Þetta er auðvitað, ekkifrétt

  • Því það er ljóst að Guðmundur var fyrir löngu búinn að missa áhugan á þessu forystuhlutverki sínu í þessum félagsskap.
    *
  • Allt malt var uppurið ef það hefur einhverntíma verið fyrir hendi. Það vantaði raunar alltaf eldmóðinn í kallinn. En sjálfsagt góður drengur, en það dugir bara ekki til að halda lífi í stjórnmálaflokki


Þannig að þessi ákvörðun er í sjálfu sér rökrétt og drengileg . Væntanlega er eftir í þessum flokki fólk sem hefur áhuga á að drífa flokkinn áfram. Fram steig stúlka sem hafði þann dug í sér að segja sannleikann.

Því er það rétt mat hjá hugsanlegum eftirmanni að við núverandi aðstæður verður að fara fram raunveruleg kosning milli manna svo hugsanlegt verði að áhugasamasti og hæfasti aðilinn verði valinn.

Einfaldlega vegna þess að slík innri barátta hefur aldrei farið fram, það eru mestar líkur á því að sigurvegari í slíkri keppni hafi dug í sér til að afla þessum flokki fylgi. Þeir sem ekki nenna að berjast eru ekki líklegir til að hafa áhuga á að berjast fyrir þennan flokk. 

Björt Framtíð sem flokkur er hreinræktaður miðjuflokkur sem á ekkert skylt við hægri arm gamla Alþýðuflokksins. Sá hluti flokksins var vinstri sinnaður.

Alþýðuflokkurinn átti alla tíð mjög sterkar rætur í  ASÍ og átti enn á meðan flokkurinn var við lýði, rétt eins og Alþýðubandalagið. Núverandi vinstri flokkar hafa engin formleg tengsl við verkalýðshreyfinguna. Í þeim flokkum starfa ekki verkalýðsmálaráð. 

Það er helst að Björt Framtíð líkist Framsóknarflokknum, þ.e.a.s. vinstri hlið hans. En það er eins hann og með nýju flokkanna til vinstri, að BF hefur engin tengsl við ákveðin hagsmunaöfl eins og Framsóknarflokkur hefur enn við bændasamtökin og tengsl við það sem eftir stendur af samvinnuhreyfigunni. 

Þetta er í raun megin munurinn á nýju stjórnmálaflokkunum sem hafa engin tengsl við hagsmunaöfl í samfélaginu.

Á meðan gömlu valdaflokkarnir hafa mjög sterk tengsl við öflugustu hagsmunasamtök þjóðarinnar, einkum Sjálfstæðisflokkurinn.  Sem eru samtök atvinnurekenda í landinu. 

ASÍ og samtök opinberra starfsmanna hafa verið að veikjast mjög síðustu rúmlega 20 árin vegna þess að skorið hefur verið á öll formleg flokkspólitísk tengsl hreyfingarinnar við vinstri flokka landsins.

Allir þessir aðilar sitja sárir eftir og almenningur gerir samt sem áður kröfur til þess að allir þessir aðilar standi undir nafni. Kröfur sem þessir aðilar geta ekki staðið undir eins sundraðir og þeir eru. 

Í þessu tómarúmi hafa verið að myndast stjórnmálaflokkar eða hópar sem hafa enga grundvallarstefnu en fljóta áfram rétt eins og rótlaust þang.

.


mbl.is Hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Guðmundur Steingrímsson hefur alla tíð verið of góður drengur í svona pólitíska manneskju-skemmdarverkastarfsemi að mínu mati.

Og að mínu mati á það sama við um flest alla aðra unga og heiðalega efnilega einstaklinga sem flækjast í þetta sökudólganet pólitískra fjölmiðlaárásarherferða og mannorðs-aftökusveita. (Sannleiksmaðurinn vestfirski: Jón Baldvin Hannibalsson ætti að leyfa okkur að heyra meira frá sér um staðreyndirnar á Íslandi).

Það er skömm að því hvernig skoðanamótandi fjölmiðlar landsins ganga á undan með óverjandi eineltisfordæmi!

Og hvernig líður börnunum um þessar mundir, sem mæta í grunnskólana með réttrúnaðarpólitíska fjölmiðla-eineltið í eftirdragi frá morgunverðaborðs-blaðalesningunni?

Guð og allar góðar vættir verndi skólabörnin fyrir þessum siðlausu og pólitísku eineltishersveitum.

Börnin líða því miður mest fyrir þessar pólitísku árásir fjölmiðla. Fréttablaðið er umræðuefni barnanna að morgni dags í árásum pólitískra fréttablaðs-rétttrúnaðarskoðana. Foreldrar eiga börn í skólunum, og rétttrúnaðar-pólitíkin er borin frítt inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu?

Hvernig gengur börnunum að einbeita sér þegar pólitíska hatrið og rétttrúnaður er borinn inn á hvert heimili, áður en dagurinn byrjar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2015 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband