Furðuleg framsetning og illa skrifuð áróðursgrein

  • Í fréttapistlinum segir að 18% fjölskyldna greiði enga skatta, þetta eru auðvitað hrein ósannindi. 
    *
  • Þetta er auðvitað furðuleg framsetning, því auðvitað greiðir þetta fólk persónuafslátt sinn í skatta.
    *
  • Þá má ekki gleymast að stór hluti fólks í þessum hópi eru vinnandi fulla vinnu og fær launa samkvæmt umsömdum launatöxtum verkalýðsfélaganna.

Ef um ræðir launafólk greiðir það um 14% umsaminna tekna sinna í lífeyrissjóð, 6,9% í tryggingagjöld þess fyrirtækis sem það starfar hjá og síðan í sjóði hjá sínu stéttarfélagi um 2,5% af launum sínum.

Á einum stað í skýrslu hjá skattayfirvöldum sem vitnað er til í blaðagreininni og þar segir að skattar þessa fólks höfðu hækkað verulega á fyrstu árunum eftir aldamótin en farið lækkandi frá árinu 2007 uns að skattar þeirra hafi hækkað nú um 5,3% frá byrjun árs 2014.

Tekju­hæsta tí­und allra fjöl­skyldna hér á landi var á hinn bóg­inn með 32,8% heild­ar­tekna allra ein­stak­linga í land­inu á sama ári og greiddu þess­ar fjöl­skyld­ur 44,7% sam­an­lagðra skatta, samkvæmt orðalagi skýrslunnar og fréttarinnar.

 

Þetta segir ekkert um hversu háa skatta þetta fólk greiðir sem hlutfall af tekjum sínum. Fyrirsögnin og öll framsetning fréttarinnar er sérlega villandi og til þess fallin til að villa um fyrir fólki.

En vitað er að skattar voru verulega lækkaðir á þessum hópi skattgreiðenda í byrjun árs 2014. Auk þess, sem þessi hópur fær nákvæmlega eins og tekjulægsta fólkið í landinu, persónuafslátt sem gengur upp í skattagreiðslur þess eins og hjá öðrum skattgreiðendum.

Stórhluti þessa hóps greiðir ekki nema 20% í heildarskatta og oft af nettótekjum. Greiðir ekki í bundna lífeyrissjóði, en greiðir sinn hluta af tryggingagjöldum ef þeir eru skráðir launamenn.

Virðisaukaskattur á Íslandi er einn sá hæsti í heimi. Allir sem versla í búðum greiða hann. Ekki síður lágtekjufólk sem greiðir hlutfallslega miklu meira af tekjum sínum í slíkan skatt.

 


mbl.is 18% greiddu ekki skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Virðisaukaskattur á Íslandi er einn sá hæsti í heimi. Allir sem versla í búðum greiða hann. Ekki síður lágtekjufólk sem greiðir hlutfallslega miklu meira af tekjum sínum í slíkan skatt."

Nákvæmlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2015 kl. 15:46

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hafa skal það sem sannara reynist, blaðið fer með ósannindi

    • Tekjuskattar eru einungis hluti heildar skatta. Sé dreifing þeirra tekin með fæst allt önnur mynd.
      *

    • Þá kemur í ljós að fólk með meðaltekjur og lægri bera hæstu skattbyrðina en skattbyrði hinna tekjuhæstu er undir meðallagi.

    Þetta má m.a. sjá í grein sem Indriði Þorláksson birti í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla 2007. Síðan hefur lítið breyst því verið er að draga til baka þær breytingar sem gerðar voru 2009 - 2010 til að draga úr ójöfnuði.

    http://indridih.com/skattar-almennt/skattapolitik-er-skattkerfid-sanngjarnt-og-hvernig-nytast-ivilnanir-thess/

     

    Kristbjörn Árnason, 25.4.2015 kl. 19:22

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband