Það er þörf á nýjum aðferðum

  •  Sem yrði örugglega til bóta fyrir skólastarf í grunnskólum landsins, en það er að minnka verulega heimanám nemenda og um leið er nauðsynlegt að breyta skipulagi skólans.
  • .
  • Mjög margir forelldrar hafa ekki forsendur til að kenna börnum sínum í heimanámi.
    .
  • Það myndi einnig létta mjög fjárhagslega birðar foreldra vegna grunnskólans.
    .
  • Nýr menntamálaráðherra  á möguleika á að brjóta í blað að þessu leiti í skólamálum 

 

En það virðist vera grasserandi stór atvinnuvegur í kringum kaup nemenda á hverskyns skólavörum sem eru að mestu leiti óþörf hjá t.d. grunnskólabörnum. Þetta er t.a.m. vandi sem fylgir heimanámi nemenda að mestu og er reyndar algjört skipulagsleysi. 

Helsta einkenni þessa skipulagsleysi er yfirgengilegur töskuburður nemenda strax frá 1. Bekk þar sem börn burðast með allt of stórar töskur á bakinu sem kosta ógrynni fjár. Mér er sagt að slíkar töskur kosti oft á þriðja tug þúsunda. Þá er allt of mikið af óþarfa dóti í þessum töskum.

Með því að draga verulega úr heimanámi myndi þessi mikli töskuburður getað verið úr sögunni. Þ.e.a.s. ef látið væri duga að yngstu nemendur læsu heima en annað nám færi fram í skólanum alfarið og nemendur þyrftu ekki að mæta með skriffæri í skólann og eða skriftarbækur. Allt slíkt væri í skólanum. Þá þarf hver nemandi ekki nema smá tösku fyrir lestrabók og nesti ásamt stöðluðum leikfimisfatnaði. 

Þetta ætti að vera meginreglan allann grunnskólann og nánast allt nám nemenda færi fram í skólanum og væri einnig gætt að íþróttafélögin hirtu ekki allann frítíma barnanna. 

Að sinni ætla ég ekki að ræða um óskapnaðinn varandi framhaldsskólastigið þar sem virðist ríkja veruleg spilling sem bitnar á nemendum. Þar er auðvelt minnka kostnað nemenda verulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér með ólíðandi skólatöskuburð og námsgagna-sölumennsku-ruglið á tölvuöld, og heimanáms-þrældóm grunnskólabarna.

Undarlegt að umboðsmaður barna sjái enga ástæðu til að skipta sér af þessum ólöglega barnaþrældómi.

Illugi Gunnarsson getur ekki verið með skilning á lögum og réttlæti, ef hann lætur þetta viðgangast, og álíka illa skilur umboðsmaður barna nokkurn hlut um réttindi barna, miðað við síðustu fréttir af þeim "umboðsmanni".

Þetta fólk virðist vera úr öllum tengslum við raunveruleikann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.8.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband