Eru svörin og orðræðan ekki farin að minna á mánuðina fyrir hrun??????

„Tómt rugl“ segir ráðherra

VGna_BjarkeyGunnars-14Bjarkey Gunnarssdóttir þingkona Vinstri grænna spurði Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um þverrandi traust erlendra fjárfesta á efnahagssefnu ríkisstjórnarinnar og umfjöllun um það í erlendum fjölmiðlum á Alþingi í dag. Ráðherran sagði fréttinar vera „tómt rugl“.

Neikvæð þróun rakin til stjórnarskipta

Bjarkey vísaði til frétta í alþjóðlegum fjölmiðlum, m.a. Reuters og International Financial Review, sem segja að fjárfestar forðist Ísland á sama tíma og fjármagn streymi til kreppuríkjanna Portúgals, Grikklands og Írlands. Er ástæðan rakin til stjórnarskiptanna hér á landi í maí á síðasta ári og bent á að síðan þá hafa vextir á fimm ára skuldabréfi íslenska ríkisins farið úr 4,1% í 6,4% á meðan vextir á sambærileg írsk bréf eru með 1,8% vöxtum og portúgölsk með 3,8% vöxtum.

Segir fréttir vera tómt rugl

Þegar Bjarkey spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvað ríkisstjórnin ætli sér að gera til að bregðast við þessu minnkandi trausti kom ráðherrann í ræðustól og vændi hana um að ganga erinda erlendra kröfuhafa með fyrirspurn sinni.„Ég ætla að vona að þingmaðurinn sé ekki að láta reka sig upp í ræðustól af stórum umsvifamiklum kröfuhöfum sem að í viðtali við Reuters núna nýlega lýstu því yfir að við værum að dragast aftur úr miðað við þessa þróun sem háttvirtur þingmaður lýsir og fór að líkja okkur við ríkin í sunnanverðri Evrópu. Sem er auðvitað tómt rugl ef menn skoða þróun skuldatryggingaálagsins annars vegar hjá Íslandi og hins vegar hjá þessum ríkjum þá kemur í ljós að það stendur ekki steinn yfir steini í þeirri umfjöllun sem þar átti sér stað,“ sagði Bjarni. Hann bætti við: „Það sætir furðu að jafn ágætur fjölmiðill eins og Reuters skuli hleypa stærstu kröfuhöfunum á Ísland og þrotabúin í einhverskonar prinsessuviðtal þar. Alveg með ólíkindum.“

Það er rétt að taka það fram að skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur farið hækkandi frá því ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við en farið lækkandi í hjá gríska, írska og portúgalska ríkinu á sama tímabili.

Engra viðbragða að vænta frá ríkisstjórninni Bjarkey fór aftur í ræðustól og spurði: „Ef að hann er svo sannfærður um að hér sé um rangfærslur að ræða af hálfu erlendra fjölmiðla, ekki bara eins heldur fleiri, ekki bara núna heldur líka áður, hvað ætlar hann þá að gera til að leiðrétta þetta? Hyggst hann gera það?“ Svar ráðherrans var einfalt: „Það er engin ástæða til þess að hlaupa á eftir gífuryrðum einstakra aðila, jafnvel þótt í alþjóðlegum fjölmiðlum sé að finna. Það er bara engin ástæða til þess vegna þess að tölurnar tala sínu máli.“

 

  • Það er sama hvort þetta eru réttar fréttar eða ekki, verður ráðherra Sjálfstæðisflokksins að svara heiðarlega án útúrsnúninga.

  • Þetta er mikið alvöru mál sem kallar á alvöru umræðu en ekki eitthvert bull eins og gerðist árin 2007 og 2008 þegar forsætisráðherra sagði Alþingi og almenningi ósatt. 

  • Er það kanski rangt að skuldatryggingarálagið á íslensk ríkisskuldabréf hafi hækkað um nær þriðjung frá síðustu kosningum?

  • Hvers vegna er Morgunblaðið með þetta mál í felum fyrst þetta er tóm vitleysa?

  • Ráðherra vænir þingmanninn jafnvel um landráð!

 


mbl.is Ekki um að ræða skuld ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ráðherrar þessir eru fjarri veruleikanum. Kannski þeir ættu að slást í Rússlandsför með Illuga menntamálaráherra. Ráðamenn þessir telja sig komast upp með sitthvað sem venjulegt fólk getur ekki.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2014 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband