Umræðan í baklandinu

  • Það virðist sem stór hluti þjóðarinnar sé á einu máli um að Davíð Oddsson sé óheiðarlegur stjórnmálamaður.
Reyndar skal viðurkennt að mér hefur aldrei fundist karlinn bera vott um sérstakan heiðarleika svona í útliti og í opinberri framgöngu sinni. En ég treysti mér ekki til að dæma hann óheiðarlegan umfram marga aðra stjórnmálamenn.
Félegur söfnuður þetta
 
Nú í helgarblaði DV kemur fram fjöldi fólks sem lýsir því yfir að Þorsteinn Pálsson hafi verið gegnheill og sérstaklega heiðarlegur stjórnmálamaður. Þetta gerir fólk í athugasemdum vegna drottningarviðtals við Þorstein. Þetta fullyrðir mikill fjöldi án þess að þekkja manninn það á jafn einfaldan hátt rétt eins og að drekka tært lindarvatn á fjöllum uppi.

En menn mega ekki gleyma því, að þorsteinn var vart nema snoppufríður unglingur þegar hann varð allt í einu framkvæmdarstjóri heildarsamtaka atvinnurekenda. Honum var vart vaxin grön. Hann var rétt hættur störfum þar á bæ þegar ég hóf þau afskipti af kjaramálum er kölluðu á samskipti við VSÍ. 

Hann var af forystumönnum ASÍ sagður lang harðasti framkvæmdastjóri VSÍ til þess tíma er hann hóf þar störf. Þá var hann sagður í vasanum á LÍÚ. Enda maðurinn sem kom á frjálsa framsalinu á kvótanum og fann þannig upp aðferð til að búa til pening úr engu og sumir rekja upphaf hrunsins til. Er þetta að vera heiðarlegt? 

Hann laug aldrei að mér eins og sumir félagar hans reyndu að gera í Garðastrætinu. 
  • Ekki ætla ég að segja að hann hafi verið óheiðarlegur, en ég er viss um að hann hefur alltaf talað fyrir hagsmunum Sjálfstæðisflokksins þá, eins og hann gerir ævinlega nú í seinni tið.
Það getur varla talist vera mjög heiðarlegt að koma reglulega fram sem álitsgjafi um stjórnmál en talar nánast alltaf fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins sem tæplega hefur alltaf verið rétt. Sama gerði karlinn þegar hann var ritstjóri ,,Vísis“.
  • Hann varð fjármálaráðherra í maí 1983 og stóð að lögunum um frjálsa vexti bankanna sem hækkuðu um rúmlega 30% í þessum mánuði og að öll lán almennings yrðu með verðtryggingu. Þessi sömu lög bönnuðu einnig verðtryggingu á launum samkvæmt kjarasamningum. Ég veit ekki hvað var svona heiðarlegt við þessi lög, rætur hrunsins liggja að miklu leiti í báðum þessum lögum.
Ég var lengi á þeirri skoðun að GeirHallgrímsson hafi verið heiðarlegasti formaður þess flokks. Þorsteinn Pálsson hefur löngum verið talinn einn mesti hægrimaður sem hefur verið í forystu þessa flokks eftir að Bjarni Benediktsson féll frá. 
Hér kemur fram fjöldi fólks sem lýsir því yfir að Þorsteinn Pálsson hafi verið gegnheill og heiðarlegur stjórnmálamaður. Þetta gerir fólk í athugasemdum alveg án þess að þekkja manninn það á jafn einfaldan hátt rétt eins og að drekka tært lindarvatn á fjöllum uppi.

En menn mega ekki gleyma því, að þorsteinn var vart nema snoppufríður unglingur þegar hann varð framkvæmdarstjóri heildarsamtaka atvinnurekenda. Hann var rétt hættur störfum þar á bæ þegar ég hóf þau afskipti af kjaramálum er kölluðu á samskipti við VSÍ. 



mbl.is Eiga ekki að hreyfa við ESB-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband