Er þetta tillaga að nýrri opinberri ríkisstofnun

  • Getur verið að slíkar hugmyndir séu í gangi nú í viðræðunum um nýja búfjársamninga?  

En Landsamband sauðfjárbænda segir að mikil sóknarfæri séu í útflutningi á lambakjöti.  Væntanlega reikna þessir bændur með því að skattgreiðendur niðurgreiði slíka kjötframleiðslu.

gróðureyðing

En fram kemur í greiningu markaðsráðgjafar fyrirtækinu Kom, að markaðsmöguleikar séu miklir.

Einnig séu tækifæri í betri nýtingu á lambakjöti með sjálfbærni að leiðarljósi.

Fyrirtækið leggur til að stofnuð verði Markaðsstofa sauðfjárafurða er héldi utan um markaðsstarf sauðfjárbænda.

Vert er að skoða álit Ólafar Arnalds  á beitarskilyrðum sauðfjár á Íslandi sem fjölmiðlar hafa nýverið birt frétt um og þar segir m.a.:

„Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar.
En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt.

Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti.

Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna“.

réttir

Það getur tæplega verið vistvæn og eða sjálfbær framleiðsla á lambakjöti ef fénu er beitt á örfoka land eins og nú er gert. 

Þótt bændur eigi tiltekinn eignarrétt á landi á þjóðin landið allt sem slíkt.  Það er ekki sama hvernig farið er með þau auðævi þjóðarinnar og síðan er það auðvitað spurningin um greiðslu til þjóðarinnar fyrir fénýtingu á gæðum landsins.

  • Það kemur auðvitað ekki þjóðinni ekkert við þótt þessi samtök bænda stofni með sér markaðsskrifstofu enda er það ekki þjóðarinnar að standa undir kosnaði af slíku.
  •  
  • Það er heldur ekki verkefni þjóðarinnar að greiða með kjötframleiðslu til útflutnings. Það getur ekki talist vera félagsleg aðgerð að niðurgreiða kjöt fyrir útlendinga

Búfjársamningar og sjálfbær landnýting - Vísir

 


mbl.is Mikil sóknarfæri fyrir lambakjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Mikil er sú viska.

 Örfoka land- sest eftir vansföll og miklar rigningar /rok þar sem engin sauðkind kemur.

 Slettlendi sem hvorki er beitt eða slegið verður þakið þúfum af grasi sem er ekki nytt.

 Greiðslur til að halda uppi landbúnaði eru vegna þess að bændur sem vinna nótt og dag fá litið fyrir afurðir sínar- milliliðir og afurðastöþvar fá vinnu við afurðir bænda.

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.1.2016 kl. 21:28

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þeir eiga bara að fá sér aðra vinnu Erla. Þeir eru ekki í þessari sjálfboðaliðastarfi fyrir borgarbúa. Ertu að segja að prófessorinn á landbúnarháskólanum á Hvanneyri viti ekki hva hann er að tala um.  

Kristbjörn Árnason, 6.1.2016 kl. 21:56

3 identicon

Lambakjötsframleiðsl er að stórum hluta ósjálfbær landnýting og rányrkja.

Það er alveg merkilegt Erla Magnea hvað þú getur troðið mörgum mýtum inn í jafn stuttan pistil.

1. Megin orsök gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi er ofbeit og þá sérstaklega sauðfjár.  Það hefur verið þekkt staðreynd í meira en 100 ár og margsannað með rannsóknum.  Reyndar þarf ekki annað en að bera saman beitt land og friðað til að sjá þetta.

2.Þúfur myndast vegna beitar.

3.Sauðfjárrækt kemur aldrei til með að bera sig á Íslandi og það hefur ekkert með afurðarstöðvar að gera heldur óhagvæmni skepnunnar. 

Tek það fram að ég er samt ekki á móti styrkjum til sauðfjárræktar og greinin er afar mikilvæg fyrir landsbyggðina.  En meðan ofbeit og rányrkja er svona víða stunduð þá er út í hött að auka útfluttning á niðurgreiddu kjöti.

Jón Kr Arnarson (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 22:48

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sagði hvergi að ég væri á móti einhverjum eðlilegum byggðarstyrkjum til fólks í sveitum. En hef miklar efasemdir um að slíkir styrkir renni bara til bændanna, sem eru almennt þeir sem best standa í sveitunum. Þeir hafa jú eignarhaldið á bújörðunum á meðan að aðrir hafa lítið sem ekkert.

Kristbjörn Árnason, 6.1.2016 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband