Fals áróður

  • Undanfarna daga hefur mátt sjá áróðurspjöld þar sem lofað er skattalækkunum. Það er að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkurinn sem þessu lofar.

  • Enn erum við borgarbúar að súpa seyðið af borgarstjórnartíð þessa flokks með því að hann keyrði Orkuveituna á hausinn raunverulega. 

  • Þá hafði flokkurinn misnotað Orkuveituna til að hygla sínum flokksgæðingum, ásamt Framsóknarflokknum.

Það er ljóst að þetta er falskur áróður því orkuverðið verður ekki lækkað í náinni framtíð í borginni og þessi sérstaka hækkun á orkuverðinu er auðvitað skattur sem allir borgarbúar fá að njóta nú og í langa framtíð. Allt vegna óráðsíu Sjálfstæðisflokksins.

Eitt áróðursspjaldið lofar lækkun á húsaleigu og lækkun á íbúðaverði. Þetta ætlar Sjálfstæðis-flokkurinn að gera með því að lækka lóðaverð. M.ö.o. gamli valdaflokkurinn ætlar að láta útsvarsgreiðendur í Reykjavík niðurgreiða lóðarverð.

Þeir aðilar sem myndu njóta slíkrar niðurgreiðslu eru þá byggingafélög sem framleiða íbúðir fyrir almenning. Einnig hálaunafólk sem hefur tök á því að byggja sér sérbýlishús, þ.e.a.s. einbýlishús og stærri raðhús. 

Allir vita sem eiga húsnæði og raunar allir leigjendur ættu að vera einnig að vera með fulla vitund um. Að verð á íbúðum ræðst markaðsaðstæðum hverju sinni. 

Verð á íbúðum er allt of hátt fyrir venjulegt launafólk og fer hækkandi. Þannig að sérstök niðurgreiðsla á byggingalóðum myndi renna í vasa byggingarfyrirtækjanna og hálaunafólks. Niðurgreiðslan lækkar ekki verð á íbúðarhúsnæði.

Í lokin er full ástæða til þess, að minna á þá staðareynd, að það eru fyrst og fremst launamenn sem greiða útsvörin í landinu og þeir sem draga fram lífið á hverskonar bótum.

Hverskonar félagslegar íbúðir verða að vera í algjörum forgangi hjá borginni á næsta kjörtímabili. Sem yrðu fyrst og fremst ætlaðar venjulegu launafólki.

mbl.is „Er þetta upphaf óvinveittrar yfirtöku?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man nú ekki betur en að versta tímabilið í sögu Orkuveitunnar, með tilliti til spillingar og bruðls, hafi verið í tíð R-listans.......

Jóhann Elíasson, 25.5.2014 kl. 15:41

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Enda skrifað ég báða gömlu valdaflokkanna fyrir þessum ófögnuði. Rei-málið verður vonandi lifandi vitnisburður um vinnubrögð þessara flokka Jóhann.

Það verður að vera hægt að ræða þessi mál og það má einnig hrósa fyrir góða hluti eins og t.d. heilbrigðisráðherrann er að gera núna með hreyfiseðlana. Það er frábært framtak. En áður hafði verið gangi tilraunaverkefni á þessu sviði.

Kristbjörn Árnason, 25.5.2014 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband