Enn vælir saumaklúbburinn

  • Samtök ferðaþjónustunnar eru vissulega aðilar að deilunni milli Icelandair eins og félagið heitir nú eftir útreið síðustu ára í höndum ævintýramanna. 
    .
  • En samtök atvinnurekenda hefur samningsumboðið frá þessu lánlausa flugfélagi og Samtök ferðaþjónustunnar er aðili að þeim samtökum.
 

Þótt ferðamannaiðnaðurinn teljist vera stærsta útflutningsgrein landsins verður hann að bera á byrgð á því að greiða sínu starfsfólki eðlileg laun og að eiga eðlileg samskipti við launafólk í greininni. Það gerir þessi grein ekki. 

  • En Samtök ferðaþjónustunnar tók fullan þátt í því að væla út lög á flugmenn, þótt vitað væri fyrir fram að lög sem þessi bíta ekki á flugmenn. 
    .
  • Þótt gerðardómur falli getur dómurinn ekki skyldað flugmenn til að vinna yfirvinnu. Því leysist málið ekki nema að dómurinn fallist að miklu leiti á kröfur flugmanna. 
  • Það er fullkomlega eðlilegt að því verði til haga haldið, að þetta yfir-vinnubann skapar enga neyð í samgöngum þjóðarinnar. Það eru t.d. mörg flugfélög sem fljúga til landsins.
  • .
  • Ætli samtök atvinnurekenda og félagar þeirra í ferðamannasam-tökunum geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Það sem verra er fyrir þessa aumingja atvinnurekendur, að flugmenn eru bara pollrólegir og hafa engan áhuga á viðræðum. 

Þá er löngu kominn tím til þess, að samtök atvinnurekenda fari að bera fulla virðingu fyrir launamönnum landsins. Það mjög vel hægt að koma í veg fyrir slík átök ef notuð eru ný og nútímaleg vinnubrögð væru tekin upp í kjaramálum. Einnig samtök atvinnurekenda hættu nú að ögra samtökum launamanna eins og landslægt hefur verið í gegnum áratugina.

Er ekki kominn tími til þess að Samtök ferðaþjónustunnar hafi frumkvæði að því að hækka laun fólks sem starfar í þessari grein sem hvarvetna vinnu á algjörum lágmarkskjörum og jafnvel á launum sem eru fyrir neðan umsamda launataxta.

 


mbl.is Gífurlegt tjón á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vinn í ferðaþjónustu og er ekki á lágmarkslaunum.

styð verkfallsréttinn og styð flugmennina, en það er alveg glórulaust og nánast siðferðislega rangt að efna til verkfalls í byrjun sumars einmitt þegar ferðatímabilið byrjar. Það tapast einfaldlega milljarðar á þessu og ársundirbúningur fer í vaskinn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og afleiddum greinum.

Tala svo ekki um allt fólkið sem hefur eytt tíma og peningum í að skipuleggja sínar ferðir eða sitt frí og lendir nú í óvissu eða tapar háum upphæðum á töpuðum flugmiðum (í tengiflugi), hótelgistingu og bílaleigu - flestir hafa greitt þetta fyrirfram og fá bara einhvern hlut af því til baka.

Mín skoðun er allavega sú að þetta átti að koma fyrr í vor eða þá bíða með þetta til október. Þá myndi þetta allavega hafa áhrif á töluvert færri ferðalanga og fyrirtæki en myndi samt sem áður ekki vera minni þrýstingur á stjórn Flugleiða. 

VAT (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 19:39

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég veit ekki hver þú ert og ég er ekki vanur að svara nafnlausum aðilum.

Ég vil láta þig vita ég er ekki endilega stuðningsmaður flugmanna í þessari deilu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af láglaunafólki í ferðaþjónustunni sem er víða.

Flugmenn velja sér auðvitað sinn tíma sem þeir telja bestan fyrir sig, ljóst er einnig að þessi launa-umræða er ekki ný. Hún hefur staðið mánuðum saman og á jafnvel rætur í óánægju með síðustu samninga þessara aðila.

Sem betur fer verður flugfélagið að bæta þessu fólki sinn skaða. En ég er bara að benda á þá staðreynd að þessir menn verða ekki kúgaðir til hlýðni af öðrum aðilum, en starfstéttirnar eru missterkar til átaka.

Þá hef ég einnig verið að benda á þá staðreynd að það eru a.m.k. tveir formlegir aðilar sem koma að þessu máli. Ekki bara flugmenn heldur einnig Samtök ferðaþjón-ustunnar sem eru innan samtaka atvinnurekenda sem gerðu kröfu um lagasetningu. Því hafa þau samtök valið sér þennan tíma einnig og bera jafna ábyrgð og flugmenn.

Hver ætti lærdómurinn að vera af þessum skaða?

Það væri t.d. mikilvægt fyrir ferðaiðnaðinn að hefja viðræðum um kjaramál strax í haust þar umræður væru um starfskjör og einnig um starfsmenntun fólks í greininni. M.ö.o. að reyna að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir verkföll. Mundu að þriðja verkfallið er að bresta á.

Kristbjörn Árnason, 21.5.2014 kl. 21:24

3 identicon

Ísland er eyja - ábyrgð flugfyrirtækja og þar af leiðandi flugmanna er mikil hvað varðar þau áhrif sem aðgerðir þeirra hafa - þeir velja sér auðvitað sinn tíma en eins og ég sagði, þá tel ég þann tíma sem þeir völdu vera alveg kolrangan og óábyrgan af mörgum ástæðum.

Helsti lærdómur sem ég persónulega dreg af þessu er hversu illa rekið fyrirtæki Icelandair er - þar á bæ hafa menn greinilega vitað það lengi að flugmannastaðan var mikið undirmönnuð og ekkert gert í því. Stjórnin skammtar sér ofurlaun og reiknar með að græðgi eða neyð sinna flugmanna sé svo mikil að þeir gleypi glaðir við allri yfirvinnunni. En þeir hafa eitthvað misreiknað sig og eru nú gripnir með allt niður um sig og með engan klósettpappír til að ganga hreinir frá sínum málum.

Alveg sammála að ferðaiðnaðurinn, þá helst að tala um þann hluta sem tekur við ferðamanninum eftir komuna til landsins, eigi að taka sig til. T.d. á að löggilda alla leiðsögumenn og bæta eftirlit með vinnutíma bílstjóra - þetta tvennt er allavega í miklu rugli eins og er.

VAT (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 22:25

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það er full ásæða til þess að óska flugmönnum til hamingju með að hafa náð samningi. Dýr hljóta lögin að hafa verið flugfélaginu því þau settu flugmenn í ótrúlega sterka stöðu.

Hvernig ætli staðan sé hjá konunum á Herjólfi sem fengu á sig óeðlileg lög. Þetta var auðvitað bara ofbeldi sem ríkisstjórnin sýndi þessum láglaunakonum.

Kristbjörn Árnason, 22.5.2014 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband