Við erum öll jöfn fyrir Guði,

  • Hann hefur ekki velþóknun á ákveðinni gerð fólks umfram aðra.
  • Það getur enginn keypt sér fyrir fé velþóknun Drottins.
  • Það getur enginn einn aðili haft einkarétt á því að túlka það sem haft er eftir Jesú og heldur enginn ákveðinn hópur manna.
  • Hvað þá hópur fólks sem hefur ákveðið trúboð að féþúfu og notar boðskap sinn og túlkun til að réttlæta eitt og annað t.d. styrjaldir.
  • Þannig réttlæting á manndrápum.
  • Allir eru jafnir gagnvart Guði hvort sem þeir eru rauðhærðir, ljóshærðir, dökkhærðir og hvort sem menn eru dökkir á hörund eða ljósir.
  • Hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir á veraldlega vísu, hvort þeir eru feitir eða grannir.
  • Menntun og eða skólaganga hefur heldur ekki áhrif stöðu hvers og eins gagnvart Guði.
  • Kynhneigð fólks skiptir heldur engu máli og hvergi minnist Jesú í orðum sínum á að slíkt sé einhver meinbugur.
  • Var þó samkynhneigð algeng á tímum Jesú og í hans heimshluta.
Skipulögð innrás Grahams fyritækisins ásamt því peningaflæði sem henni fylgdi hefur mistekist.
 
Við búum við trúfrelsi á Íslandi og frelsi til túlkunar á boðskap Jesú er gefur okkur frelsi til að hafa mismunandi kirkur í landinu og mismunandi trúarsamfélög kristinnar trúar.

Íslendingar vilja ekki miðstýringu t.d. ríkiskirkju á því hvernig skuli túlka boðskap Jesú, hvað sé rétt og hvað rangt. 

 


mbl.is „Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús var gyðingatrúar. Hann tilheyrði ekki íslensku þjóðkirkjunni. Hann var ekki samtímamaður okkar. Og hann var sammála okkur um næstum ekkert. Bæði ég og þú og þessi Graham ættum að pæla meira í því. Jesús kom ekki hingað til að kinka kolli við öllu sem við segjum. Ekki heldur til að klappa okkur á bakið og segja "Sammála!". Hann var hérna til að fá menn til að efast. Til að reyna að gera betur. Til að hætta að pæla í flísinni í auga náungans, hvort sem hann er hommi eða heitir Graham, og hugsa frekar um hvort ekki sé eitthvað athugavert við okkar eigið hjartalag, samvisku eða breytni gagnvart einhverju eða einhverjum. Þeir sem skipta sér óhóflega að öðrum eru með því að sýna og sanna að þeir eru letingjar sem nenna ekki að taka til hjá sjálfum sér. Og það eina sem neinn sér eftir á dauðastundinni er að hafa sleppt því. Þá bjargar manni ekki lengur að vera alla vega ekki hommi, eða vera þó skárri en þessi Graham. Þá er tíminn runninn út, og ekkert hægt að gera í eigin málum meir, til að bæta sjálfan sig. Málfrelsi, tjáningarfrelsi, trúfrelsi...þetta eru allt hlutir sem eru hér til að minna okkur á að eyða ekki okkar stutta og ofurdýrmæta tíma, því dýrmætasta sem við eigum, til að reyna til einskis að hafa áhrif á það sem fer aflögu, að okkar mati, hjá öðru fólki. Heldur að leyfa því að lifa í friði og nota tímann við að laga til hjá okkur sjálfum. Hefur þú fordóma gagnvart einhverjum? Er eitthvað myrkur í þínu hjarta? Þarft þú að bæta fyrir eitthvað? Þykist þú betri en einhver? En einhver hommi? En Graham? Þá sannar það eitt að þú ert kominn það stutt á andlegu þroskabrautinn að þú átt ekki von á góðu, og best að byrja að taka til hjá sjálfum þér. Karmalögmálið verður ekkert voðalega gott við þig ef þú gerir það ekki.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 14:02

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt, að Jesú var ekki kristinn og ég efast um að hann hafi í raun verið Gyðingatrúar þó er sagt að hann hafi verið að hann hafi verið af ætt Davíðs.

Það er rétt að allt það sem hann er sagður haft sagt er skifað af öðrum. Í þeim skrifum er sagt frá verulegu andófi hans gegn ríkjandi trúarsiðum og viðhorfum gyðinga þess tíma.

Eflaust er þín trúarbrögð góð og ég virði það fólk sem aðhyllist þau. Þótt ég þekki þau ekki.

En trúfrelsi á Íslandi gerir öllu fólki kleift að hafa sína trú opinberlega og frelsi til að iðka sína trú og boða.

Takk fyrir innlitið

Kristbjörn Árnason, 29.9.2013 kl. 14:21

3 identicon

Hindúi sagði allt sem ég hefði viljað segja. Mannsandinn í mér fagnar frá dýpstu iðrum við lestur sem þennan.

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 15:03

4 Smámynd: Aztec

Jesús var vissulega gyðingur og var af ætt Davíðs gegnum föður sinn, Jósef. Fjölskylda hans voru það sem kallaðist Essenar, sem héldu til í austurhluta Júdeu í bænum Qumran, þar sem Jesús fæddist og ólst upp. Frumburður Maríu og Jósefs átti að verða konungur gyðinga þegar konungdæmi þeirra yrði að veruleika fram að dómsdegi árið AD 1000, en hvorugt rættist eins og kunnugt er. Það var eilíft stríðsepli varðandi það hver ætti að erfa hásæti Davíðs konungs, Jesús eða yngri bróðir hans vegna þess að Jesús var óskilgetinn, enda kom hann undir áður en foreldrar hans, sem höfðu verið trúlofuð árum saman, náðu að gifta sig, svo að menn skiptust í fylkingar, fylgdu ýmist Jesú eða bróður hans að málum. Íhaldssömustu og siðavönduðustu gyðingarnir afneituðu honum alveg.

Þegar Jesús var orðinn fullorðinn og farinn að gegna trúarlegum embættum, var hann umdeildur vegna þess að hann þótti einum of frjálslyndur fyrir íhaldsama gyðinga og hann braut oft siðvenjur og hefðir með því að leyfa gyðingum sem voru álitnir "goyem" (m.a. óumskornum) að taka þátt í trúarathöfnum eða gegna hlutverkum sem einungis voru ætlaðar ákveðnum útvöldum, t.d. mönnum af ætt Leví. Tvær kraftaverkasögur voru skrifaðar sem yfirvarp (pesher) til að lýsa þessum siðvenjubrotum hans á óbeinan hátt.

Þannig að ef Jesús myndi endurholdgast og vera á ferli í nútímanum, þá myndi hann eflaust vera í mikilli andstöðu við baptista eins og Franklin Graham, sem vilja mismuna þjóðfélagshópum.

Aztec, 29.9.2013 kl. 15:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ættfræði Jesú er nú á öll á reiki. Það eru tvö Gusspjöll sem eru með ættartölur, Mattheus og Lúkas, og vissulega er greinilegur vilji til að tengja við Davíð - en það er svoleiðis langt í frá að ættartölunum beri saman. Það er strax varðandi föður Jóseps og afa Jesú sem mönnum greinir á. Mattheus segir að Jósef hafi verið sonur Jakops en Lúkas fer að tala um einhvern Heli.

Þetta hefur verið skýrt með því að Lúkas sé í raun að rekja ættartölu Maríu en Mattheus ættartölu Jakops - því Jesú var jú sonur Guðs beisiklí.

Það er ekki heil brú í þessum ættartölum. Augljóslega einhver skáldskapur bara því samkv. gamla testamenti átti afkomandi Davíðs að verða messías oþh. einhverntíman í framtíðinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 16:27

6 identicon

Þakka þer Kristbjörn og sem eg er að flestu leiti sammála !......En það sem er rauði þráðurinn og kjarninn i boðskap Krists ...."SA YÐAR SEM SYNDLAUS ER ,KASTI FYRSTA STEININUM " !

Taki svo hver til sin hvað og hvernig,en segir allt sem þarf !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 16:44

7 identicon

Jesús var gyðingur. Hann sagði sjálfur að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið, heldur uppfylla það. Samt var hann ekki hlynntur öfgafullum túlkunum á því. Gyðingdómur var til í ótal útfærslum á þessum tíma, eins og hann er enn í dag. Jesús var á móti sumum kenningunum, þessum sem fóru yfir öll mörk og út í öfgar, sem ekki áttu sér neinar sögulegar rætur einu sinni, en öðrum ekki. Þær kenningar sem hann hafði eitthvað á móti náðu aldrei að festa rætur meðal gyðinga og voru aðeins iðkaðar af minnihlutanum. Fáfræði almennings um Gyðingdóm og ranghugmyndir sem þessar áttu mikið að segja í því að helförin gat átt sér stað.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 16:53

8 identicon

Það eru engar sögulegar hugmyndir önnur en þessi eina, um það að gyðingar hafi nokkurn tíman grýtt neinn til dauða. Og það er stranglega bannað í öllum útfærslum af gyðingdómi. Þannig að ef þetta átti sér stað í alvörunni hefur Jesús verið að horfa upp á sjúka öfgamenn af því tagi sem öll trúarbrögð eiga sér, rétt eins og þegar Lútherska kirkjan var að drekkja einstæðum mæðrum í Drekkingarhyl hérna á Íslandi og brenna menn á báli. Það þýðir ekki að slíkt hafi verið samkvæmt Lútherskum sið eins og hann er samkvæmt sínum upprunalegu kenningum, né að slík hegðun varpi einhverju ljósi á trúarlíf íslensku þjóðarinnar, menningu hennar og siði. Öfgar hafa alls staðar átt sér stað. Það dæmi sem talað er um í Nýja testamentinu eru engar aðrar heimildir um, og engar heimildir um sambærileg dæmi, svo það hefur ekki verið "siður" með rætur, heldur verk öfgamanna.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 16:56

9 identicon

Að Jesús hafi verið Esseni er samsæriskenning, þó áhugaverð sé. Esssenar voru gyðingar. Það hefur engin þjóð hlutfallslega jafn mikla fjölbreytni í sínum trúarbrögðum og gyðingar, en Gyðingdómur er og hefur alltaf verið, til í nánast jafn mörgum útfærslum og stærstu trúarbrögð heims, þó gyðingar séu aðeins lítil þjóð að stærð, þó við teldum þá alla saman í eitt hvar sem þeir búa á hnettinum. Að Jesús hafi látið heiðna menn taka þátt í helgiathöfnum eru engar heimildir um, hvorki í Nýja testamentinu né Apókrafíu guðspjöllunum. Hann hjálpaði þeim sumum ef þeir báðu um það, en það var alveg leyft. Gyðingdómur leyfir hverjum sem er að taka þátt í sínum athöfnum, svo lengi sem þeir gerist gyðingar, en líta svo á þess sé engin nauðsyn, né neitt sérstakt að græða á, fyrir aðra menn, og þeir trúa á guðlegt hlutverk fjölbreytninnar og ólíkrar menningar, og boða því ekki trú sína.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 17:01

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, skrsetjarar guðspjallanna vilja augljóslega meina að Jesú hafi verið gyðingur. Samhengið sem skrásetjarar sögunnar um Jesú setja hana er augljóslega tengslin við spádóma Gamla Testamenntis um messías.

Við verðum bara að sætta okkur við að ákaflega fátt, ef nokkuð, sem hönd er á festandi er til um þennan meinta Jesú. Og allra síst getum við treyst einhverjum ættartölum sem ber ekki á nokkurn hátt saman einu sinni.

Það hvort Jesú var frjálslyndur eða ekki - að það er í raun líka túlkunaratriði. Það er alveg hægt að finna kafla sem svo virðist sem hann vildi fylgja ströngum reglum. Þetta er bara allt á reiki. Og vel hugsanlegt er að sögurnar séu að miklu eða öllu leiti hálfgerður skáldskapur eða svona trúarlegar dæmi- og táknsögur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 17:05

11 identicon

Trúboð meðal heiðingja byrjaði fyrst eftir dauða Jesús, og hans nánustu samstarfsmenn og vini klufu sig frá þeirri hreyfingu sem vildi taka upp trúboð, en þeirri hreyfingu var eingöngu stírt af fólki sem ekki hafði þekkt Jesús persónulega meðan hann lifði. Jesús sjálfur tók fram að hann væri eingöngu kominn til síns fólks. Hann sagðist að vísu líka eiga aðra sauði, í annarri hjörð. Hver hún er kemur ekki fram, og hann útskírði það aldrei. Samkvæmt nýja testamentinu birtist hann eftir dauðann, ef þú villt trúa því, og bað um að trú sín yrði boðuð um allan heim. Fræðimenn almennt trúa ekki að þessi atburður hafi í raun átt sér stað, heldur sé réttlæting á trúboði til heiðingja. Aldrei talaði hann um að allt mannkynið væri sínir sauðir eða að orð hans ættu erindi við alla.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 17:05

12 identicon

Þeir sem ekki voru gyðingar voru aðeins lítill minnihluti meðal Ísraelsmanna, og eins og viðhorfin voru þá er óhugsandi að svo margir gyðingar hefðu fylgt honum í jafn alvarlegum málum hefði hann ekki verið það sjálfur. En sagnfræðilegar heimildir um frumkirkjunna sýna að þetta voru mest gyðingar sem trúðu honum þarna í byrjun, og það eru enn til gyðinglegir fylgjendur Krists með rætur allt til þessa tíma. Að draga Gyðingdóm Jesús í efa er eitthvað sem enginn sagnfræðingur hefur fengist við, en fjölmargir nazistar og aðrir í rasískum hugleiðingum og flestar kenningar um slíkt er runnar undan þeirra rifjum. Samkvæmt Gyðingdómi ertu gyðingur ef móðir þín er það, ættfræðilega séð, eins og yfir 95% íbúa Ísraels voru á þessum tíma. Það breytir engu hvort móðir þín iðki trú Essena, sem eingöngu Gyðingar gerðu meðan hún var uppi, og jafnvel ekki þó hún hefði gerst harðlínu jíhadisti eða gengið til liðs við Vísindakirkjuna. Ef langalangalangalangalangamma þín aftur til ársins 515 var gyðingur, og þú getur sannað það á pappír, ertu það mikill gyðingur í augum gyðinga að þú mátt flytja til Ísraels og þarft aldrei að taka trúnna.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 17:09

13 identicon

Hver faðir þinn er skiptir engu máli, og gerði ekki heldur á þessum tímum. Engu máli. Ef faðir þinn væri gerður á tilraunastofu úr dna Osama Bin Ladens, Hitlers og sjálfsmorðsárásarmanns sem hefði drepið 400 Ísraela, og móðir þín væri gyðingur, að vísu rammkaþólskur og móðir hennar líka og amma, en ekki langamman, þá ertu 100% gyðingur í augum gyðinga. Það miklu máli skiptir móðirin, og það litlu faðirinn. Þetta var eins á tímum Jesús. Nauðganir voru tíðar, afþví gyðingar voru oftar en ekki aðþrengdur minnihlutahópur, líka í eldgamladaga, og hernumdir jafnvel þeir sem bjuggu í eigin landi. Mannfræðingar telja því trúnna vera setta svona saman til að tryggja að ekki væri mismunað gegn afsprengjum slíks harmleiks.

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 17:20

14 Smámynd: Aztec

Ómar Bjarki, faðir Jósefs gekk undir tveimur nöfnum, bæði Jakob og Heli. Það var mjög algengt í þessu samfélagi að þekktir menn tækju sér nöfn og titla eftir þörfum. Þetta er auðvitað ruglingslegt fyrir utanaðkomandi.

Hindúi, Jesús birtist ekki eftir dauðann, það er goðsögn. Hann dó ekki á krossinum, en lifði krossfestinguna af. Pílatus vissi það ekki, en nánustu vinir Jesú færðu hann af krossinum og í einn af hellunum á þessu svæði og Símon gerði að sárum hans. Jesús fór síðan burt úr hellinum eftir fáeina daga. Þegar hann svo birtist sumum lærisveinunum síðar, þá var hann sprellifandi.

Nýja Testamentið er ekki sönn frásög af ævi Jesú, langt frá því. Í NT er ekki heil brú, því að allt kapp er lagt á að gera Jesú yfirnáttúrulegan, sem hann var ekki. Lýsingar í NT eru ofureinfaldaðar lýsingar á gríðarlega flóknu trúarsamfélagi, þar sem þeir sem völdu og höfnuðu ritum sem átti að fara í biblíuna skildu ekki, frekar en rómversku landstjórarnir, að frásagnir af nafngreindu fólki, prestum og trúboðum voru skrifaðar á táknrænu máli, þar sem bæði manneskjur og staðir voru uppnefndir. Þessar uppnefningar, svo og dæmisögurnar og kraftaverkasögurnar hafa verið misskildar herfilega, enda voru þær til þess fallnar að breiða yfir raunverulega, hversdagslega atburði. Það voru í raun engin kraftaverk, enginn reis upp frá dauðum, enginn heilagur andi, engir yfirnáttúrulegir englar, enginn djöfull, engin meyfæðing. Júdas kyssti aldrei Jesú, enda er sú frásögn bjánalegur tilbúningur, en hann sveik hann vissulega sem og aðra. Júdas hengdi sig ekki, heldur var honum kastað í dauðann fram af kletti.

Aðeins með því að kynna sér hvað raunverulega gerðist frá því um 168 BC - AD 74 fæst skilningur á þessum óskiljanlegu skrifum í biblíunni. Nýja Testamentið er í sjálfu sér goðsögn byggð á misskilningi. Þeir sem virkilega vilja kynnast manninum Jesú, ættu að leita sannleikans í stað þess að trúa bókstaflega því sem stendur í Nýja Testamentinu. Því að sannleikurinn mun gera yður frjálsa.

Aztec, 29.9.2013 kl. 17:48

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aztec, geturðu vísað í heimildir um að pabbi Jósefs hafi gengið undir tveimur nöfnum, Jakob og Heli? Eða er þetta eitthvað þér datt í dug si sona.

Auk þessa ber ættartölunni ekki saman að öðru leiti. Tölunum ber ekki einu sinni saman um í gegnum hvað son Davíðs tengslin við Jesú eiga að vera. Mattheus segir Salamon sem er vel þekktur en Lúkas nefnir til sögunnar Nathan sem er lítt þekktur en þó nefndur í Gamla testamenti.

Svona er þetta alltsaman. Það er alveg með ólíkindum hve margir eiga enn erfitt með að viðurkenna að ákaflega langsótt og vafasamt er að fara að taka orð guðspjallana bókstaflega. Og hvað þá að þar sé um einhver bókstaflegan sannleik að ræða - afnvel skrifaðan af guði.

Í ljósi ofansagðs er auðvitað afskaplegasérkennilegt að tvær útgáfur guðspjallana eru með ættartölur og tilgangurinn er augljóslega að tengja við Davíð til að uppfylla messíasarþema GT. Og þeim tölum ber á engan hátt saman.

Í öllum venjulegum tilfellum nægði þetta til að menn færu að hugsa útí - hvort það ætti kannski ekki að taka guðspjöllin svo bókstaflega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 18:53

16 Smámynd: Aztec

"Aztec, geturðu vísað í heimildir um að pabbi Jósefs hafi gengið undir tveimur nöfnum, Jakob og Heli? Eða er þetta eitthvað þér datt í dug si sona."

Já, það get ég. Gefðu mér 10 mínútum meðan ég fletti upp í bókinni góðu.

Aztec, 29.9.2013 kl. 19:02

17 Smámynd: Aztec

Heimild: Dr. Barbara Thiering: Jesus the Man, edition 1992: Bls. 40, 81 og 487.

Bls. 40: "The descendant of David who was willing to cooperate with Herod's plan at this time was a man called Heli. Two generations later, he would have a grandson: Jesus.

Heli was descended from Nathan, a younger son of king David. The true geneacology of Jesus is that set out in Luke's gospel. In Matthew's gospel, Heli's line is grafted into the royal line running through Solomon, Heli now being called "Jacob", his title as a patriarch. This explains why Joseph, the father of Jesus, has a father called Heli in one list and Jacob in the other".

Þessi konungalína (frá Davíð) og staða einstaklinga sem voru afkomendur Davíðs (Jakob/Heli var afkomandi í 40. lið) er vandlega útskýrð á bls. 486 í þeirri bók ásamt ýtarlegum tilvísunum í rit biblíunnar (Dauðahafsrullurnar). Á bls. 81 er sagt frá því, að Heli er fyrirmyndin að eldri bróðurnum í dæmisögunni um glataða soninn.

Þannig að Jakob er nafn sem Heli tók samhliða titlinum á sama hátt og nýkjörinn páfi tekur sér annað nafn.

Aztec, 29.9.2013 kl. 19:26

18 identicon

Og hvar myndi maður ganga í þína kirkju?

Hindúi (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 21:42

19 Smámynd: Aztec

Við þurfum enga sérstaka kirkju eða hof. Við þörfnust hvorki bæna né guðs. Sjálft lífið er okkar kirkja.

Aztec, 29.9.2013 kl. 22:00

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aztec, sjáðu til, þetta er bara einhver fantasía úr þessari Barböru Thiering. Hún hefur ekkert til að byggja á og þetta er einhver vonlausasta tilraun til að fixa þetta einhvernvegin til og frá.

En ok. gefum okkur að Heli hafi verið kallaður Jakop - að hvort var hann þá afkomandi Salamons eða Nathans samkv. Barböru?

Það er auðvitað ekki heil brú í þessu.

Trúu mér, eg er búinn að rannsaka Biblíu alveg nóg, og allir sem fara að grípa í eitthvert svona hálmstrá til að fixa þetta og hitt saman í Biblíuni - þ.e.a.s. til að láta allt einhvernvegin meika sens - það er dæmt til að enda í villigötum og hugsanastoppi.

Þú verður að hugsa Guðsspjöllin þannig, að þau eru skrifuð á mismundandi tíma og taka mið af þeim aðstæðum sem þau eru skrifuð í hverju sinni.

Ennfremur sem Guðsspjöllin eins og við þekkjum þau eru skrifuð útfrá einhverri fyrirmynd sem alveg óvíst er hvernig leit út o.s.frv.

Það hve þau eru misvísandi hafa ólíka nálgun - þýðir auðvitað bara að algjörlega fráleitt er að ætla að finna endanlegann sannleika um einhver mann sem á að hafa heitið Jesú og hvað þá að vitað sé um forfeður hans alla leið til Davíðs. Algjörlega fráleitt.

Allt ofansagt breitir því ekkert að boðskapurinn í Guðsspjöllunum og sumt sem skrifarar láta Jesú segja og gera - það er dáldið merkilegt stundum og hið áhugaverðasta heimspekilega séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 22:01

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ja hérna, hugmyndaflugið í þessum félögum!

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.9.2013 kl. 22:23

22 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég þakka ykkur fyrir allan þennan fróðleik, hér hefur ýmsu verið haldið fram sem ég hef aldrei heyrt um og skiptir mig engu máli í sjálfu sér.

Það er boðskapurinn sem öllu máli skiptir og á hann trúi ég. Þá trúi ég á upprisuboð-skapinn er menn taka skírn og lifa samkvæmt boðskap Krists.

Jesú var sagður af ætt Davíðs. Hverjir sögðu það jú það voru einhverjir menn og hvernig getum við í nútímanum verið vissir um að þeir hafi verið trúverðugir?

En þegar það koma stórir kallar sem segja okkur að þeir hafi meira vit á boðskap Jesú en við þessir sauðsvörtu íslendingar fer ég í vörn og set upp varnir. Sérstaklega þó þegar þeir vilja draga menn í einhverja dilka í þessum efnum.

Þessir aðilar eru með milljarða stóriðju þar sem þeir standa fyrir fjöldamúgsefjunum heima hjá sér og víða um heiminn með fjöldaframleiðslu á hvers kyns fullyrðingum sem þeir hafa enga möguleika til að vita hvort eru réttar.

Það er sjálfur boðskapur Jesú sem máli skiptir, allt annað er hjóm eitt.

Kristbjörn Árnason, 29.9.2013 kl. 22:24

23 Smámynd: Aztec

"Aztec, sjáðu til, þetta er bara einhver fantasía úr þessari Barböru Thiering. Hún hefur ekkert til að byggja á ..."

Þetta er endemis bull í þér, Ómar. Barbara Thiering hefur fleiri hundruð síður af heimildum sem hún vitnar í, helmingurinn af bókinni, um 300 bls. eru heimildir. Hvaða heimildir hefur þú? Engar. Hvaða heimildir hafa þjóðkirkjuprestarnir? Engar. Barbara Thiering er biblíufræðingur sem hefur rannsakað skjöl biblíunnar í 20 ár og túlkað þau rétt. Hvað hefur þú gert, Ómar? Einungis gasprað út í bláinn eins og blaðra fyllt með heitu lofti. Það er meira að marka Barböru Thiering en alla guðfræðingana sem gleypa Nýja Testamentið hrátt án þess að hugsa út í allar rökleysurnar og fantasíuna í NT, án þess að hugsa út í það hvað raunverulega gerðist.

Nýja Testamentið sjálft er ekki áreiðanleg heimild, því að af samtímaheimildum sem hafa fundizt frá þessum tíma hefur sumt verið tekið og öðru hafnað einungis til að gera Jesú að yfirnáttúrlegri veru, sem hann var ekki. Nýja Testamentið, dæmisögurnar og kraftaverkasögurnar eru skrifaðar fyrir auðtrúa fólk, meðan raunveruleikinn var allt annar. Eins og Barbara Thiering hefur svo rækilega sýnt fram á.

Aztec, 29.9.2013 kl. 22:46

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha. það þýðir ekkert að vera svona reiður þó ég hafi auðveldlega bent þér á fantasíeðli fullyrðinga þinna. Þessi aðferðarfræði hjá þér er í raun alveg jafngild því að þér hafi dottið þetta í hug si sona.

En þá er það bara frá og ekkert meira um að segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2013 kl. 23:55

25 Smámynd: Aztec

Ómar: Það er engin reiði af okkar hálfu, einungis ábendingar um að þú hefur rangt fyrir þér eins og endranær, enda geturðu ekki sýnt fram á neitt sem styður þitt mál. Að kasta fram einhverjum fullyrðingum eins og þú gerir án þess að geta stutt það á neinn hátt, gerir þig sérstaklega ótrúverðugan. Þú ert skóladæmi um mann, sem hefur einstaklega vondan málstað.

Til að upplýsa þig, þá hefur engum tekizt að hrekja neitt af því sem stendur í bók Barböru Thiering. Margir guðfræðingar hafa reynt að koma með einhver mótrök, en án árangurs.

Við lýsum eftir verðugri andstæðingi í þessari umræðu.

Aztec, 30.9.2013 kl. 00:19

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aztec, þessi tilvitnun þín í Thiering vekur upp margar spurningar - eins og t.d. það hvaðan hún hafi heimildir fyrir því sem hún fullyrðir: Að Herod hafi haft einhverja áætlun, að hann hafi ráðið mann að nafni Heli til verka, og að þessi Heli hafi verið afi Jesú þess sem guðspjöllin segja frá (til aðgreiningar frá öllum hinum sem hétu Jesú á þessum tímum).

Mér sýnist Thiering vera ein af fjölmörgum sem hefur reynt "pesher" aðferðina til að skyggnast undir yfirborð Guðspjallanna, en mér sýnist niðurstaða hennar vera mjög svo ævintýraleg. Það er auðvitað virðingarvert hjá henni að líta til Dauðahafshandritanna, þau eru vissulega samtímaheimild (ef maður tekur tímabilið frá valdatöku Hasmonea til dauða Bar Kokhba) en afskaplega erfið túlkunarfræðilega séð.

Guðspjöllin eru auðvitað einskis virði sem sagnfræðilegar heimildir og segja okkur ekkert haldbært um hugsanlegan Jesú frá Nazaret, alla vega ekki á "yfirborðinu". Guðspjöllin eru trúlega skrifuð miklu seinna en menn vilja oftast halda fram, jafnvel ekki fyrr en í byrjun 2. aldar. Dauðahafshandritin eru talsvert eldri, þau eru öll skrifuð fyrir 70 og flest trúlega eitt til tvöhundruð árum fyrr. Það er einnig nokkuð augljóst að þau eru ekki skrifuð af einum sértrúarhópi, heldur minnst tveimur, auk þess að innihalda mikið af "hefðbundnum" Gyðinglegum ritum. Sífellt fleiri fallast á þá skoðun, vel rökstudd af nýlegum fornleifarannsóknum, að Dauðahafshandritin eigi uppruna í Jerúsalem og hafi verið falin af flóttamönnum í stríðinu 66-73.

Að Jesú (ef hann var til) hafi verið gyðingur og gyðingatrúar er hafið yfir allan efa, út frá hefðbundinni trúfræði og sagnfræði. Það er ekki fyrr en 100 árum eftir dauða hans að kristnir skilja sig frá gyðingum, þ.e. að flestir kristnir gyðingar hætta að vera gyðingar. Enn liðu þó margar aldir áður en síðustu kristnu gyðingarnir hurfu með öllu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 30.9.2013 kl. 09:32

27 Smámynd: Aztec

Já, það er rétt, Brynjólfur, bæði Jesús og fólkið kringum hann voru gyðingar og fjöldinn af þeim tengdust trúarhópum sem bæði iðkuðu trú sína og voru í trúboðum í Egyptalandi, Sýrlandi, Litlu-Asíu, Kýpur, Hellas og Róm. Þessir gyðingar skiptust í fylkingar, ekki aðeins vegna fjölskyldubanda, heldur aðallega vegna viðhorfa þeirra og trúskapar við trúarlega og veraldlegra embættismenn. Þeir sem síðar skildu sig frá strangtrúuðum gyðingum með "austræn" viðhorf voru þeir sem höfðu litið til vesturs og voru að einhverju leyti frjálslyndari hvað varðar samneyti við aðra og sem síðar settust að í Róm og sem voru síðar (um AD 64) ofsóttir af rómverskum yfirvöldum. Skv. sögubókum þá er yfirleitt talað um kristna menn í Róm, þótt þeir (Pétur, Páll, Jesús o.fl.) hafi verið gyðingar. 

Síðan er margt í bók Thierings sem ekki er útskýrt í Nýja Testamentinu. Fólk sem er látið lesa NT getur annað hvort tekið það sem sannleik og ekkert frekar hugsað út í það eða verið gagnrýnið og spurt hvernig? og hvers vegna? þegar upp koma atriði sem ekki hanga saman. Aðallega vegna þess að þeir sem settu Nýja Testamentið saman löngu síðar voru ekkert að pæla í því, enda var óupplýstum lýðnum gegnum myrkustu miðaldir og langt fram á 20. öldinni gert að trúa þessu möglunarlaust án þess að láta rökhugsun þvælast fyrir.

Eitt atriði er tímatalið, enda fleira en eitt í gangi. Það kemur í ljós, að gyðingar byrjuðu nýtt tímatal árið 3941 frá sköpun jarðar skv. gyðingatrú, sem skv. júlíanska tímatalinu varð þá árið 0 eða 1. Jesús fæddist hins vegar 7 árum fyrr, eða skv. okkar tímatali árið 7 BC, í marzmánuði, en ekki í desember árið 0. Þetta tæplega 1000 ára tímabil átti að verða síðasta þúsöldin í sögu jarðar skv. spádómum, sem ekki rættust eins og kunnugt er. Þannig að árið núll er ekki vegna fæðingar Jesú, heldur vegna niðurtalningar til dómsdags. Meðan á þessu tímabili stóð, átti guðsríki að koma til jarðarinnar, "heimsveldi" gyðinga bæði í Palestínu og umliggjandi löndum, og Jesús og afkomendur hans áttu að ríkja sem konungar og halda þannig áfram konunglegri línu Davíðs, enda var Jesús oft titlaður konungur. Síðan um árið AD 1000 átti heimsendir að verða og öllum guðhræddum mönnum vera bjargað.

Annað mikilvægt atriði var, að Jesús var ekki ákærður vegna þess að hann kallaði sig konung, það truflaði ekki Rómverjana, heldur var hann sakaður um falsspámennsku eftir að spádómar um teikn frá himnum rættust ekki. Hins vegar vegna þess að hann var friðarsinni og þótti ekki vera nein hótun við rómversk yfirráð í Palestínu, var Pílatus ekki á því að dæma hann til dauða. En hann var svikinn bæði af Júdas, Annas og fleirum í valdabaráttu um að halda stuðningi eða fá stuðning frá Pílatusi. Þessir 30 silfurpeningar til Júdasar voru ekki einu greiðslurnar sem komu við sögu, heldur gengu mútugreiðslur á víxl, sá sem gat mútað Pílatusi gat fengið einn eða tvo ákærða lausa (Jesús var ekki sá eini sam var ákærður við þetta tækifæri, heldur líka Júdas, Símon og Barabbas).

Og margt annað. Nýja Testamentið "doesn't make sense" fyrr en maður er búinn að kynna sér hvað raunverulega gerðist, hvernig og hvers vegna.

Aztec, 30.9.2013 kl. 13:31

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við erum öll jöfn fyrir Guði. Enda skapaði Guð okkur öll eins og við erum.

Ég velti fyrir mér hvort Jesús gráti ekki blóðtárum, yfir að einhver sé að prédika boðskap hans, og auglýsti þann boðskap á þann hátt, að hann sé að vinna Ísland fyrir Jesú? Hvenær bað Jesús um það?

Gagnrýni óskast á þessa athugasemd mína, með réttlátum rökum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2013 kl. 16:42

29 identicon

Gyðingar segja að enginn geti "hætt" að vera gyðingur. Mögulega fjórðungur Portúgala, sirka einn tíundi Suður Ítala og fjöldi Spánverja og Portúgala er gyðingar. Það er líka fullt af ungu fólki frá Póllandi og öðrum Austur Evrópulöndum, sumt af því kannski að vinna á kassanum í Hagkaup, sem er gyðingar og hefur bara ekki hugmynd um það. Í Afríku er fullt af gyðingum líka. Vinsælar gamlar samsæriskenningar segja að Bretar, Danir og Íslendingar séu það, en þær hafa aldrei verið sannaðar. Englendingar lögðu mikinn trúnað á svoleiðis kenningar lengi. Gyðingdómur erfist í beinan kvelegg. En ef einhver veit meira en allir rabbíar í heiminum og ættir heimsmet í gyðinglegri trúrækni er hann samt enginn gyðingur samkvæmt Gyðingdómi, nema hafa látið vígja sig, eða hvað þeir kalla það. Gyðingdómur er því ekki "trúarbrögð", heldur eitthvað sem hægt er að eiga hlutdeild í án þess að trúa. Nazistar sömu skilgreningu. Það voru myrtir kaþólskar nunnur og munkar í útrýmingarbúðum nazista, og kaþólskir prestar sem aldrei höfðu gefið ætterni sínu gaum, og dauðasökin var sögð sú að vera gyðingur.

Víðir (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 17:16

30 Smámynd: Aztec

Víðir, en hvað með Adolf Hitler? Var hann ekki 1/8 gyðingur skv. ýtarlegum rannsóknum á erfðefni skyldmenna hans? Þá hefði hann aldrei átt að getað orðið meðlimur að DNSP.

Aztec, 30.9.2013 kl. 18:21

31 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guð almátturgur skapaði Hitler og Stalín líka. En eitthvað í mannanna verkum orsakaði þessa bilun á sköpunarverki almættisins, sem raun ber vitni.

Munurinn á Hitler og Stalín var meðal annars sá, að Hitler drap sjálfan sig um leið og fjölskylduna, til að forða þeim frá pyntingum og hefndaraftökunum, en Stalín drap einungis fjölskyldu sína, og ekki sjálfan sig. Stalín var líklega enn verri skepna í mannsmynd, heldur en Hitler.

Allir ólíkir eru sköpunarverk almættisins. Ekki hef ég heyrt um neinn jarðneskan listamann sem gæti skapað á sama hátt, og sá sem skapar allar verur í upphafi. Þó á heimurinn mikið af afburðargóðu og dýrmætu listafólki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2013 kl. 00:11

32 identicon

Rannsóknir á erfðaefnis Hitlers sýndu einungis að líklegt væri hann hefði gyðinglegar sem og afrískar rætur. Væri þá blökkmaður, ekki Mári. Þær fullyrtu ekkert um það. Ekki heldur að hvaða magni hann ætti þá að vera með gyðinglegt dna. Þessi tala 1/8 er fengin úr óstaðfestri þjóðsögu, sem þessi rannsókn sem slík studdi ekki. Hitler fannst ekki með óvéfengjanlegt dna afþví tagi sem Levítar hafa upp að vissu marki, og sérstaklega þó Cohen ættbálkurinn bera með sér. Þetta venjulega "Ísraelíta" dna, sem allir gyðingar í heiminum hafa, er of líkt vissum öðrum þjóðum til að hægt sé að fullyrða neitt með 100% vissu, sérstaklega hjá þeim sem bera það í svona litlu magni. Það hafa þó fundist undantekningar á þessu, meðal Palestínumanna sem eru of líkir gyðingum, og of ólíkir venjulegum aröbum, erfðafræðilega til að neinn vafi sé á þeir séu afkomendur gyðinga. Fjöldi Palestínumanna er í raun gyðingar sem gengu af trúnni. Þeir vita það yfirleitt sjálfir, og margar fjölskyldur í Palestínu stunda gyðingatrú, á laun þá auðvitað, af ótta við nágranna sína, en í sjálfstæðri Palestínu framtíðarinnar verður gyðingum bannað með lögum að búa, samkvæmt yfirlýsingum allra heilsu leiðtoga. Þá á þetta fólk ekki von á góðu

info (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 01:10

33 identicon

Villandi orðalag hjá mér, óvart, þegar ég segi að Palestínumenn af gyðinglegum uppruna hafa gengið af trúnni. Þeir gerðu það ekki beinlínis, það er að segja af frjálsum vilja, heldur fengu að velja milli sverðsins eða Islam, og völdu Islam, frekar en dauðann. Þetta var yfirleitt bændafólk með óvenju sterk tengsl við landið, sem kaus þetta frekar en að flýja. Sumir segja því að í Ísrael búi tvær gyðingaþjóðir. Sú sem elskaði trúnna/menninguna umfram allt, og hraktist því í burtu annars vegar, og hins vegar sú sem elskaði landið meira en trúnna og varð kyrr, og er að finna víða meðal Palestínumanna, þó flestir Palestínumenn hafi styttri rætur í landinu. Af svipuðum ástæðum býr fullt af fólki um alla Suður Evrópu sem er í raun gyðingar. Kaþólska kirkjan þjarmaði það að forfeðrum þeirra. Fólk af þessu tagi, kallað Crypto gyðingar, býr víða um miðausturlönd í litlum hópum.

info (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 01:17

34 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aztec, mér sýnist þú taka allt of mikið mark á því sem stendur í NT - þar er allt meira og minna uppspuni og allar tilraunir til að finna "raunverulega atburði" í þeirri samsuðu eru dæmdar til að misheppnast.

Varðandi fylkingar gyðinga á 1. öld þá voru þær tvær meginfylkingar, saddúkear og farisear, en einnig mikill fjöldi annarra. Jósefus sagnaritari lýsir þessu öllu mjög vel, hann er í raun eina heimild okkar um hvað gerðist í Júdeu á þessum tíma (Fíló frá Alexandríu er eldri samtímamaður, en skrifar ekki mikla sagnfræði). Það er mjög erfitt að segja að önnur megin fylkingin hafi verið "frjálslyndari" en hin, farísear voru alþýðlegri en líka strangtrúaðri og vildu gera lítið úr hlutverki musterisins. Saddúkear voru frjálslyndari í trúarskoðunum, en fastheldnir á hlutverk musterisins. Hvort Rómarveldi var eitthvað "frjálslyndari" en aðrir heimshlutar á þessum tíma get ég ekki sagt, ég held að það sé mjög varasamt að draga slíkar ályktanir. Rómverska heimsveldið var einræðisríki stutt af óheftu vopnavaldi, en menn höfðu ekki enn fattað að trúfrelsi drægi undan einræði.

Varðandi tímatal þá var verulega mikill ruglingur í því. Hefðin var sú að miða við stjórnarár konunga, keisara og konsúla. Það gat því verið afskaplega erfitt fyrir menn að vita nákvæmlega hvenær hvað gerðist í fortíðinni, jafnvel nokkra áratugi aftur í tímann. Það er með öllu óljóst hvort misnah dagatalið hafi verið í notkun á þessum tíma, en í Dauðahafshandritunum er talað um sólar-dagatal. Flestir sagnfræðingar telja þó að hið opinbera trúarlega dagatal á tímum síðari musteris hafi verið tungl-dagatal með reglulegum leiðréttingum.

Dagatal er þó ekki það sama og að telja árin, eins og við gerum, miðað við einn ákveðinn upphafspunkt. Dagatöl þessa tíma snérust um að dagsetja hátíðisdaga innan ársins, t.d. páska. þetta gerir misnah dagatalið líka, en það miðar einnig við sköpun heims sem upphafsár, t.d. er 2013 árið 5773 samkvæmt misnah. En eins og áður sagði eru engar heimildir fyrir því að þetta dagatal hafi verið í notkkun á fyrstu öld.

Langtíma spádómar gyðinga á þessum tíma snérust allir um það sem segir í Daníelsbók um 70 vikur áður en messías kemur (eins og flestir túlkuðu það). Hver vika var talin 7 ár, 70x7 = 490 ár. Margir miðuðu síðan við eyðileggingu musterisins af hendi Babýlóníumanna árið 587 f.v.t sem upphafspunkti en langflestir vissu ekki í raun hvaða ár það var. Samkvæmt spádómnum átti messías að koma á síðustu vikunni og gera sáttmála fyrir hönd margra, og um miðja vikuna átti hann að stöðva fórnarathafnir.

Kristnir sem og gyðingar nota Daníel mjög mikið, og NT notar hann greinilega einnig, en eftirá: Þeir telja afturábak frá eyðingu musterisins árið 70 og staðsetja fæðingu Jesú árið 1 (árið 0 hefur aldrei verið til) og dauða hans (síðustu fórnina) á miðju tímabilinu. En höfundar NT voru ekki sleipari en svo í tímatali þess tíma að annar þeirra setur fæðinguna árið 6 eða 7 e.v.t og hinn fyrir árið 4 f.v.t., eða með 10-11 ára millibili.

Það er þó alveg ljóst að það er eyðilegging musterisins sem miðað er við, ásamt spádómum Daníels: Reiknað er til baka 70 ár frá eyðingu musterisins.

Ritunartími elsta guðspjallsins er eftir árið 70 samkvæmt hefðinni, einfaldlega af því að það nefnir eyðingu musterisins það ár. Sumir hafa reynt að færa það niður til 66 eða 68 (eftir að stríðið hófst hafi menn séð fyrir eyðinguna), en í raun eru engar heimildir fyrir ritunartíma aðrar en að á síðari hluta annarrar aldar var búið að skrifa guðspjöllin. Allar getgátur um ritunartíma (68 eða 70 fyrir Markús og 90 fyrir Jóhannes, hin þar á milli) eru hreinar getgátur án nokkurs sagnfræðilegs grunns. Fyrsta örugga heimildin fyrir tilveru guðspjalls er um 150, og það er Lúkas.

Sterkasta innri vísbendingin um ritunartíma guðspjallanna er reyndar að þau nefna nánast aldrei musterið - en þó var eyðing þess árið 70 einhver stærsti atburður í gyðingdómi nokkurn tíma og vonir stóðu til um endurreisn þess alveg fram til loka Bar Kokhba uppreisnarinnar 135. En í NT er musterið algjörlega hunsað sem eitthvað sem skiptir mál í samtíma höfunda, nokkuð sem í raun útilokar ritunartíma fyrstu áratugina eftir eyðinguna. Líklegasti ritunartími er á fyrri hluta annarrar aldar, jafnvel endanlegar útgáfur ekki fyrr en kringum Bar Kokhba (135) og Marcion (um 150 - fyrsta örugga tilvist guðspjalls, Lúkasarguðspjall).

Allar tilraunir til að búa til einhverja "sagnfræði" úr því sem stendur í NT eru dæmdar til að mistakast, höfundar skrifa löngu eftir meinta atburði og eru trúlega að skálda stóra hluta verka sinna.

Brynjólfur Þorvarðsson, 1.10.2013 kl. 07:03

35 Smámynd: Aztec

Takk fyrir þessar upplýsingar, Brynjólfur. Þær renna að vísu stoðum undir það sem við höfum skrifað, þ.e. að ekki sé hægt að taka þessi rit bókstaflega. Hins vegar hlýtur að hafa legið eitthvað að baki þessum skrifum, sem voru gerð nokkrum áratugum eftir atburðina af þessum postulum í samvinnu við Jesú, þótt sjálft Testamentið hafi ekki verið ritstýrt fyrr en löngu síðar eftir geðþótta Rómarkirkjunnar.

Það þykir ólíklegt, að skáldsagnahefð hafi verið mjög útbreidd á þessum tíma, þótt öllum atburðum hafi verið lýst sem eitthvað yfirnáttúrlegum af þeim sem vildu trúa á þetta væntanlega guðsríki gyðinga og komu Messíasar. Þar er hægt að bera saman við eitthvað nærri okkur, t.d. Íslendingasögurnar. Það er öruggt að eitthvað af þessu fólki var til, en öll smáatriði og samræður er auðvitað skáldskapur til að fólk nenni að lesa þessar sögur, sem annars yrðu eins og nafnarunan úr 1. Mósebók.

Eða eins og ævisögur fólks úr sveitinni, sem segist hafa upplifað huldufólk og furðudýr. Þegar skyggnzt hefur verið á bak við þessar frásagnir, þá er hægt að vinza raunveruleika frá ímyndun/draumum/ofskynjunum, en ekki fyrr en þekking á högum og viðhorfum fólks fyrr á öldum hefur verið athuguð. Varðandi huldufólk og furðudýr t.d. var það bara fólk sem trúði á þetta sem sá það, þeir sem efuðust sáu annað hvort ekki neitt eða sáu hvernig í þessu lá. Ljós huldufólksins var þá bara endurskin og fjörulallinn var bara rolla með íshröngl í ullinni.

Aztec, 1.10.2013 kl. 11:20

36 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sannleikurinn lifir lengur en allir mannlegir frásagnar-aðilar, sem koma/eru/fara með sínar hugmyndir, hugsjónir og skoðanir og lífsreynslu.

Umræða um ólíkar skoðanir, og umburðarlyndi/virðing fyrir ólíkum sjónarhornum er rót alls góðs. Á því byggist gott samfélag. Eða hvað?

Enginn veit allt, en allir vita eitthvað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2013 kl. 16:36

37 Smámynd: Aztec

Ég verð að viðurkenna, að ég hafði skrifað eina rangfærslu í athugasemd #27 varðandi niðurtalninguna að dómsdegi. Það átti að standa:

"Þetta 100 ára tímabil átti að verða síðasta öldin í sögu jarðar skv. spádómum, sem ekki rættust eins og kunnugt er. Þannig að árið núll er ekki vegna fæðingar Jesú, heldur vegna niðurtalningar til dómsdags. Meðan á þessu tímabili stóð, átti guðsríki að koma til jarðarinnar, "heimsveldi" gyðinga bæði í Palestínu og umliggjandi löndum, og Jesús og afkomendur hans áttu að ríkja sem konungar og halda þannig áfram konunglegri línu Davíðs, enda var Jesús oft titlaður konungur. Síðan um árið AD 60 átti heimsendir að verða og öllum guðhræddum mönnum vera bjargað."

Sem er jú augljóslega réttara, enda nenntu Jesús og postularnir ekki að bíla í þúsund ár eftir guðsríki á jörð ("heimsveldi" gyðinga við Miðjarðarhafið). 

Aztec, 1.10.2013 kl. 19:50

38 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aztec, það eru engar heimildir fyrir því að Jesú hafi unnið að einhverjum ritum með postulum sínum. Mér sýnist þú vera að tala um Dauðahafsrúllurnar, þar er ágætt að hafa nokkur atriði í huga:

Í fyrsta lagi eru Dauðahafsrúllurnar nærri 1000 mismunandi rit, með nánast jafn mörgum mismunandi rithöndum.

Í öðru lagi hafa menn bent á að stór hluti rúllanna virðast vera sértrúarlegs eðlis, þ.e. trúarrit sem fylgja ekki því sem vitað er um gyðingdóm almennt. En þessi sértrúarrit eru verulega ósamstíga innbyrðist og virðist vera hægt að finna alla vega tvær mismunandi sértrúargreinar.

Í þriðja lagi stendur ekki lengur steinn yfir steini varðandi kenninguna um að handritin séu skrifuð í Qumran, né heldur að einhver dularfullur hópur Essena hafi skrifað þau. Sú kenning var aldrei annað en skemmtileg hugdetta Roland de Vaux. Nýjustu fornleifarannsóknir í Qumran benda til þess að þar hafi verið miðstöð leirkeraframleiðslu og hugsanlega annars iðnaðar á fyrstu öld.

Dauðahafshandritin eru langlíklegast ýmis rit sem íbúar Jerúsalem földu á flótta sínum. Einhver stór hluti þeirra gæti verið frá sama bókasafni í eigu einstaklings eða yfirvalds. Þó sonur Norman Golb hafi nýlega verið dæmdur í fangelsi fyrir að styðja kenningar föður síns full harkalega, þá virðist Norman að mestu hafa rétt fyrir sér hvað þetta varðar.

Varðandi skáldsagnahefð: Hún var vissulega til í hinum Helleníska heimi, og þrátt fyrir allt þá tilheyrði Júdea þeim heimi, enda NT skrifað á grísku. Tímabilið frá upphafi keisaratíðar Ágústusar (27 fvt) að dauða Markúsar Árelíusar (180 evt) hefur oft verið kallað Pax Romana. Á þessum tíma störfuðu þúsundir höfunda við ýmis ritstörf, meðal annars voru skrifuð safnrit goðsagna (t.d. Umbreytingar eftir Ovid) og trúarlega innlifaðar skáldsögur (t.d. Gullni Asninn eftir Apuleius) svo ég taki tvö dæmi úr bókaskápnum hjá mér. Yfir 90% af því sem skrifað var á þessari fyrstu gullöld bókmenntaframleiðslu er horfið í dag.

Önnur (minni) bókmenntagullöld var á 13. og 14. öld á Íslandi. Þar eru vissulega skrifaðar skáldsögur þótt sótt séu nöfn og atburðir úr fortíð höfunda. Njála og Laxdæla eru hreinræktaðar skáldsögur, skrifaðar sem slíkar.

En skáldsagnaformið er sjaldgæft fyrir evrópskan nútíma. Hitt er hins vegar algengt að menn skáldi upp sögur úr fortíðinni, eða setji saman frásagnir sem segja eitt á yfirborðinu en hafa aðra, og dulda, merkingu þegar betur er að gáð. Öll fjögur guðspjöllin eru af síðara taginu, eins og athugun á uppbyggingu þeirra leiðir í ljós. Nokkur dularfull atriði eru nakti unglingurinni við handtöku Jesú, af hverju lýðurinn vildi frelsa Jesú Barabbas (nafnið þýðir bókstaflega: "Frelsari Guðs, sonur föðursins") í stað Jesú Jósefssonar, af hverju afgangurinn úr fiskaveislunni var tala fisksins (og af hverju kristnir notuðu fisk sem tákn fyrir kristni til að byrja með) - það er af nógu að taka og mikið af skemmtilegum pælingum til, sumar mjög svo ímyndunarríkar.

En eftir stendur að guðspjöllin segja ekkert "satt", þau byggja að engu leyti á sögulegum heimildum. Í raun renna þau öll af sama brunni: Eitt samstofna ritanna er skrifað fyrst (flestir telja það Markús, en rökin fyrir því eru ekki afgerandi, Matteus kemur líka til greina). Það var aldrei neitt "Q" sem myndar aðra grunnheimild, samstofna guðspjöllin eru sama bókin endurskrifuð í tvígang í bókmenntalegum (og trúarlegum) tilgangi, án nokkurrar sagnfræðilegrar vitneskju. Jóhannes er goðsagnakenndari en samstofna ritin, en samt hefur verið fært fyrir því ágætis rök að höfundur styðjist við eitt hinna samstofna. Nánast allt sem stendur í Jóhannesi eru greinilegar goðsögur, og fásinna að ætla að finna einhverjar "sagnfræðilegar" heimildir að baki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.10.2013 kl. 05:30

39 identicon

Guðspjöllin segja meira satt en meðalplebbinn getur numið, skynjað eða grunað. Sannleikurinn liggur aldrei í augum uppi. Er aldrei allra. Og tengist sögu mannkyns nákvæmlega ekki neitt.

RA (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 11:09

40 Smámynd: Aztec

Takk fyrir þetta, Brynjólfur, þú hefur augsýnilega kynnt þér þetta vel. Ég veit ekki hvort þú hefur lesið bók Barböru Thiering spjaldanna á milli eins og ég, enda mjög fróðleg lesning. Eitt af því sem hefur böggað mig alveg frá því að ég fékk uppljómun við 15 ára aldur og afneitaði biblíunni, hefur verið hvað raunverulega gerðist þegar Jesús átti að hafa framkvæmt þessi kraftaverk, sem auðvitað er tilbúningur. Kenningar Barböru um að kraftaverkasögurnar séu ýmist yfirvarp fyrir atburði þar sem Jesús brá út af hefðbundnum trúarvenjum, sem féll íhaldssömumum gyðingum ekki í geð (a. sagan um fiskana og brauðið, b. sagan um vatnið og vínið) eða sögur þar sem spilað er á tvíræðni orða (c. sagan um gönguna á vatninu, d. sagan um upprisu Lazarusar frá "dauðanum"), eru virkilega áhugaverð lesning.

Það má því segja að lestur bókarinnar hefur gefið mér hugarró (ég var nærri búin að skrifa sálarró, en sálin er ekki til sem slík, bara hugurinn). Margir efasemdarmenn halda því fram, að Jesús hafi aldrei verið til. Ég held, að það sé réttara að segja, að hann hafi verið til, en líf hans var allt öðruvísi en lýst er í biblíunni og margar ástæður séu fyrir því. M.a. gerðist ekkert yfirnáttúrlegt í lífi hans eða nokkurra annarra, hann var ekki í beinum tengslum við neinn guð, a.m.k. ekki duplex. Niðurstöðurnar eru aðeins á einn veg, það er tilgangslaust að vera að tilbiðja hann, því að hann dó í lokin and remained dead eins og allar aðrar mannlegar verur.

Aztec, 2.10.2013 kl. 11:38

41 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er fróðlegt að fylgjast með víðlesnum Biblíutrúuðum.

Öll mín trú byggist á lífreynsluskólanum, Biblíusögunum í grunnskóla, og á því sem hjartað segir mér.

Ég hef aldrei lesið Biblíuna, né nokkur önnur trúarbragðarit, fyrir utan Biblíusögurnar í grunnskólanum, fyrir nokkrum áratugum síðan. Þar var einungis góður réttlætis/siðferðis-boðskapur og dæmisögur, sem ég bý að enn þann dag í dag, og þakka ég fyrir það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 13:34

42 Smámynd: Aztec

Anna, þótt við séum ekki alveg sammála um trúmál, er samt alltaf skemmtilegt að lesa það sem þú skrifar, enda er augljóst að þú ert góð manneskja.

Sjálf hef ég aldrei upplifað neitt misjafnt af hálfu fólks sem kennir sig við kristni, en ég þakka hamingjunni fyrir það að við erum komin langa vegu frá ofsóknum kirkjunnar gegn "villutúarmönnum" eins og þær voru stundaðar fyrr á öldum.

Aztec, 2.10.2013 kl. 17:55

43 Smámynd: Aztec

Hvort sem maður tekur skýringar Barböru Thiering á öllu því sem pesher-tæknin (dæmisögustíllinn) huldi, þá er mikið meira í bók hennar en það. Síðustu 390 af 604 blaðsíðum bókarinnar fjalla einungis um hreinar heimildir um tímatal, trúarsiði og landafræði. Eitt af því sem er áhugaverðast er kaflinn um tímatal gyðinganna, sem var búið til út frá sköpunarkenningunni og spádómum út frá frumstæðri númerológíu á sérstaklega óvísindalegan hátt.

Þegar annálar hafa verið skrifaðir á nýrri tímum, hafa atburðir sem gerast verið tímasettir eftir að þeir gerast og standa þannig óhaggaðir um aldir alda. Svona var það ekki hjá gyðingum til forna, sem notuðu svokallað sólardagatal, sem þó passaði ekki alveg við dagafjölda ársins. Talan sjö var heilög tala (vegna hvíldardagsins) og 49 var ennþá merkari tala, svo að spámenn og prestar þeiss tíma byggðu allt á því að stórviðburðir myndu gerast með ákveðnu millibili ára byggt á margfeldi af tölunni 7. Viðburðirnir, sem helzt áttu að verða í þágu gyðinga voru fyrir tilstilli Jahve. Þannig áttu að líða 4900 ár frá sköpun jarðar eins og umtalað í Genesis (1. Mósebók) og þangað til dómsdagur átti að eiga sér stað, en þá áttu allir að farast, sem voru ekki gyðingatrúar. Inn á milli þessara tveggja ártala 0 og 4900, sem samsvara 3668 f.Kr. og 1233 e.Kr. áttu að gerast ákveðnir stórviðburðir með 490 ára millibili. En yfirleitt gerðist annað hvort aldrei neitt merkilegt á þessum ákveðnu dagsetningum eða það gerðist eitthvað á öðrum tímum. Til þess að spádómarnir áttu að rætast voru gerðar lagfæringar á ártölum bæði aftur og fram í tímann. Þannig var hringlað bæði með sköpunarárið og dómsdagsárið fram og aftur til að atburðir sem gerðust pössuðu inn í þetta 490-ára mynztur. Þetta finnst mér þrælfyndið og minnir á söguna 1984 eftir Orwell, þar sem sérstök deild hjá Flokknum vann við að klippa alla umfjöllun um fólk, sem hafði fallið í ónáð (unpersons), úr öllum dagblöðum aftur í tímann. Minnir líka á aðferðir sorpblaðsins DV, sem stundar ritskoðun af mikilli hörku.

Þessum gaurum til forna (og Vitnum Jehóva nútímans) datt aldrei til hugar að útgangspunktur þeirra var alrangur: 1) að jörðin var mikið eldri en nokkurra þúsund ára, 2) að gangur sólar fylgir engum heilum tölum og 3) að Jahve hafði engar sérstök framtíðarplön hvorki fyrir gyðinga né aðra jarðarbúa. Það eina sem þeir fengu út úr þessum pælingum voru sviknar vonir um "heimsveldi gyðinga" við Miðjarðarhaf og Austrlöndum nær.

En margir sem hafa kallað sig vísindamenn alveg fram á 19. öld, en voru það ekki, hafa notað þessar aðferðir, þ.e. ganga að einhverju vísu sem var augljóslega rangt, álykta síðan út frá því og komast að rangri niðurstöðu. T.d. eðlisfræðingurinn Lord Kelvin sem var með fordóma gegn öllu sem hann skildi ekki, en trúði á að væri til þróað samfélag á plánetunni Marz. Síðan hélt hann því fram, að Marzbúar gætu séð ljósin í New York að næturlagi.

Í sömu gryfju féllu þeir sem skrifuðu Gamla Testamentið. Allir stórviðburðir voru verk guðs. Um Sodoma og Gomorrah sem sennilega í jarðskjálftum sukku niður í það salta mýrarfen sem þessir bæir voru byggðir á, var ályktunin þannig: "Hvað gerðist? Sodoma og Gomorrah hurfu. Hvernig? Aðeins Jahve getur framkvæmt eitthvað svona, svo að þetta var verk guðs. Hvers vegna, hver var ástæðan? Ef Jahve sem er miskunnsamur gagnvart guðhræddu fólki, en grimmur við syndugt fólk, hlýtur að hafa gert þetta vegna þess að íbúarnir voru syndgarar. Voru þá engir góðir í þessum bæjum? Hmmm... jú það hlýtur að vera, köllum hann Lot, hann og fjölskylda hans voru guðhrædd. Þau komust burt áður en guð tortímdi bæjunum, en kona Lots leit um öxl og breyttist í saltstólpa, sem sést enn". Auðvitað ekkert minnzt á það, að á þeim slóðum sem um ræðir eru þúsundir saltstólpa sem hafa myndazt í þessu rammsalta feni, þar sem hafa fundizt tveir bæir, sem álitnir eru vera þessir bæir úr GT.

Allt sem ekki styður ályktanir sem byggðar eru á röngum forsendum er svo þaggað niður. Gamla Testamentið í hnotskurn. Svo ef Móses fer frá Egyptalandi með hóp gyðinga og hópurinn kemst yfir Rauða hafið nyrzt, þar sem stundum fjarar út, þá er það ekki nógu guðdómlegt, svo að Jahve er dreginn inn í þetta og lætur Móses deila hafinu, sem síðan drekkir Egyptunum sem elta. Höfundar GT verðskulda margföld skáldsagnaverðlaun.

Sama gildir um Votta Jehóva, þegar þeir skrifa um þróun (evolution) í Watchtower. Fyrst staðhæfa þeir ranglega, að stökkbreytingar gerast vegna slysni. Síðan skrifa þeir réttilega að DNA-keðjur séu mjög flóknar. Síðan draga þeir þá röngu ályktun, að aðeins guð geti skapað eitthvað svo flókið og þess vegna sé kenningin um þróun röng. Eitt eftirminnilegt spakmæli úr X-Files hljómar svona: "A lie is most conveniently hidden between two truths." En hvað VJ varðar þá er líka hægt að segja: "Two lies can be made to sound true to a simple-minded person if there is one truth in between them."  

Aztec, 2.10.2013 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband