Kennarinn kýs að líta framhjá eineltinu?

  • Eða hvað á maður að halda?

Það er ekki sérgreinakennari sem fer með heila bekkjadeild (24 nemendur) af krökkum í 7. bekk í miðborgina.  

Slíkt gera bara umsjónakennarar og þeir eru nánast alltaf með annan kennara með sér og síðan skólaliða.

Sérstaklega að ef í nemendahópnum eru erfiðir nemendur.Þetta eru oft erfiðar og vandasamar ferðir

Skólastjóri ber alltaf ábyrgð á svona ferðum eða staðgengill hans.

fellaskóli

Ef einhver nemandi ásamt félögum sínum í gerendahópi hefur lagt ákveðna nemendur í einelti árum saman veit umsjónarkennari allt um slíkt mál.

Sérstaklega ef slíkur aðili er með sín mál í einhverri meðferð hjá skólastjórninni, því umsjónarkennari kemur nánast alltaf að slíkum málum.

En það er þægilegt fyrir kennarann að þykjast ekki sjá atvikiðef ástand bekkjarins er óvenjulegt.

Kanski er það nemandinn sem stjórnar bekknum við vissar aðstæður og kennarinn er lagður í einelti. 

Það væri e.t.v. mikilvægt að foreldrar sem hópur taki á því máli. Því slíkt einelti er mjög algengt en er gjarnan vandlega falið.

Grunnskólakennarar eru mjög oft þurfandi fyrir mikla og góða aðstoð, bæði af skólastjórnendum, af samkennurum og jafnvel frá foreldrum.

Því er það ekki sjaldgæft að kennarar eru látnir einir með erfiða bekki mánuðum saman jafn vel árum saman og kemur það fyrir að þeir brotna iðulega í starfi.

Það er sérkennileg staða, að grunnskólakennarar eru með mun lægri laun en framhaldskólakennarar en eru í mun erfiðara starfi. 

Erfiðum grunnskólanemanda er ekki vísað úr skóla, en erfiðum framhaldskólanemanda er snarlega vísað úr skóla.


mbl.is Tólf ára ýtt út á Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Opinberir grunnskólar eru í mörgum tilfellum gróðrarstía fyrir opinbera skriffinskulobbýisma, stjórnleysið, og spillinguna í samfélaginu.

Einkareknir grunnskólar fá ekki einu sinni umfjöllun í fjölmiðlum, þrátt fyrir að hafa bjargað námsmöguleikum og heilsufari margra barna sem þangað hafa flúið, frá opinbera spillingarskólakerfinu vanrækjandi og óverjandi.

Það eru margar hliðar á þessum óverjandi grunnskóla-skylduvinnuþrældómi opinbera eineltiskerfisins ábyrgðarlausa og stjórnsýslulagaanna óverjandi og vanrækjandi!

Grunnskólar eiga einungis að kenna börnum að lesa skrifa og reikna, ásamt því að taka ábyrgð á börnunum þegar þau eru staðsett í þessum opinberu skyldugrunnskólum!

Börn þurfa oft að fara í sjálfsstyrkingar og endurhæfingar-meðferðir eftir opinberlega óábyrga grunnskólaþrælabúðir eineltisins og heilaþvottapíningar.

Grunnskólar eiga ekki að sinna heilbrigðismálum og greiningum. Þeir eiga að sinna kennslu í lestri, skrift og reikningi! Heilaþvottur og áróður er ekki leyfilegur í opinberlega reknum grunnskólum, og reyndar ekki leyfilegur í neinum skólum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2016 kl. 00:25

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er einelti í öllum skólum, breytir þá engu hvert rekstrarformið er eða stærð skólanna. Einkreknir grunnskólar eru það litlir  t.d. hér í Reykjavbík að þar er auðveldara að koma í veg fyrir einelti. Slíkir skólar eru að stærð eins og tvær til þrjár bekkjadeildir í almennum grunnskólum Reykjavíkur. Þannig að utanumhald um hvarn nemanda er miklu meira og nánara í svona fámennum skólum. 

Almennt standa skólarnir hér í Reykjavík mjög vel þótt það komi ýmislegt fyrir. Erfiðast er núna fjarskorturinn sem veldur því að færra fólk er að vinn í grunnskólunum og því meira álag á nemendum og kennurum.

Ég hef langa reynslu við kennslu í bæði skólum borgarinnar og síðan í einkaskólu hér í borginni. Það er enginn munur á þessum skólum, nema stærðin. En ég er hræddur um að ég sé afar ósammála þér um hvert starfsvið grunnskóla á að vera.

Kristbjörn Árnason, 17.2.2016 kl. 02:08

3 identicon

Varla verður Dagur reiður yfir þessu

Jón (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband