Kristur var dæmdur fyrir guðlast og krossfestur

  • Það er rétt sem Úlfar Þormóðsson sagði í viðtali við Mbl fyrir tveim árum að lög gegn guðlasti væru í raun hættuleg.

Slík lög geta  hæglega breytt um merkingu á augabragði. Þetta er auðvitað draugur úr fortíðinni þegar kirkjuvaldið var enn órjúfanlegur hluti af yfirvöldum t.d. á Íslandi.

  • Marteinn Lúter var einnig dæmdur fyrir guðlast og var raunar bannfærður af páfa.

Prestar voru hluti af íhaldsamri yfirstéttinni í landinu og hluti af æðstu valdastétt landsins. 

Smán saman hefur verið að fjara undan þjóðkirkjunni sem valda-aðila í landinu. Er varð í raun að engu eftir svívirðu Ólafs Skúlasonar í embættistíð sinni sem varð raunar eftirmanni hans á biskupsstóli einnig að falli.

Ítök gamla valdaflokksins kirkjunni hafa eftir þetta örugglega beðið beðið mikið afhroð.

Nú er svo komið að prestastéttin telur sig tilheyra venjulegum launamönnum sem eru skipulagðir í samtökum háskólamanna sem starfa hjá ríkinu.

  • Prestar nútímans eru sennilega fegnastir allra að lögin um guðlast hafi verið afnumin.

Veraldleg viðhorf þessa hóps eru örugglega gjörbreytt sem sjá mátti t.d. með síðasta bikupskjöri. Vonandi verður það svo í framtíðinni, að stjórnmálaflokkar sjái sóma sinn í gagnvart þjóðinni að blanda sér ekki í innri mál þjóðkirkjunnar. 

  • Íslendingar verða, að átta sig á þeirri staðreynd, að þar sem kúgunin er mest í heiminum eru víðast í gildi hörð lög gegn svonefndu guðlasti og dauða-refsingar eru iðulega viðhafðar.

mbl.is Veifaði forboðnu blaði á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband