Það eru vissulega átök á ríkisstjórnarheimilinu

  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti félagslegu húsnæðiskerfi.
    *
  • Páll Pétursson félagsmálaráðherra úr Framsókn , hafði forystu að leggja niður félagslega húsnæðislánakerfið.

Nú segir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra að einhugur sé milli stjórnarflokkanna um húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherrans. 

Hann segir að þessi húsnæðismál skuli eiga að nota sem skiftimynt í kjarasamningunum.

Vandi forsætisráðherrans er bara sá, að verkalýðsfélögin í landinu eru ekki tilbúin að kaupa þann pakka í 4. sinn.

Þá hlýtur spurningin að vakna um hvað varð 2% tryggingagjöldin sem voru ekki greidd til baka til launafólks þegar félagslegu húsnæðislánin voru lögð niður.

Það voru peningar sem áttu að niðurgreiða vexti í þessu lánakerfi, en voru notaðir í annað undir forystu núverandi stjórnarflokka.

Til að hægt sé að koma með einhver félagsleg útspil vegna kjaramála þurfa kjaramálina að vera á hendi ASÍ og svo er ekki nú. 

ASÍ nýtur ekki trausts félaganna í kjaramálum og alls ekki forseti þess. Er hefur verið vælandi margar vikur út af þessari stöðu, m.a. í Reykjanesbæ 1. maí.

Auðvitað vilja félögin að húsnæðismálin verði löguð, en ekki að málin verði að einhverri skiptimynt. 

Ríkisstjórnin átti auðvitað fyrir löngu að vera búin að leggja fram frumvörp í þessa veru.

Þá hefðu málin litið öðru vísi út. ASÍ hefur verið að vinna að tillögum í húsnæðismálum og hafa lagt þær fram og verið í nefndarstarfi um húsnæðismálin.

Það hefur verið ljóst um all langan tíma að samtök atvinnurekenda hefur verið að reyna að reka fleyg í raðir verkalýðsfélaganna með því að reyna að semja við Flóafélögin og VR. 

En félagsmenn þessara félaga hafa mjög margir starfað samkvæmt markaðslaunakerfi og hafa þess vegna öðru vísi hagsmuni enn en landsbyggðarfólkið.


 

Það er nær öruggt, að einhverju hefur verið lofað í baksamningagerð á þessum vígstöðvum um vinnustaðasamninga sem kallast markaðslaunasamningar á mannamáli. Þ.e.a.s. að greidd laun verði hærri en launataxtar segja til um.

Það er einnig ljóst, að erlenda verkafólkið nýtur sjaldnast slíkra launakjara. 


mbl.is Einhugur um húsnæðisfrumvörpin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband