Kominn tími til að endurskoða fyrirkomulag björgunarsveitanna

  • Ég veit að starfsmenn björgunasveitanna og um leið forystumenn þeirra mega ekki heyra á það minnst að kostnaður við rekstur þeirra verði á opinberri könnu.

A.m.k. er óhæft að þessir aðilar séu að kosta sína starfsemi á sölu á hættulegum leikföngum og óheppilegum sem flugeldar eru óneitanlega.

Það er alveg sama hversu rækilega það er brýnt fyrir fólki að virða öryggisreglur, að þá geta sveitirnar ekki veriðöruggar um það að ekki verði slys.

  • Því má segja að sala þeirra á þessum hlutum gangi gegn stefnu og þeim tilgangi björgunarsveitanna að bjarga fólki frá slysum með öllum mögulegum hætti.

Atvinnurekendum er gjarnan þakkað fyrir að leyfa börgunaliðunum að fara í leiðangra til að bjarga fólki og eiga þeir svo sannarlega þakkir skyldar.

En aldrei heyrir maður um það, að vinnufélögum þessara manna sé þakkað. Því það eru auðvitað þeir sem þurfa að taka á sig verulega aukna ólaunaða vinnu vegna forfalla björgunnarmannanna frá daglegum störfum sínum vegna björgunarstarfa.

Í raun eru það þeir sem vinna fyrir vinnulaunum sem björgunarmaðurinn fær þegar hann er í björgunarstörfum ef hann fær greidd laun.

Nú þegar ferðamannastraumurinn er orðinn slíkur að ekki er þverfótað fyrir erlendum aðilum út um allar trissur bæði sumar og vetur er svo komið að þessar sveitir eru nánast alltaf á ferðinni.

  • Oftast við skelfilegar aðstæður.

Ferðaþjónustufyrirtækin auglýsa grimmt ævintýraferðir um hálendi Íslands allann ársins hring. En fría sig af allri ábyrgð varðandi öryggi ferðafólksins.

Það er bara löngu tímabært að í landinu sé starfandi atvinnumanna börgunarlið þótt ekkert banni það að með slíku starfi áhugamannahópar.

Þá verður einnig að gera ráð fyrir því að ferðtrygg-ingar ferðafólksins greiði kostnað sem af ferðum þeirra hlýst, ef það þarf að astoða þá með björgunar-liði. Ekki er til mikils mælst að ferðaþjónustuaðilar sem selja ferðir til landsins tryggi það, að allir séu tryggðir.

Ef íslendingum er einhver alvara með því að það byggist upp ferðaþjónusta á Íslandi með ábyrgum hætti verður að byggja upp öryggisþjónustu og skapa reglur um hvernig skal ferðast um t.d. hálendið.  


mbl.is Landsbjörg mátti ekki selja tertuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil bara nefna að það er fullt af atvinnubjörgunarmönnum á Íslandi, þeir hafa úr takörkuðu fjármagni að vinna:

Landhelgisgæsla, Lögregla, Slökkvilið

Að sjálfsögðu finnst mér að það ætti að auka fjármagn til þeirra

Dóri (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 17:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Auðvitað, ég bara gleymdi þessum aðilum og er það til skammar. En ég á við að slík atvinnumannasveit verður að vera ráðandi á þessu sviði

Kristbjörn Árnason, 10.3.2015 kl. 17:48

3 identicon

Aðeins hluti útkalla koma fram á vinnutíma þannig að ekki er verið að vinna fyrir einum eða neinum þar. Fjöldi björgunarfólks eru einyrkjar sem fá engar tekjur á meðan þeir eru í útköllum.

Það er hins vegar góður punktur að starfsfélagar axli stundum meiri byrðar þegar útköll koma á vinnutíma og er það ekkert nema falleg tilhugsun. Sumir fara og sinna verkefnum í útkallinu á meðan aðrir sjá til þess að það sé yfir höfuð hægt. Þetta sýnir bestu hliðar þeirra samhygðar sem er eitthvað það dýrmætasta sem við eigum sem þjóð!

Gísli Bj. (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband