Nokkrar rúblur milli vina

  • Straumsvíkurstríðið snýst ekki bara um kjaramál, það er í raun árás á grundvallaratriði í íslenskri samfélagsgerð.

Þótt við vinstri menn á Íslandi getum ýmislegt sagt um það sem miður fer á Íslandi og ekki er til góðrar eftirbreytni, er ástandið á Íslandi hrein jólahátíð miðað við það sem víðast gerist, þar sem Rio Tinto starfar.
álver í straumi

Þetta er mjög stór ógnandi risi ófagnaðar sem er hér á ferð sem krefst þess að ráða því umhverfi sem fyrirtæki þess starfar í. Risinn er heimsþekktur fyrir grimmd gagnvart launafólki og veikburða samfélögum.

Það er einnig annar alvarlegur flötur í þessu máli. Hann t.d. sá, að þessi erlendu fjölþjóðafyrirtæki sem starfa á Íslandi hirða um 80% af allri raforku á Íslandi og greiða lítið fyrir.

Þetta eru nokkur fyrirtæki sem undanfarin ár hafa verið ansi gerandi og ráðandi í íslenskum stjórnmálum ásamt því að vera í harðri hagsmunagæslu.

verkfallsbrot í straumsvík

Með lævísum áróðri og taktík hafa stóriðjufyrirtækin skapað sér tök á nokkrum íslenskum stjórnmálaflokkum. (Á stóiðjuflokkunum) Það er ekki erfitt að ímynda sér að þessi fyrirtæki hafi látið verðmæti renna til þessara vinaflokka sinna á erfiðum tímum.

A.m.k. var gamli valdaflokkurinn ótrúlega fljótur að ná sér upp úr nánast gjaldþroti á hruntímum þegar uppvíst var um hundruð milljóna króna styrki til flokksins og til þingmanna hans.

Tveir af núverandi ráðherrum flokksins í ríkisstjórn sóttu ársfund Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á þessum örlagatímum.

Spurningin hefur ætíð legið í loftinu um að flokkurinn hafið þegið nokkrar rúblur að gjöf til bjargar undan gjaldhruni.


mbl.is Með milljónir í laun við útskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband