Nú eru síðustu hálmstráin gripin

  • Mogginn tekur auðvitað alltaf þátt í því, að reyna að sverta Steingrím J Sigfússon, eins og blaðið hefur lengi reynt.
    *
  • Blaðinu finnst þetta auðvitað flott tækifæri til þess arna þar sem fram koma heimildarmenn.
  • *
  • Blaðið hefur ekki alltaf slík þæg þý til að leita til, í áróðri sínum. 

Ekki veit ég hvað hefur farið fram á þingflokksfundum VG, eitt er þó 100% víst að til þess að eitthvað geti orðið að lögum er ekki nauðsynlegt að málið hafi verið tekið fyrir á þingflokksfundum VG.

 

Einkum eftir að þingflokkurinn var klofinn í herðar niður. Þá dugði það ráðherrum flokksins að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir lagasetningum og var meirihluti þingflokksins auðvitað með í ráðum.

Menn skulu muna, að þrátt fyrir klofningin hélt ríkisstjórnin velli allt kjörtímabilið. Það sárnaði auðvitað þessu klofningsliði mest.

Það hefur mörgum sinnum komið fram í fjölmiðlum og af hendi Bankasýslunnar að þegar ríkissjóður losaði sig við verðlausan eignarhlut sinn í þessum bönkum til slitabúanna hafi verið fyrir hendi lög sem heimiluðu það.

Það hafði einnig komið fram og marg rætt að ríkissjóður hafði ekki bolmagn til þess að halda öllum þessum þrotabúum í sinni hendi.

Sannleikurinn var alveg ljós, það var ekki á íslenska skattgreiðendur leggjandi sem eru fyrst fremst launamenn að taka á sig slíkar birðar til viðbótar öllu öðru til að halda í alla þessa banka.

Mér er spurn: Þá fyrir hverja? Það er alveg morgunljóst að það hefði ekki verið til að vernda hagsmuni almennings.

Því áttu þeir að gera það? Þetta voru einkabankar. Þeir hefðu átt að öllu eðlilegu að fara strax í þrot.  

Því miður, þessir nefndu þingmenn reyndust óhæfir og þreklausir að mínu mati þegar á reyndi. Höfðu reyndar mjög ólík sjónarmið í mjög mörgum málum en venjulegir vinstrimenn. Enn er þetta klofningslið að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Að mínu mati hefði verið betra að þetta fólk hefði aldrei verið kosið á þing.

Þetta mál hefur svo sannarlega verið rannsakað af áhugamönnum þar um. Þá hefur bankasýslan gefið út skýrslu um þetta mál er væntanlega byggir á ýtarlegri rannsókn. E.t.v. er eðlilegt að það verði rannsakað enn frekar af viðurkenndum aðilum. 


mbl.is Segir Steingrím hafa „leikið einleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímu skráir sjálfur sína sögu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2015 kl. 09:59

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér Heimir.

Þótt höfum ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þá er ég þeirrar skoðunar að flestir þessir menn reyni að gera allt sem þeir geta til að vinna þarft verk fyrir þjóðina.

Ég er þeirrar skoðunar að Steingrímur vilji fátt frekar en að það mál sé rannsakað.

kveðja

Kristbjörn Árnason, 3.6.2015 kl. 10:05

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Stóru bankagjöfina verður að rannsaka.

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1702729/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 3.6.2015 kl. 10:32

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kristbjörn, það væri betra fyrir Steingrím ef hann óskaði sjálfur eftir rannsókn.

Mér skilst að um hundruð milljarða króna sé að ræða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2015 kl. 10:38

5 identicon

Það er alveg kórrétt. Við skrifum sjálf sögu okkar, þótt sagan sé ekki alltaf færð á blöð.En aftur á móti eru aðeins örfáir, sem reynir að endurrita sinn eigin feril. Fer þar Davíð Oddsson í brjósti fylkingar. Þetta er auðvitað ósiöur, en hefur tekizt mjög vel, ef lítið er til þeirra ummæla stuðningsmannanna, sem sjást öðru hvoru hér í bloggjeimum. 

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 11:19

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

1.    Hvernig er hægt að “sverta Steingrím”, þann svartasta af öllum landráðamönnum ? Stóra bankagjöfin er bara eitt af þeim óhæfuverkum sem Steingrímur reyndi, - en líklega það eina sem honum tókst að framkvæma.

 

2.    Í Stjórnarskránni er ekki fjallað um aðkomu V-Grænna að lagasetningu frá Alþingi, en það hafa þótt eðlileg vinnubrögð að forustumenn ráðfæri sig við nánustu samstarfsmenn, þegar mikilvægar ákvarðanir eru framundan. Fyrst Steingrímur ráðfærði sig ekki við nána samstarfsmenn í V-Grænum, eins og Atla Gíslason + Lilju Mósesdóttur + Jón Bjarnason, er spurningin við hverja hann hafði samráð. Getur verið að það hafi verið hrægammarnir, sem hann gaf bankana ? Hefur verið athugað hvaða upphæðir eru skráðar á Steingrím í erlendum bönkum ?

 

3.    Stóra bankagjöfin var ólöglegur gjörningur og þess vegna er hægt að ógilda lögin sem Steingrímur fekk samþykkt eftirá.

 

4.    Frá upphafi lág fyrir, að bankarnir myndu öðlast einokunar-aðstöðu á markaðnum og að þeir gætu í skjóli einokrunar blóð-mjólkað landsmenn og fyritæki þeirra. Þessar staðreyndir voru útskýrðar straks þegar af gerningnum fréttist. Leyndin yfir Stóru bankjagjöfinni stafaði auðvitað af því, að Steingrímur og samsærismenn hans óskuðu ekki opinnar umræðu um málið. Bankarnir hafa sannarlega reynst sú gullnáma sem flestum var ljóst að þeir yrðu.

 

5.    Fyrir liggur að Íslendska ríkið hafði ekki efni á að gefa bankana. Það eru hrein öfugmæli að segja:  »það var ekki á íslendska skattgreiðendur leggjandi…….að taka á sig slíkar birðar til viðbótar öllu öðru til að halda í alla þessa banka.« Allir erfiðleikar síðustu ára, hvað varðar losun gjaldeyrishafta, stafa af Stóru bankagjöfinni.

 

6.    Með Stóru bankagjöfinni var komið í veg fyrir að Gengishrun krónunnar yrði leiðrétt og Skjaldborgin yrði eitthvað annað en innantóm slagorð. Við vitum að Steingrími gekk allt annað til en að gæta hagsmuna landsmanna.

 

7.    Það er barnalegur misskilningur að tala um nýgju ríkisbankana þrjá sem »einkabanka«. Það lýsir einnig mikilli vanþekkingu að gera ekki greinarmun á milli nýgju ríkisbankanna og þrotabúum gömlu bankanna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 3.6.2015 kl. 11:59

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Vitnisburður samstarfsmanna Steingríms, í V-Grænum:

 

Lilja Mósesdóttir:

 

»Steingrímur J. fór aldrei fram á að þingflokkur VG samþykkti framsal eignarhluta ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til slitabúa föllnu bankanna,«

 

Atli Gíslason:

 

»Þegar ákvörðunin var kynnt [20. júlí 2009] var boðað til skyndifundar hjá þingflokki VG í alþingishúsinu. Þangað mættu Þorsteinn Þorsteinsson og Steingrímur J. Þá var búið að taka ákvörðunina. Manni var eins og oft áður og síðar stillt upp við vegg og gert til málamynda að samþykkja þegar teknar ákvaðanir,«

 

»Þessi ákvörðun var þvert á stefnu flokksins. Steingrímur boðaði það ávallt að við myndum fara norsku leiðina í bankamálunum, þ.e.a.s. að ríkið ætti allavega hlut sem myndi skipta máli, til dæmis þriðjungs hlut. Það var talað um þessa norsku leið. Svo allt í einu birtist tillaga um að tveir bankar skyldu fara til slitabúa en ríkið halda einum, þ.e. Landsbankanum. Ég heyrði síðar að ástæðan hefði meðal annars verið sú að Landsbankinn hefði ekki verið góð söluvara, að engin hefði boðið í bankann,«

 

»Þetta var því þvert á norsku leiðina sem Steingrímur boðaði. Hefði ríkið átt ráðandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka hefði það haft betri vígstöðu í þágu heimilanna.«

 

Jón Bjarnason:

 

»Um sumarið 2009 kemur þetta mál án fyrirvara inn á ríkisstjórnarfund. Þá kom fram að til stæði að afhenda tvo banka til kröfuhafa gömlu bankanna. Rökin voru þau að í því fælist minni áhætta fyrir ríkissjóð og að kröfuhafarnir yrðu þannig líka meira ábyrgir fyrir því hvernig útistandandi kröfur innheimtust, og svo framvegis,«

 

»Ég lýsti strax yfir fullri andstöðu minni við þetta mál og sagði að það gengi þvert á þau markmið sem sett höfðu verið og þær forsendur sem gefnar voru fyrir stofnun þessara nýju banka. Við værum hvorki búin að setja ný bankalög né heldur gera aðskilnað á milli fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Auk þess væri fráleitt að afhenda kröfuhöfum gömlu bankanna eignarhluti í þessum nýju bönkum sem voru auk þess í raun að stórum hluta með ríkisábyrgð. Það væri ekki einu sinni ljóst hvort gömlu bankarnir yrðu settir í gjaldþrot eða ekki. Að þetta væri fráleit aðgerð sem samrýmdist ekki stefnu VG.«

 

Stóra bankagjöfin er jafnvel stærri glæpur en Icesave-kúgunin, sem vel að merkja þjóðinni tókst að afstýra. Endurheimta verður ríkisbankana úr höndum hrægammanna og veita landráðmönnum verðuga refsingu fyrir að vinna svo gróflega gegn hagsmunum almennings, í skjóli tímabundinnar setu í ríkisstjórn.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 3.6.2015 kl. 12:18

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég hef reyndar aldrei orðið var við að Steingrímur setti sig á móti rannsókn á málinu. En ef hann hefur gert eitthvað án þess að fyrir því stæði einhver lög er sá gjörningur ómark með öllu. Það er alveg ljóst að ef um ólöglegan gjörning er að ræða hefði þingmenn öllum flokkum látið í sér heyra, strax þegar þetta var á döfunni. 

Bankasýslan hefur þegar leiðrétt þennan vitlausa áróður og einnig formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarn Benediktsson. Þeir einu sem hafa verið að dylgja með þessum hætti hefur verið Vigdís og líklega Sigmundur Davíð rétt fyrir síðustu kosningar, því það hentaði þessum flokki að reyna að rugla almenning.

Ekki einn einasti þingmaður hreyfði við athugasemdum og enginn ræddi um að það væri í gangi ólöglegur gjörningur. Þessa hugmynd að ríkið ætti ekki að reyna að halda þessum bönkum heyrði ég fyrst koma frá Vilhjálmi Egilssyni þáverandi framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekenda og fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Allir sáu sem vildu sjá að ríkissjóður hafði ekki bolmagn til að halda öllum þessum bönkum. Það var einnig ljóst a launamenn gátu ekki bætt þeim birðum á sig.

Ég hirði nú ekkert um bullið í þér Loftur,  það er að mínu mati oft svo yfirgengilegt. Þér verður ekki svarað hér frekar enda oftast ósvaravert sem þú sendir frá þér. Þér er nær að skrifa bara eigin færslur um málið.

En af því að þú minnist nú á uppáhaldsmálið þitt Icesave, þá vitum við báðir að framundan eru ströng málaferli vegna Icesave og settar hafa verið fram kröfur á íslenska ríkið sem fara eitthvað á annað þúsund milljarða. Auðvitað vonum við allir að það mál fari allt vel. 

Nóg eru skattgreiðendur búnir að greiða upp í þá hít Landsbankans hf. 

En við vitum að  fyrstu samningarnir um það mál voru gerðir  í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde í umsjón Baldurs Guðlaugssonar þess mæta manns,  hafa reynst þjóðinni erfiðir. Bjarni Benediktsson talaði fyrir lögum um þann samning á Alþingi. Ekki það að ég kenni Baldri endilega um málið því samningsstaða íslendinga var hörmuleg á fyrsta árinu eftir hrunið. 

Það var mikil ógæfa fyrir þjóðina,  að ekki mátti semja um málið eftir góða niðurstöðu úr lokasamningalotunni. Ekki mátti semja vegna þess að ekki hentaði fjölmörgum áhrifamönnum að gerðir væru samningar um málið. Nú full ástæða til þess að hafa enn meiri áhyggjur og vonandi þurfa íslendingar ekki að leggjast á hnén við fótskör forráðamanna þessara ríkja eftir lokadóm um neyðarlögin og Icesave.

Guð blessi þig

Kristbjörn Árnason, 3.6.2015 kl. 14:07

9 identicon

"Ég hef reyndar aldrei orðið var við að Steingrímur setti sig á móti rannsókn á málinu."

Það er undarlegt, Kristbjörn, því að bæði ég og næstum allir aðrir sáum Steingrím óskapast í ræðustól Alþingis yfir því að þetta mál skuli hafa verið til umræðu í þinginu. Auðvitað vill hann ekki rannsókn.

"... og settar hafa verið fram kröfur á íslenska ríkið sem fara eitthvað á annað þúsund milljarða."

Kröfur vegna Icesave eiga auðvitað ekki að greiðast af íslenzka ríkinu. Hins vegar er sjálfsagt að senda þúsund milljarða reikning á Sigurjón Þ. Árnason og Björgólfsfeðga. Icesave-svindlið var þeirra hugmynd og áætlun frá upphafi meðan þeir stjórnuðu þáverandi Landsbanka, sem jú  var einkabanki. Áður en Icesave var sett á laggirnar, ætluðu þeir sér að stela sparifé Breta og Hollendinga. Einbeittur brotavilji.

"Auðvitað vonum við allir að það mál fari allt vel."

Að "allt fari vel" í þínum huga, er það, að íslenzkir skattgreiðendur borgi óréttmætar kröfur upp á annað þúsund milljarða?

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 14:33

10 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þeir sem eru andstæðingar Steingríms, finnast hann alltaf óskapast í ræðustól Alþingis. Eitt er víst að honum vefst ekki tunga um höfuð.

Það er rétt hjá þér Pétur, það var skoðun ESA. 

Það er einnig rétt að þessi óþverragjörningur er eitthvað það ljótasta sem maður hefur séð. Lýsing þín er rétt.

Álit ESA kom löngu eftir að þjóðin þjóðnýtti þrotabú þessa Landsbanka og eignaðist þar með allar hans eignir og einnig allar hans skuldbindingar. Hafi eitthvað verið til í skúffum erlendis af aurum sem var komið í eigu þjóðarinnar hefur verið notað til að greiða skuldir Landsbanka Björgvins. Nú er skuldin eins og hún var sögð standa í að verða fullgreidd. 

Jú það var þjóðin sem hefur greitt þetta fé upp í þessa Iceasave skuld. Enn eru miklar skuldir ógreiddar því þrotabúið átti ekki fyrir skuldum sínum.

Af því að ekki var lokið við að semja um vaxtagreiðslurog ýmiskonar kosnað eru þegar komnar fram miklar kröfur. Í fréttum hefur komið fram, að þessi ríki sem eiga kröfurnar séu að fara með þær fyrir dómstóla.

Neyðarlögin voru brot á regluverki ESB er varðar þann gjörning að mismuna viðskiptavinum Landsbankans.  

Kristbjörn Árnason, 3.6.2015 kl. 14:49

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá hvað þér tekst að misskilja og skrumskæla einfaldar staðreyndir hérna. Það stendur hreinlega ekki steinn yfir steini í þessum málflutningi þínum.

Hér eru réttar upplýsingar:

Gamli Landsbankinn var aldrei þjóðnýttur heldur tekinn til slitameðferðar eins og hvert annað gjaldþrota fyrirtæki.

Icesave kröfurnar koma íslenska ríkinu ekki við eins og var staðfest með dómi EFTA-dómstólsins, heldur er það einkaskuld gamla bankans, sem var ekki þjóðnýttur.

Þau dómsmál sem eru núna í gangi vegna Icesave eru einmitt á milli hlutaðeigandi aðila en íslenska ríkið er ekki aðili að þeim.

Þegar Steingrímur einkavæddi árið 2009 nýju ríkisbankana sem voru stofnaðir haustið 2008, var ekki til staðar lagaheimild fyrir þeirri ráðstöfun.

Margir þingmenn úr öllum flokkum (nema kannski Bjartri framtíð) bæði fyrrverandi og núverandi hafa látið í sér heyra um þetta síðastnefnda atriði.

Annars er það enginn mælikvarði á lögmæti aðgerða hvað aðrir vissu eða sögðu um þær. Slíkt er skilgreint með lögum en ekki almannarómi.

Að sjálfsögðu væri rétt að færi fram opinber rannsókn á þessari seinni einkavæðingu, og að sama skapi þeirri fyrri líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 16:14

12 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Guðmundur og takk fyrir innlitið og fræðsluvilja þinn. Það eru hér atriði sem vert er að þú útskýrir fyrir mér.

Hvernig eignaðist ríkið sinn hlut í þessum banka? Er hann ekki nálægt 95%?

Hvernig gat íslenska ríkisvaldið samið um, að þær eignir þrotabúsins sem lágu erlendis yrðu notaðar til að greiða upp í Icesave-skuldina án þess að hafa eignarhald á þeim eignum?  

Kristbjörn Árnason, 3.6.2015 kl. 18:29

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

Kristbjörn, ég sé að þú hefur ekki haft fyrir því að kynna þér málið og það viðurkennir þú reyndar með því að segja að málflutningur minn í Icesave-málinu hafi verið bull. Við sem börðumst gegn Icesave-kúguninni stöndum uppi sem sigurvegarar og allt sem við héldum fram í því máli hefur verið staðfest af dómstólum landsins, sem og EFTA dómstólnum.

 

Eins og ég hef sýnt fram á nýlega, átti Stóra bankagjöfin upphaf í stjórnkerfinu og FME (Fjármáleftirlitið) lagði sitt lóð á vogarskálarnar meðal annars með lygum í ársskýrslu FME fyrir tímabilið 01.07.2008-30.06.2009. Sú uppljóstrun stendur óhögguð, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli þín um að ég fari með bull.

Steingrímur J. Sigfússon var því sjálfsagt ekki upphafsmaður Stóru bankagjafarinnar, þótt hann hafi séð um formlega framkvæmd hennar. Ótrúlegt verður að telja, að Steingrímur hafi vegna heimsku tekið að sér  óþrifaverkið. Ef einhver vill bendla Vilhjálm Egilsson við Stóru bankagjöfina, verður sá að bera fram einhver rök því til stuðnings. Það er ábyrgðarhluti að koma fram með ásakanir um að Vilhjálmur hafi átt hlut að svona alvarlegum glæp.

 

Kristbjörn, það er sannanlega rangt sem þú heldur ítrekað fram, að ríkissjóður hafi ekki haft bolmagn til að halda nýgju bönkunum. Engin þörf var að skuldsetja bankana og engin þörf var að skuldsetja þá í erlendum gjaldeyri. Hvort tveggja var undirbúið af FME til að gera leikinn auðveldari hjá Steingrími. Einungis var þörf að leggja bönkunum til eiginfé, alls ekki að greiða hátt gjald fyrir óþarfar og verðlitlar eignir. Til að láta stöðuna virðist erfiðari, kaus FME einnig að hækka kröfu sína um eiginfjárhlutfall.

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1655628/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 3.6.2015 kl. 18:41

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg sjálfsagt.

1) Hvernig eignaðist ríkið sinn hlut í þessum banka? Er hann ekki nálægt 95%?

Íslenska ríkið á engan hlut í gamla Landsbankanum. Hinsvegar stofnaði íslenska ríkið Nýja Landsbanka Íslands haustið 2008. Þannig eignaðist ríkið þann hlut, sem stofnandi fyrirtækisins. Þó svo að við höfum aldrei verið spurð að því sem skattgreiðendur hvort við vildum leggja hundruðir milljarða af okkar peningum í að stofna nýja banka, þá var það samt gert þannig.

2) Hvernig gat íslenska ríkisvaldið samið um, að þær eignir þrotabúsins sem lágu erlendis yrðu notaðar til að greiða upp í Icesave-skuldina án þess að hafa eignarhald á þeim eignum? 

Spurt er um erlendar eignir gamla Landsbankans eða þrotabús/slitabús hans. Ríkið þurfti ekki að semja um eitt né neitt hvað þetta varðar. Það sem gerðist þegar innstæður í hinum erlendu útibúum bankans urðu óaðgengilegar, var að innstæðutryggingasjóðir Bretlands og Hollands greiddu innstæðueigendum þá strax út tryggingu vegna þeirra innstæða. Við það eignuðust þeir kröfur viðkomandi innstæðueigenda á hendur bankanum sem skuldaði þær (gamla Landsbankanum). Þetta er einfaldlega kröfuréttur samkvæmt gildandi lögum og þarf ekki að semja neitt um það. Eða hvað gerist annars ef þú lánar mér pening og ég borga ekki tímanlega? Þarftu að semja við ríkið um að mega innheimta hjá mér? Nei alls ekki, heldur væri sú innheimta einkamál þitt gegn mér.

Miðað hvernig þú spyrð þá gefur það sterklega til kynna að þú sért að rugla saman annars vegar samningum sem var reynt að gera um ríkisábyrgð á þessum kröfum, og hinsvegar þeim kröfum sjálfum. Þeir samningar sem reynt var að gera um ríkisábyrgð, voru ólöglegir, eins og EFTA-dómstóllinn átti síðar eftir að staðfesta, enda var þeim hafnað af þjóðinni.

Ef það er eitthvað fleira sem vefst fyrir þér skaltu endilega afla þér réttra upplýsinga um það, frekar en að setja fram rangar fullyrðingar í ræðu eða riti.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 18:52

15 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • einföld svör hjá þér Guðmundur, en fyrir hvaða fé stofnaði ríkið þennan banka?  Ekki snúa út úr Guðmundur. 

    • ég er ekki að rugla saman neyðarlögunum og samþykktum ESB sem íslendingar undirgengust 1. janúar 1970 með EFTA aðildinni um að ekki mætti gera upp á milli viðskiptavina fyrirtækja eftir þjóðerni eða eftir öðrum reglum.

    • ég er heldur ekki að blanda umræðunni um ríkisábyrgð á bönkum ef ríkið hefur vanrækt að stofna innistæðutryggingasjóð eins og gerðist á Íslandi í raun. ESA álitið afgreiddi það mál blessunarlega.

    • en hvað sem líður þessu með eignir þrotabúsins erlendis, að þá var samið um meðferð þeirra í samningum milli ríkjanna. Það var reyndar gert með ,,Svavars samningunum" sem var í raun lagfæring á samningunum sem Baldur Guðlaugsson hafði verkstjórn yfir á ábyrgð ríkisstjórnar Geirs Haarde.

    Kristbjörn Árnason, 3.6.2015 kl. 20:25

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband