Ríkisstjórnin heldur enn sjó

  • Ef marka má þjóðarpúls Gallups nýtur rísstjórnin enn 54% fylgis meðal þjóðarinnar sem er 3 prósentustigum meira fylgi en stjórnarflokkarnir fengu saman í kosningunum sem var 51,1%.
    .
  • En mikið fylgistap miðað fyrstu skoðanakönnun eða um 6 prósentustig á örstuttum tíma og áður en það er farið að reyna á ríkisstjórnina. 

Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið að hrapa frá því stuttu fyrir kosningar sem virðist skýrast af því, að stóru loforð flokksins hafa frá þeim tíma virst vera ótrúverðug og óútskýranleg. Þessi loforð eru nánast eins og framsettar óskir flokksins með fjögurra blaða smára í hönd.

 

Lausnirnar eru afar óljósar þegar rýnt er í þær af einhverri alvöru og eru í raun þær að almennir launamenn muni bera kostnaðinn af skuldaleiðréttingum með aukinni skattbirði inn í framtíðina.

Þá hafa flestir ráðherrar Framsóknar farið illa á stað, þó einkum Sigurður Ingi Jóhannsson og Gunnar Bragi Sveinsson.

Eygló Harðardóttir nýtur enn trausts frá kjósendum sem þó stendur ekki á traustum fótum. Forsætisráðherrann er dálítið í felum og hefur skipulagt verkaskiptinguna á þann veg að óþægilegu málin lenda á öðrum ráðherrum. Samt hefur hann þegar gert nokkur alvarleg mistök.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir sinn vana sjó og hefur ekki komið neitt á óvart í sjálfu sér.  Kristján Þór Júlíusson hefur þó verið brokkgengur og hefur sýnt að stutt er í frjálshyggjuna hjá honum.

Illugi Gunnarsson er enn mjög einbeittur og setur fram sína hægri stefnu kinnroða-laust án hiks. Ef hann hefði gamalt valdabaktjald í flokknum væri hann auðvitað formaður flokksins nú.

Hann virðist vera foringjaefni framtíðarinnar í þessum flokki ef fram fer sem horfir. Bjarni fer fram með mikilli varúð og greinilegt er að mörg blindsker eru á hans vegferð. Stelpurnar í ráðherraliði Bjarna eru greinilega til skrauts.

Flokkarnir í stjórnarandstöðu geta sjálfum sér um kennt, þeir gengu mjög sundraðir fram í þessum kosningum. Það má alveg reikna með því, að ef þetta fólk hefðu ekki tvístrast í fjölmörg flokkabrot hefði ríkisstjórnin haldið velli.

Það ættu allir að sjá nú, hversu mikil hörmung það var fyrir allann almenning í landinu, að hleypa hrunflokkunum að stjórnarráðinu á nýjan leik. Þessa daganna er stefnt að því hraðbyri að koma þjóðfélaginu í sama mót og það var 2006.   


mbl.is Ríkisstjórnin með 54% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Nú verð ég seint talinn sjálfstæðismaður en ráðherrarnir úr sjálfstæðisflokknum hafa svona almennt staðið sig bara nokkuð vel meðan framsóknarráðherrarnir bera á borð hvert klúðrið öðru verra fyrir þjóðina.  Hinsvegar eru prinsippmál þessarar ríkisstjórnar afskaplega augljós og fyrirsjáanleg, að vernda og auðstéttir landsins á kostnað samfélagsþjónustu.  Það boðar ekki gott.

Óskar, 1.8.2013 kl. 21:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sé að þú ert 100% sammála mér Óskar

Kristbjörn Árnason, 1.8.2013 kl. 21:20

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hanna Birna ræður ekki við sitt Ráðaneiti..Frmsókaflokkurinn er með slæma durga sem Ráðherra.Finnur Íngólfsson og Stórir Karlar í Skagafirði stjórn Framsók á bak við Tjöldin.Auðmenn sleppa seint tökum á þeim Flokkum sem sitja nú við Völd.Hvorki sú Sjórn sem sat að Völdum síðasta Kjörtímabil eða sú sem tók við í Vor gera ekki neitt fyrir hin vinnandi Almúga Mann...

Vilhjálmur Stefánsson, 1.8.2013 kl. 21:27

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

við erum sammála Vilhjálmur

Kristbjörn Árnason, 1.8.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband