Pólitískar aðgerðir? Eða afleiðingar af væntanlegum aðgerðum?

  • Menn halda því fram að Páll Magnússon hafi verið með pólitískan mótleik

Það er ótrúlegt að yfirmaður í opinberri stofnun (afsakið í opinberu hlutafélagi) skulu missa með þeim hætti sem gerðist í dag er hann kallaði Helga Seljan ,,Óþverra" og notaði þaðan af verri skítyrði. 


Það kemur engum á óvart að strákurinn að austan geti verið aðgangsharður enda ráðinn til starfa við ,,Kastljós" vegna þessara eiginleika sinna. 

Páll neyðist til að biðja Helga Seljan afsökunar opinberlega eða segja af sér ella. Það hefur reyndar alltaf gustað um hann sem útvarpsstjóra og eflaust eru þessar uppsagnir erfiðar fyrir hann ofan í aðrar uppsagnir á undanförnum árum.

mbl.is Hundruð mótmæltu niðurskurði RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hafa menn ekki sagt af sér af minna tilefni?

Mér fannst viðtalið við pál Magnússon svonefnds útvarpsstjóra bæði langt, leiðinlegt og með öllu innihaldslauss. Ef forstöðumaður ríkisstofnunar fær boð um að skera niður um 20-30% eftir niðurskurð undanfarandi ár, þá myndi eg alvarlega hugsa um afsögn væri eg í sporum Páls þessa svonefnds útvarpsstjóra.

g mætti í dag við RÚV með stórt skilti: EKKI MÍN RÍKISSTJÓRN! Einhvern veginn fannst mér að við mótmælendur hefðum farið húsavillt. Hvers vegna ekki að mótmæla við þinghúsið og taka gömlu búsáhöldin með?

Þessi ríkisstjórn skefur ekkert af sjálfri sér né forsetanefnunni sem fær aukafjárveitinga vegna gríðarlegrar þarfar að þvaðra erlendis um mál sem hann virðist ekki hafa mikið vit á. Nú vill hann hvetja til að rafvæða held eg hálfa Evrópu þó öll möguleg raforka á Íslandi gæti kannski skaffað Skotum nokkurn veginn nægt rafmagn væri öllum fossum fórnað á Íslandi. Svona eru menn raunsæir. Þá má ekki gleyma allri aðstoðarmannahjörðinni kringum ráðvillta og reikula ráðherra.

Verst þætti mér að missa Kastljósið og Spegilinn en úr þeim áhöfnum hafa menn fengið reisupassann.

Af hverju má ekki fleygja fíflaþættinum Hraðfréttir fyrir borð? Getur verið að gagnleg umræða um þjóðfélagsmál sé eitur í beinum ráðamanna í Stjórnarráðinu?

Og hvernig má það vera að unnt er að verja 2 milljörðum í þarflausan veg um Gálgahruan/Garðahraun en sú vegalagning kemur engum að gagni nema nokkrum Engeyingum? Þetta mikla fé myndi duga í 4ra ára niðurskurð fjárveitinga RÚV.

Ekki kæmi mér á óvart að Sigmundur Davíð eigi eftir að ganga grenjandi út úr Stjórnarráðinu með Engeyjar-Bjarna á hælum sér!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband