Ríkið á ekki að stunda smásöluverslun, þótt það séu lyf.

  • Það sem ég hef mestar áhyggjur af varðandi þessa stöðu þegar að ríkissjóður stendur uppi með stóra verslunarkeðju með lyf og auk þess allskonar jukk annað meira og minna gagnslaust drasl. 

  • Að ríkissjóður hafi verið að kaupa köttinn í sekknum, þ.e.a.s. að verðmæti þessa fyrirtækis sé stórlega ofmetið.

  • Auk þess hef ég alltaf haft á tilfinningunni að þetta séu dýrustu lyfjaverslanir landsins.

Lyfja

Það er a.m.k. sérkennilegt að þetta fyrirtæki sé í fanginu á bankanum, er þýðir á mannamáli að fyrirtækið hafi ekki skilað arði og hafi verið gjaldþrota í raun.

Bankinn hafi þannig lent í þeirri gamalkunnu aðstöðu að bjarga útlánum sínum til fyrirtækisins.

Þótt ég sé á þeirri skoðun að ríkið eigi ekki að reka smásöluverslanir þó á lyfjum sé, finnst mér ekkert að því að ríkið framleiði lyf. 

Vegna þess að oft fást ekki ódýr og hundreynd lyf eins og magnyl og tamoxifen þar sem framleiðendurnir sjá engan gróðaveg í framleiðslu og sölu þeirra. Síðan má benda á alla innrennslisvökva? Í landi með gnægð af góðu vatni.

Horfa má til Færeyinga okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Einnig er eðlilegt að vera með útboð eða að ríkisspítalar taki þátt í sameiginlegum útboðum með t.d. ríkissjúkrahúsum á Norðurlöndum til að láta framleiða fyrir sig ýmis sérhæfð lyf fyrir sjúkrahúsin t.d.

Nú standa stjórnvöld frammi fyrir hvernig megi selja þetta fyrirtæki sem mér skilst að hafi 13 verslanir á sínum vegum og innflutningsfyrirtæki.

Það yrði líklega langhagkvæmast fyrir almenning að fyrirtækið yrði brotið upp  í 13 fyrirtæki og selt hæstbjóðanda hverju sinni.

En það er eðlilegt að ríkið hafi næmt auga fyrir því sem gerist í slíkum fyrirtækjum. Þá væri eðlilegt í leiðinni að setja fram reglur og lög ef nauðsynlegt væri.

Til þessa að tryggja að einstaka lyfsalar gættu veitt fólki afslátt á álagningu sinni. Hvatt þannig til meiri samkeppni á þessum lyfjamarkaði.

Það hefur iðulega komið upp í umræðunni að stórar verslunar keðjur á lyfjamarkaði hafi beitt sér gegn slíkum möguleikum lyfsala.

(nokkrir efnisþættir frá Álfheiði Ingadóttur fyrrum ráðherra)


mbl.is Ríkið eignast allt hlutafé í Lyfju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband