_ vera að styrkirnir séu of háir, eða breyta mætti kerfinu. En þetta er ekki að setja þjóðina á hausinn.

Tómas (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 17:27

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég var bara að gera smá grín að þessum alþingismanni en ekki að agnúast út í listamenn Tómas minn. Það er nauðsynlegt að þetta kerfi sé stöðugt til skoðunar, ekki til að leggja það af heldur til að gera það réttlátara.

Menntamálaráðherra sagði í morgun að ekki stæði til að rýra þessa styrki.

Síðan er auðvitað umræðan um hverjir eru ,,listamenn" og hverjir ekki. Það vill svo til Tómas, að gamla iðngreinin mín var talin á sínum tíma göfugasta listgreinin.

Ég veit ekki til þess að nokkur í þeirri grein njóti listamannalauna og ég reikna ekki með því að á því verði breytingar í framtíðinni.

Ekki skaltu voga þér að reyna að gera lítið úr þeirri grein. Það hafa listfræðingar reynt að gera áður, en hafa orðið sér til skammar.

Enn hefur enginn heimsspekingur getað sagt hvað listaverk er. Mundu að góður listamaður er auðmjúkur gagnvart list sinni og hefur lágt um hana. Gott listaverk talar sínu máli sjálft.

Kveðja og gangi þér vel á listabrautinni

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 17:40

12 identicon

Gott mál. Það fer bara í taugarnar á mér þegar fólk notar efsta stig lýsingarorða og orðið "allt/ekkert" eða "alltaf/aldrei", þegar þau eiga bara alls ekki við. Því það er ekki hægt að rökræða hlutina nema nota nákvæmari og réttari orð.

Ég gef mig ekki út fyrir að vera listamaður, þótt hluta verka minna mætti eflaust líta á sem eins konar listaverk (ég er forritari). Þá er ég vel sammála þér - list er ekki bara list. Hún er subjektíf og oft mjög óskilgreind.

Hvaða gamla iðngrein er þetta sem þú ræðir?

Tómas (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 18:30

13 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þótt sé hægt að skilgreina hvað er listaverk og hvað ekki. Þá er eitt alveg víst að það verður að vera handverk. Sem þýðir í mínum huga að allir handverksmenn geta verið listaverk.

Mín iðngrein er ein af þessum elstu og kallast á Íslandi húgagnasmíði og starfaði ég í þessari grein í 30 ár. Í alþjóðlegum stöðlum skiptist þessi grein í liðlega 40 undirgreinar.

Forritun er einnig handverksgrein ein af þeim nýjustu sem skarast við nánast allar aðrar handverksgreinar.

Nú ætla ég að sækja handa þér skilgreiningu á hvað handverk er:

Hvað er handverk?

Öll formleg og hugsuð störf manna eru handverk. Sum handverk eru hönnuð formlega önnur óformlega, önnur samin eða ort og enn önnur flutt. Öll verða þau að vera höndlanleg í sinni birtingamynd. Þ.e.a.s. snertanleg, heyranleg, sýnileg, læsileg, flytjanleg og manngerð.

Öll eru þau unnin eftir undirbúning, öll eru þau hugverk í framkvæmd, byggð á þekkingu, færni og viðhorfum um rétt og röng vinnubrögð. Til þess að þau geti verið “góð” liggur fagleg vandvirkni að baki. Sumt handverk er viðurkennt sem góð list, annað sem einföld handavinna eftir forskrift. Handverkið sveiflast þarna á milli ystu póla.

Bak við handverk verður að liggja eitthvert hugverk þess sem framkvæmir það, einnig verða að vera viðhorf um gæði o.s.frv. Það fer ekkert eftir því hversu fullkomin tækin eða verkfærin eru sem handverksmaðurinn vinnur með.

Handverk er og verður aldrei aðeins eðlislæg athöfn án hugsunar, eða ákveðin líkamsbeiting eða aðeins vinna með einföldum handverkfærum sem ekki nota rafmagn.

Því fullkomnari sem tækin eða verkfærin eru og tækniþekkingin er meiri, því meira hugverk er handverkið. Viðhorf um gæði og hvað sé rétt eða rangt breytist ekki við ný tæki.

Það í sjálfu sér, breytir engu um, hvort eitthvað sem er gert, er handverk og eða listaverk. Gott dæmi er tónlistamaðurinn sem leikur á hið fullkomnasta kirkjuorgel sem til er meira og minna tölvustýrt. Viðhorf hans um gæði, um hvað er rétt eða rangt, sköpunarmáttur hans og túlkun, kunnátta eða þekking, færni og tæknikunnátta gerir hann að góðum handverksmanni jafnvel listamanni.

Breytir þá engu um hvort hann leikur á einfalda flautu eða tölvustýrt orgel.

Engin getur leikið það eftir býflugunni að byggja býflugnabú og svo listilega sem hún vinnur verkið. Ekki einu sinni færasti handverksmaður. Hún vinnur sitt verk með eðlislægum hætti vegna þess að hún er býfluga.

Maðurinn verður að undirbúa sitt verk og hugsa það hvernig hann framkvæmir til að geta búið eitthvað til. M.ö.o. handverk en ekki eins og eðlislæg iðja kóngulóarinnar. (Sjá ritgerðina “Með opnum huga”)

Spurningin er því, hvenær verður handverk “listaverk”? Getur lélegt handverk verið listaverk ? Getur verið til listaverk án handverks? Í þessum hugleiðingum er gengið út frá því að svo geti ekki verið, vandinn geti verið fólginn í því að skilgreina í hverju handverkið felst og í hverju listin.

A.m.k. eitt virðist spyrða þau saman, þau virðast öll fjalla um sköpun er byggir á hugmynd. Breytir þá engu hvort sú sköpun er handgerð eða gerð með fullkomnum tækjum. Til þess að sköpunarverkið getur talist vera gott handverk verður birtingarmynd þess að vera viðurkennd sem góð fagmennska.

Kristbjörn Árnason

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 19:05

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"Skapandi greinar" eru fleira en list.

90-95% af öllu sem kemur í ríkiskassan úr skapandi greinum er úr hugverkageiranum, sem aftur fær NÚLL í styrki.

Harla fáir túristar koma hingað til að njóta þeirra listamanna er á listamannalaunum eru. Það kemur mun frekar til að njóta þeirra listamanna sem eru sjálfbærir, annaðhvort með listsköpun sinni eða með því að vinna með listinni á opnum markaði.

ATH! Ríkið eyðir peningum sem almenningur aflar með skattgreiðslum.

Af hverju er okkur ekki fært um að velja sjálf hvaða list við viljum njóta og greiða þá fullt verð fyrir?

Óskar Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 19:37

15 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er sammála þér Óskar

Allar atvinnugreinar eru eitthvert handverk og þar með skapandi. Í öllum handsverkgreinum leynast listamenn og allsstaðar eru sköpuð listaverk.

Eins og ég sagði í einhverri athugasemdinni, enginn einn getur skilgreind fyrir alla, að eitthvað eitt sé listaverk. Hver og einn hefur sína persónulega skoðun á hvað honum finnst vera listaverk.

En hægt er að skilgreina hvað er handverk og hvað er gott eða mikið handverk eftir sameiginlegum viðhorfum þar um sem handverksmennirnir eru sammála um að sé slíkt handverk.

Vísa ég til greinar nr. 13 hér í athugasemdum.

Vandinn er sá, að eftir að aðallinn fór að sinna einhverju handverki varð það skyndilega eitthvað afar merkilegt. Jafnvel merkilegra en betri handverk gerð af atvinnumönnum í handverkinu.

Nú hefur heimssamfélagið komið sér saman um að örfáar handverksgreinar séu merkilegri en aðrar.

Kristbjörn Árnason, 27.6.2013 kl. 19:55

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir með Tómasi, sjá aths. 10. Þessi svonefndu listamannalaun er eins og lítill keppur í sláturtíðinni.

Atlaga framsóknarmanna gegn listamönnum þjóðarinnar varð flokknum mjög skeinuhætt þegar Hriflon, Jónas frá Hriflu, setti saman sýningu í anda Adolfs Hitlers til að gera lítið úr listamönnum 1942. Hann gerði sig að athlægi enda snérist hver einasti listamaður gegn honum og beittustu rithöfundar þjóðarinnar sendu honum eitruð skeyti. Eftir það varð hann einangraður, yngri mennirnir í Framsókn eins og Eysteinn náðu undirtökunum með aðstoð Hermanns og fleiri sem voru andstæðingar Jónasar.

Kv.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband