Að snúa hlutum á hvolf

  • Stjórnarskrárbrot er mjög alvarlegt brot 
Allmargir vinstrimenn höfðu árum saman fyrir hrun gert tillögur um að fyrirbærið Landsdómur yrði lagður niður og mikilvæg verkefni dómstólsins yrði komið fyrir hjá Hæstarétti.
  

En þótt dómstóllinn yrði lagður niður er þetta verkefni hans jafn lifandi og jafn mikilvægt og áður. En þá verður einnig að velja Hæstaréttardómara með öðrum hætti. En val á þeim hefur farið eftir flokkspólitískum leiðum frá upphafi. 

Ekki má gleyma því að Landsdómur dæmdi fyrrum forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnarskránna með vinnubrögðum sínum. Sá dómur var faglegur í alla staði. En auðvitað hefði átt að vísa öllum málunum fyrir Landsdóminn sem Rannsóknarnefnd Alþingis nafngreindi í skýrslu sinni.
  • Mál þessara þriggja ráðherra sem ekki var vísað í dóminn sitja þá eftir ódæmd af til þess viðurkenndum dómstól er þýðir þá bara eitt að þeir hafa þá hvorki verið dæmdir eða sýknaðir. 
  • Þá voru tveir aðrir fyrrum forsætisráðherrar nefndir í skýrslunni en þeirra mál voru talin fyrnd. Þeir er þá þar með ósýknaðir af þeim sökum sem á þá voru bornir rétt eins og hinir þrír.
Þá er rétt að minna á það, að landsdómur er kosinn í hlutfallskosningu af Alþingi og þessi Landsdómur var af meirihluta (8 af 15) kosinn af þeim meirihluta á Alþingi sem var á meðan Geir Haarde var forsætisráðherra. 

Síðan verður að geta þess, að „MMR“ er ekki aðili sem nýtur trausts vegna þess hvernig þátttakendur eru valdir sem álitsgjafar. Það eru alls ekki hlutlausir aðilar og að þessi aðili er allt of tengdur Morgunblaðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband