Það hlaut að koma að einhverju uppgjöri

  • Nú eftir að Hanna Birna er farin
  • Það er engin ástæða til þess að ætla, að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fari með hreinar lygar.  

 

En almenningur hefur talið að Hanna Birna hafi í raun verið prímus mótor í öllu þessu máli. Sá orðrómur styrktist auðvitað eftir að hún reyndi svipuð bolabrögð gagnvart Bjarna Benediktssyni  fyrir síðustu kosningar.

Nú er stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa sett fram a.m.k. tvo óhæfa borgarstjóra úr sínum röðum og síðan Ólaf Magnússon fyrrum flokksmann í Sjálfstæðisflokknum.

Þeta er enn óþægilegra fyrir flokkinn þar sem undramaðurinn Jón Gnarr virðist hafa staðið sig vel sem borgarstjóri á mjög erfiðum tímum ásamt sínum félögum í borgarstjórninni og hann nýtur mikilla vinsælda.  

Rei-málið verður ævinlega blettur á Sjálfstæðisflokknum og hinn svakalegi viðskilnaður flokksins við Orkuveituna sem var í raun gjaldþrota. Hanna Birna getur ekki þvegið sig af því klúðri þótt málið eigi líklega sínar rætur stjórnarhátta Framsóknarflokksins.

 

Nú liggur Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hvítþvo sjálfan sig sem fyrst og setja upp geislabaug ef rétt er að hún íhugi nú að bjóða sig fram sem næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna. Hún hefur t.d. verið dugleg að skrifa greinar að undanförnu um skólamál sérstaklega.

Helstu vonarpeningarnir flokksins úr borgarstjórnarflokknum hafa verið þeir  Júlíus, Gísli Marteinn og Kjartan eru tæplega líklegir til afreka í næstu kosningum og því ljóst að ef flokkurinn ætlar sér stærri hlut í næstu kosningum verður hann að leita að nýju fólki.

Þetta fólk hefur sýnt það, að það hefur sjálft sig og sína hagsmuni í fyrsta sæti innan borgarstjórnarinnar og tekur einnig hagsmuni flokksins fram yfir hagsmuni borgarbúa. Síðasti borgarstjóri flokksins var bara bullukollur að mínu mati sem kjósendur geta ekki tekið alvarlega, því miður.


mbl.is Misnotuðu veikindi Ólafs F.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Hefur Jón Gnarr staðið sig vel sem borgarstjóri?  Hann hefur verið svona "spari-borgarstjóri" og "skrípa-borgarstjóri".  Aðrir hafa sinnt sinna hefðbundnum verkum borgarstjóra, embættismenn og "leyni-borgarstjórinn" Blaður B.

Hvumpinn, 18.7.2013 kl. 18:42

2 identicon

identicon

þetta er frændi minn. Óli er góður maður og gegnheill og vill öllum vel. Að tala um hann með þessum hætti er viðbjóðslegt og lýsir vel innræti þessar konu.

það getur hent alla að lenda í þunglyndi og depurð og þurfa hjálp. Enn það gerir viðkomandi ekki óhæfan sem borgarstjóra.

Eini galli óla er heiðarleiki hanns og það hvað hann treystir fólki vel. Ég þekki sjúklinga sem hafa verið hjá honum og einn sagðist mundi næstum fórna lífi sýnu fyrir þennan góða lækni og góða mann. þorbjörg. þú ert viðbjóðsleg manneskja og sem betur fer ertu dauð núna pólitískt eftir þetta viðtal. Hafðu skömm fyrir orð þín um aldur og ævi.

ólafur (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 01:09

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég efast ekkert um heiðarleika Ólafs og velvilja. En ég efast heldur ekkert um það, að borgarfulltrúarnir reyndu að fá til fylgilags við þeirra borgarstjórnarflokka. Mér finnst þessi Þorbjörg aðeins vera að segja frá einhverjum staðreyndum. En eflaust á óheppilegan hátt.

Kristbjörn Árnason, 19.7.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband