Þráhyggja stjórnmálamanns

  • Er virðist einungis hafa sjálfhverfa stefnu í stjórnmálum er ræðst af persónulegum hagsmunum.
    .  
  • En það má vel vera að AGS hafi leikið þann leik í samstarfi við íslensk stjórnvöld að ofmeta árangur í efnahagstjórn á Íslandi til að blekkja erlenda lánadrottna.

 

En slíkar ályktanir verður að taka með varúð, vegna þess að tæplega fer AGS að leggja orðspor sitt í hættu fyrir lítið land eins og Ísland. Því sannleikurinn kemur ævinlega fljótt í ljós.

Auk þess sem það var nauðsynlegt í allri rústabjörgun sem fram fór á Íslandi í efnahagsmálum eftir hrun Íslands að leita neyðaraðstoðar hjá öðrum ríkjum. Slík aðstoð fékkst ekki nema að AGS kæmi að málum. 

En vissulega eru félagar í VG enn í andstöðu við AGS, það hefur í engu breyst. En Lilja hefur aldrei skilið að VG sem flokkur fórnaði sér í þá rústabjörgun sem nauð-synleg var til að þjóðin gæti risið upp úr rústunum. Varð að sætta sig við ákvarðanir sem höfðu þegar verið teknar í samningum við aðrar þjóðir. VG stóð dyggan vörð um hagsmuni þeirra sem verst stóðu í samfélaginu og það viðurkenna allir.

Ríkisstjórnina sem hrökklaðis frá völdum hafði þegar tekið upp samstarf við AGS með stuðningi allra stórnmálaflokka á Alþingi auk þess allra helstu hagsmuna afla í landinu. Eini aðilinn sem var á móti var VG. Það var vegna hversu skaðræðislegur aðili AGS hafði verið gagnvart fátækum þjóðum.

Hrunstjórnin hafði einnig samið um að skuldsetja íslensku þjóðina vegna Icesave óþverrans með ofurvöxtum. Þetta vissi Lilja allt um auðvitað, áður en hún fór í framboð fyrir VG.

Það var engan vegin aftur snúið í þessum efnum, Ísland þurfti ómælt lánsfé frá erlendum þjóðum og það fékkst ekki nema að AGS kæmi að efnahagsuppbyggingu á Íslandi.  Þjóðin þurfti einnig að standa við gerða samninga til að hafa lánstraust. Stundum þarf að gera fleira en gott þykir. 

Þetta með verðtryggðingu á eldri lánum er gamalt mál sem fráfarandi ríkisstjórn hafði ekki vald eða getu til að bjarga og ekki heldur núverandi stjórn. Það sem hefur síðan gerst er að fólk hefur í dag frelsi til að velja hvort það við verðtryggð lán eða óverðtryggð þegar það tekur húsnæðislán.

Það er ekki nýtt á Íslandi að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldurum með verðtryggð lán yfir til bankakerfisins. Það hefur verið stöðugt frá því í maí 1983 og mest var þessi tilfærsla á árunum fyrir hrun eftir að bankarnir voru einkavæddir. Það mun halda áfram þótt lán verði óverðtryggð.  

Það er heldur ekki nýtt, að Ísland sé láglaunaland, það var aðeins á fylleris árunum þegar gengi krónunnar var haldið allt of  háu með drullumixi og þjóðin lifði á erlendu lánsfé að íslendingar héldu skyndilega að þeir væru ríkir.

Flestir íslendingar eru á þeirri skoðun að vel hafi tekist til í rústabjörgun á íslensku samfélagi en aðstæður eru enn afar viðkvæmar og áfram verður að halda með mikilli aðhaldssemi. Ekki gengur ná að halla sér upp í sófa og slá frá íslenska ríkjinu tekjum og láta allt leika á reiðanum.

Sjálfshverfa fólkið sem skuldsetti sig í húsnæðismálum upp í efstu rjáfur og ætlast til þess að aðrir launamenn greiði skuldir þeirra verða varla að ósk sinni. Þeir koma til með að þurfa að greiða sínar skuldir eins og aðrir.

Það þarf að aðstoða láglaunafólkið sem á í greiðsluvanda og getur ekki komist í varanlegt húsaskjól. Lilja hefur aldrei haft áhuga á neyð þessa fólks.


mbl.is AGS hafi vísvitandi ofmetið hagvöxt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Flestir Íslendingar eru á þeirri skoðun að vel hafi tekist til í rústabjörgun...."

Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar - dregurðu þær ályktanir af kosningasigri Samfylkingar og Vinstri grænna í síðustu Alþingiskosningum?

Af hverju hugnaðist ríkisstjórninni ekki lyklaskilin?

Á það að vera pólitísk stefna að refsa fólki fyrir að vera þátttakendur í samfélagi þar sem öllum er skipað að eiga íbúð og jeppa?

Árni Gunnarsson, 13.7.2013 kl. 08:51

2 identicon

Ósköp ertu barnalegur herra höfundur Kristbjörn Árnasons.

Heldur þú virkilega að allir þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán fyrir hrun hafi skuldsett sig upp í efstu rjáfur og ætlist til að aðrir borgi skuldir þeirra? Ekki dytti mér í hug að láta aðra borga fyrir mig mínar skuldir og þó er ég með eldgamalt verðtryggt húsnæðislán. En ég ætlast til að fá leiðréttingu á láni mínu rétt eins og þeir hafa fengið sem voru með erlend óverðtryggð lán. Hefði þessi fyrrum stjórn okkar ekki þverskallast þetta þá væri lífið okkar allra orðið eins og það ætti í raun að vera, hver að borga sínar skuldir sem gætu en hinir sem ekki gætu hefðu á endanum dottið út fyrr eða síðar, jafnvel þó eitthvað hefði verið að gert. En að ég ætlist til að aðrir launamenn greiði mínar skuldir? Þú ert væntanlega þá einn af þessum "öðrum" launamönnum. Hvað hefur þú (og ég líka sem launamaður) verið að greiða mikið á mánuði aukalega fyrir niðurfellingu skulda hjá þeim sem voru með erlendu lánin? Ég ætlast eingöngu til að fá leiðréttingu á láni mínu sem ég tók árið 1992 og að sú leiðrétting verði gerð á þann hátt sem Sigmundur Davíð talaði um, ekki að sú leiðrétting komi úr þínum vasa. Svo held ég að sjálfsögðu áfram að greiða mínar skuldir rétt eins og ég hef alltaf gert. Kynna sér málin betur herra Kristbjörn.

assa (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 09:57

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Assa

Það er reyndar búið að afskrifa um 240 milljarða af húsnæðislánum fólks á þessum fjórum árum. Það voru því miður ekki lán venjulegs launafólks því það átti ekki almennt möguleika á gengistryggðum lánum.

Loforð Sigmundar Davíðs nær til hruntímans og við sem erum auðvitað allir sem eru með verðtryggð húsnæðislán á hruntímanum sem lentum í skakkaföllum en erum fæstir í sérstökum vanda.

Eins og var hér 1983 þegar verðbólguskotið fór upp í 130% verðbólgu í nokkrar vikur þá lentu allir í umtalsverðum vanda þótt húsnæðislánin væru sjálf í lágu hlutfalli var almenningur með önnur verðtryggð lán einnig vegna húsnæðismála. Lífeyrissjóðalán og skuldabréfalán. Bílalán voru mjög sjaldgæf hjá launafólki. Þá blossaði upp mikið atvinnuleysi.

Þá var það eina sem gert var með lögum var að lækka laun launafólks og vextir gefnir frjálsir og bannað að verðtryggja laun samkvæmt samningum launamanna. Öll ákvæði í kjarasamningum og snéru að verðtryggingum launa vor gerð ógild af stjórnvöldum með lögum. Skuldarar fengu enga aðstoð.

Strax 1983 var vitað, að launamenn myndu lenda aftur í verðbólguskoti. Það var ástæðan fyrir því, að verkalýðshreyfingin neyddist til að breyta um taktík. Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 var viðleitni til að koma í veg fyrir eina kollsteypuna með samningum og miklum fórnum með launahækkanir.

Það var vitað að hér yrði kollsteypa í kjölfar Kárahnjúkaframkvæmda og álversbyggingar er sköpuðu gríðarlega þenslu í þjóðfélaginu. Það var greinilegt að stjórnvöld gerðu ekkert til að afstýra þeirri kollsteypu. Bankarnir gengu á lagið. Þessa sögu þekkja allir.

Þess vegna bar það feigðina í sér þegar fólk sem var að taka húsnæðislán sem voru með hærra lánshlutfalli af verðmæti íbúðar en 90% og alveg upp í 100% myndi lenda í verulegum vanda vegna verðbólgunnar og það er fólkið sem ég er að fjalla um. Það þurfti ekkert verðbólguskot til þess, það var mjög hátt hlutfall þeirra sem voru með svona lán komin í þrot fyrir hrun og enn fleiri í rosalegan vanda.

Þá til viðbótar var algengt að fólk væru með háar bílaskuldir verðtryggðar og á háum vöxtum auk skulda vegna innbúsins. Þetta fólk hefur verið háværast og það er þessi hópur sem ég er að ræða um og það er sá hópur sem Lilja er að ræða um enda tilheyrandi hópnum sjálf að hennar sögn.

Ég er reyndar með nýlegt lán frá Spron frú Assa, frá 2006 sem hefur hækkað um líklega 64% í krónum talið síðast þegar ég var að býsnast yfir málinu svo ég þekki málið nokkuð vel.

En ég hef reyndar einnig reynslu frá kreppunni á 7. áratugnum og alla tíða síðan og hef verið með húsnæðismál til umræðu allar götur frá því um 1975 sérstaklega. Er reyndar farinn að ryðga dálítið í þessu síðari árin en varla verður sagt að ég þekki ekki málaflokkinn.

En líklega er ég býsna barnalegur.

Ég reyndar skil þig ekki Árni því miður. VG var klofinn flokkur á vegum þess flokks voru á Alþingi fólk sem tæplega átti heima í flokknum. En það liggur ljóst fyrir að flokkurinn fórnaði sér fyrir hagsmuni láglaunafólks og varð að sætta sig við eitt og annað sem var öndvert við sjónarmið flokksins á mörgum sviðum. M.ö.o. nokkuð sem smáflokkar lenda iðurlega í.

Það er mjög ljóst að flokknum mistókst kosningabaráttan og Seingrímur hefði átt að vera hættur miklu fyrr formaður. Þó má flokkurinn eiga það að hann var ekki með óábyrg loforð. Katrín kom allt of seint í framlínuna. Fólk úr VG skiptist líklega í fjögur framboð undir það síðasta. Hið raunverulega kjarnafylgi VG er milli 12 og 15% og það er ljóst að klofningarnir hafa haft mikið að segja.

Ég vil helst ekki reyna að útskýra tap Samfylkingarinnar, en ég get þó sagt það, sá flokkur mætti í kosningarnar klofinn og formaður flokksins Árni Páll stóð sig hörmulega í kosningunum. Hann var svo þvoglumæltur þegar á hann reyndi í návígi kosningabaráttunnar og málflutningur ekki á venjulegu mannamáli, þannig að almennir kjósendur skyldu ekki hvað hann var að segja.

Framsóknarflokkur vann auðvitað mikinn sigur út á loforð sem erfitt verður að efna. En allir vona hið besta.

Sjálfstæðisflokkur kom mjög illa út úr þessum kosningum. Þetta var næst versta útkoma flokksins frá upphafi og það tvær kosningar í röð. Þótt flokkurinn sjálfur hefur verið klofinn, en ég held að félagarnir og fasta fylgið hafi allt skilað sér, en lausafylgið hefur yfirgefið flokkinn.

Kristbjörn Árnason, 13.7.2013 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband