Á þjóðfélagið nú að bera ábyrgð mistökum bjórgerðarmannsins?

  • Allir framleiðendur stórir sem smáir verða að bera ábyrgð á eigin framleiðslu. Þannig er einnig með þessa blessuðu bjórframleiðendur.
    *
  • Það getur tæplega verið félagslegt vandamál sem opinberir aðilar verða að koma að, þegar bjórgerðarmenn gera mistök. Kanski var of mikil framleiðsla sem ekki selst eða að gerð voru mistök í framleiðslu og bjórinn t.d. bragðvondur.

Menn selja auðvitað ekki jólabjór í mars eða páskabjór í ágúst. Þetta sjá allir og sérstaklega þeir sem framleiða of mikið magn af einhverju sem síðan selst ekki. Það er ekki þjóðfélagið sem stendur að slíkri sóun, það gera þeir standa í þessari framleiðslu.

bjór

En þessum framleiðendum er í lófa lagið að breyta nafni bjórsins og bragði. Þetta þurfa allir framleiðendur að gera að sjá fyrir um sölumöguleika og eiga möguleika að nýta hlutina í annað er þá sama hvað framleitt er. 

Því er nauðsynlegt að breyta framleiðslunni og skipulagi með þetta í huga. Það hljóta þeir að gera í útlandinu einnig.

Það er enginn sem neyðir bjórfólkið til að framleiða bjór undir þessum formerkjum.

Þetta er í meira lagi furðuleg umræða.

En það er mikil reynsla fyrir því, að margir eiga í miklum erfiðleikum með að fara eftir settum reglum. Svona rétt eins og umferðarreglur eru sumum erfiðar. Samt eru menn að sækja um að fá að fara eftir ákveðnum reglum.


mbl.is Fáránleg sóun á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef bjórinn selst ekki er hann auðvitað tekinn úr sölu. En það er fáránlegt að bannað sé að selja bjórtegund nema á ákveðnu tímabili. Auðvitað á að vera hægt að klára birgðirnar ef fólk vill kaupa þær. Það er einhver reginmisskilningur hjá þér að málið snúist um að ríkisvaldið styrki bjórframleiðendur með einhverjum hætti. Málið snýst bara um að afnema kjánalegar reglur.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2016 kl. 13:39

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Þorsteinn og takk fyrir innlitið.

Ég held því ekki fram, en aumingja þingmaðurinn talaði þannig eins og það væri eðlilegt.

Auðvitað verður að gera þær kröfur að þeir menn sem sækjast eftir því að sinna þessari leyfiskyldu framleiðslu sætti sig við reglurnar sem þeir samþykktu að fara eftir.

Ég held að okkar reglur fari að mestu eftir dönskum reglum og mér er sagt að þar megi framleiðendur selja upp lager sem stendur eftir þegar jólasalan er búin. En þó eftir ákveðnum reglum.

Jólabjórsalan eykur verulega bjórsölu og eftir því eru menn að sækjast sem elilegt er.

 

 

Kristbjörn Árnason, 21.1.2016 kl. 14:17

3 identicon

Ég held að þú sért eitthvað að misskilja hér, Kristbjörn.

Þingmaðurinn er alls ekkert að tala um að ríkisvaldið styrki bjórframleiðendur. Hér er verið að leggja til að það þurfi ekki lengur að farga afgangs jóla- páska- þorrabjór o.s.frv eftir einhvern ákveðinn tímapunkt, heldur leyfa sölu á honum. Í því felst ekki nokkur einasti styrkur til framleiðenda. Það er bara verið að opna fyrir að afgangurinn af upplaginu fái að sitja í búðum meðan eitthvað er eftir af honum. Til hvers að banna það?

Dönsku reglurnar sem þú vitnar í eru ekki þær sem gilda hér á landi, heldur eru þær nokkurn veginn það sem þingmaðurinn er að leggja til.

Sigurjón (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 17:07

4 identicon

Ég held að Jóla og páska bjór mundi aldrei verða til sölu langt fram eftir vori eða sumri þó hann yrði eitthvað lengur í sölu,núna er þetta svoleiðis að innflytendur og framleiðendur fá áfengisgjaldið og umbúðagjaldið endurgreitt ef hann fer í förgun en persónulega vildi ég sjá smá klausu í þessum Átvr samningi um þessa bjóra að þeir gætu sett þessa bjóra á eitthvert tilboðs verð í 2-3 vikur og síðan í förgun... þetta mundi ekki leiða til meirri framleiðslu síður en svo því þessir framleiðendur sem eru hér heima eru löngu byrjaðir að hugsa um þorra-páska og sumarbjóra sölunna.

Svo er annað hvort framleiðendum er bara ekki sama um þessa förgun? t.d voru þetta bara 700 flöskur sem fóru til baka til kalda á Árskógsandi og ég geri minn bjór mikið sjálfur heima og reiknaður efniskostnaður (þá er flaskan ekki með) á 500 ml flösku hjá mér er 127 kr, ég geri 22-24 lítra í hvert skipti.

En við hljótum öll að vera samála um að hverskyns förgun á mat eða drykkjavörum er kjánalegt í dag og auðvita verðum við að tala um hvernig er hægt að koma í veg fyrir svoleiðis svo allir verða sáttir við sitt.

Róbert Gils Róbertsson (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 18:01

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

mér finnst það ekki skipta máli þótt afgangur af jólabjór sé seldur í janúar. En samt er eiginlega skemmtilegra að flottir bjórframleiðendur komi með þorrabjór og einhver nýmæli. Það hljóta að vera alvarleg mistök hjá framleiðanda að sitja uppi með óseldan bjór. Alls ekki gott fyrir neitt merki. Þessar reglur hljóta að vera eitthvað sem þarf að laga.

Kristbjörn Árnason, 21.1.2016 kl. 20:12

6 identicon

Alvarleg mistök? Varla. Yfirleitt held ég að brugghúsin framleiði nokkurn veginn það magn og seldist árið áður. Síðan er salan bara mismunandi eftir árum. Stundum selst jólabjórinn upp meðan á jólum stendur, stundum er afgangur. Ef leyfilegt er að selja hann eftir jól þá sitja menn ekkert uppi með hann, hann selst þá líklega á endanum.

Sigurjón (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 22:34

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það Hakakross eða er það Eimskipafélagsmerkið í athugasemd 4? Ég rugla þessu saman stundum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.1.2016 kl. 23:26

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Framleiðendur verða eðlilega að sitja upp með skaða ef þeir sjálfir eru með óseldan lager.   Hins vegar ætti að leyfa Vínbúðunum að selja það sem þangað er komið þar til lager vínbúðanna er tæmdur af árstíðabundnum bjórtegundum.   Vínbúðirnar geta eftir sem áður sleppt því að kaupa inn viðbótarmagn t.d. eftir þrettaándann og þegar öðrum hátiðum lýkur og sett tímamörk á það frá og til hvaða dags innkaup eiga sér stað.  Í dag er þetta þannig að Vínbúðirnar skila til baka óseldu magni þegar komið er fram á ákveðinn dag og því síðan hellt niður.  Sömuleiðis mætti alveg að skaðlausu færa fyrsta söludag jólabjórs framar á árið, en það munar miklu frá því að jólabjór kemur í Fríhöfnina (nú eða þess þegar Tuborg jólabjór kemur á markað í Danmörku) og því þegar byrjað er að selja bjórinn í Vínbúðunum.

Jón Óskarsson, 22.1.2016 kl. 07:46

9 Smámynd: corvus corax

Svar við spurningunni í athugasemd 4 er það að gamla Eimskipafélagsmerkið er hakakross, svokallað swastika þannig að það er engu saman að rugla. Þetta tákn er til í ýmsum útgáfum en þær elstu eru líklega meira en 3000 ára gamlar. Orðið swastika kemur úr sanskrít og þýðir einfaldlega "gott gengi" þar sem óskað er velfarnaðar. Swastika er eitt af helgitáknum hjá t.d. Búddistum og Hindúum og eflaust í fleiri trúarbrögðum.

corvus corax, 22.1.2016 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband