Þessi yfirlýsing segir nákvæmlega ekki neitt.

  • Hún er bara hreint bull
Það veit þessi Björgólfur formaður samtaka atvinnurekenda mjög vel. Þeir hafa væntanlega verið að láta vel sér í ýmsum launum þessir yfirmenn og hafa líklega gert það t.d. fyrir eða um áramótin. Þetta yfirlit er sennilegast fyrir síðasta ár eða 2013, sem segir ekkert um hvernig hlutirnir eru núna.
 
Það sem gerir þetta býsna flókið hjá forstjóranum er að flestir flugmennirnir geta bara farið erlendis og fengið mun betri kjör þar. Þar eru eftirsóttir starfsmenn.
 
En það getur forstjórinn og aðrir yfirmenn flugfélagsins ekki gert. Þar hefur nákvæmlega enginn áhuga á þeim sem starfsmönnum á þessu sviði erlendis. Þessir menn hafa líklega flestir verið kaldir kallar fyrir og fram yfir hrun sem forstjórar. Forstjórar með slíka ferilskrá fá ekki vinnu sem forstjórar erlendis. 
 
Það verður að ætlast til þess að forstjóri flugfélagsins sem er raunar hreinni eign launamanna í landinu taki sig til í andlitinu strax um semji við þessa menn, það er hans skylda og ef hann ekki gerir það verður hann bara að segja af sér störfum.

Nú hefur m.ö.o. komið í ljós að alls ekki er við hæfi að forstjóri þessa fyrtækis launamanna í landinu sé formaður samtaka atvinnurekenda. Samtaka þeirra aðila sem eru fæstir aðilar að lífeyrissjóðunum og eiga nákvæmlega ekkert í þessu fyrirtæki.

DV: 
Laun lykilstjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair, hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þannig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú kominn með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði.

Birkir Hólm er ekki eini hástökkvarinn í launum í hópi æðstu stjórnenda Icelandair Group og Icelandair. Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er hækkun upp á ríflega 1.100 þúsund krónur á mánuði á milli ára. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur einnig fengið að njóta góðs af hagnaðinum, því laun hans hækkuðu um 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra og voru í árslok tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði.



mbl.is 92 af 100 launahæstu flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fýri á skrautlega fortíð sem forstjóri hér og þar. Hvað skyldi hann annars hafa í mánaðarlaun.?

Númi (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband