Korktappinn í drullupollinum

  • Við eru ekki sjálfstæð fámenn þjóð í stóru landi íslendingar

Það er ljóst að stóru ríkjasamböndin Bandaríkin og ESB hafa það í hendi sér hvernig sjálfstæði þjóðarinnar er háttað hverju sinni.

Allir vita að Bandaríkin er voldugasta herveldi heimsins sem deilir og drottnar um allann heiminn.

herþyrla 1

ESB er ekki bara viðskiptasamband, það er einnig stórpólitíkt ríkjasamband hervæddra þjóða með pólitísk afskipti víða um heiminn.

ESB er því  herveldi sem hótar að beita því valdi óspart í samskiptum við þá sem þeir vilja hafa áhrif á ef aðrar leiðir eru ófærar af þeirra mati.

Ísland er með auka aðild að ESB og þar með aðildarríki sem verður taka mark á ákvörðunum ríkjasambandsins.  Það er t.d. eftirtektarvert að aldrei hefur Ísland verið jafn leiðitamt við ákvarðanir ESB eins og nú á valdatíma núverandi stjórnvalda.

ESB

Herinn var löngu farinn og menn farnir að anda léttar, því af honum stafaði alltaf óbein ógn.

Margir veltu því fyrir sér að upp á koman á Austurvelli fyrir framan Alþingi hefði ekki verið liðin af yfirvöldum hér og vestra ef herinn hefði verið enn á Suðurnesjum.  A.m.k. var frúin í vesturbænum með þetta á hreinu.

Núverandi formaður  utanríkismálanefndar vakti fólk upp til raunveruleikans á ný með þessum orðum sínum:

„Það hef­ur eng­in umræða, hvorki óform­leg né form­leg, átt sér stað á milli ríkj­anna um var­an­lega viðveru hér. Þessi litla upp­bygg­ing, sem á enn eft­ir að samþykkja, er í fullu sam­ræmi við varn­ar­samn­ing­inn frá 1951 og rúm­ast vel inn­an sam­komu­lags­ins sem gert var árið 2006.“

Þá seg­ir hún að áform um breyt­ingu flug­skýl­is á vell­in­um þurfi ekki að þýða auk­in um­svif hers­ins á land­inu.

„Við höf­um auðvitað öll heyrt af því að Banda­ríkja­menn vilja treysta stöðu sína á þessu svæði en þetta teng­ist því ekki beint. Vél­arn­ar sem eru að taka við eft­ir­lit­inu eru hærri en vél­arn­ar sem fyr­ir eru og því þarf að hækka skýlið og treysta und­ir­stöðuna. Í hernaðarlegu til­liti er þetta ekk­ert flókn­ara en það.“

  • Þá veit þjóðin það, að Ísland er áfram hernumið land og flýtur áfram eins og lítill korktappi í drullupolli á miðjum róluvelli ríkjasambandanna begjja vegna Atlandshafsins.
    *
  • Landsmenn munu því áfram æfa sig í hnjáliðamýktinni, eins og Andres Kristján fyrrum ritstjóri orðaði fyrir áratugum á meðan hann lifði.

mbl.is Voru ekki upplýst um áformin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband