Barnaníði er haldið leyndu

 Nokkuð sem fer í berhögg við íslensk lög. 

  • Dæmi um hið mikla yfirþjóðlega og pólitíska vald sem kaþólska hafði um aldir og virðist enn við lýði hjá þessari kirkju víða um lönd.  

Það hlýtur að vera krafa íslenskra lögregluyfirvalda að kaþólska kirkja lúti íslenskum lögum hér á Íslandi. Sem er að þessi rannsóknarnefnd skili yfirvöldum þessumrannsóknargögnum.

 

Það verður síðan íslenskar dómsyfirvalda að taka ákvörðun um hvað gera skuli við gögnin. Einu sinni var páfinn og kaþólska kirkjan yfirboðlegt vald. Það vald nær ekki lengur yfir íslenska þjóð og fulltrúar þessarar kirkju á Íslandi verður að lúta íslenskum lögum og dómstólum. 

  • Breytir þá engu hvað trúarsetningar segja. 

 

Þá er það skýrt í íslenskum lögum, að ef starfandi t.d. prestur á Íslandi verður þess áskynja að brotin hafi verið lög á börnum í þessu landi t.d. með hverskonar ofbeldi skal strax tilkynna slíkt til íslenskra yfirvalda.  Það er ekki í valdi presta að ákvarða það hvort eigi að tilkynna um slíkt.  

  • Breytir þá í engu um,  hvaða trúarbrögðum viðkomandi prestur þjónar.
  • Það breytir heldur engu um í hvaða trúfélag barnið er skráð.

 


mbl.is Tilskipun kaþólskra andstæð lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband