Davíð er farinn að tapa fylgi

Fyrirsögn í Trump-stíl

  • Það var alltaf ljóst að ævintýralegt fylgi Guðna miðað við fyrstu fylgistölur myndi dala og að fylgi við frambjóðendur muni jafnast.

Það sem verður að teljast frétt eftir þessa könnun

er að fylgi við Davíð Oddsson minnkar og er hann að missa hlutfallslega

meira fylgi en Guðni.

Davíð og Björgólfur

Það gerir hann, þrátt fyrir að miklir fjármunir fylgi því framboði og einnig heill stjórnmálaflokkur, samtök útgerðarmanna og Morgunblaðið standi þar á bak við. Enda um pólitíkst framboð að ræða og römm hagsmunagæsla.

Það er auðvitað eðlilegt að framlag blaðsins sé reiknað sem peningalegt framlag. Þar sem blaðinu sé dreift sem fríblaði upp fullu að kosningaáróðri. Annað væri fullkomlega óeðlilegt. E.t.v. verður þetta framlag kært. 

Einn óvandaður aðili dreifði þessum útbelgda Moggasnepli í alla póstkassana í stigahúsinu í morgun.

Þá var dagblaðakassinn fylltur að einhverjum blöðum sem kenna sig við sjómannadaginn. En auðvitað stendur útgerðin að öllum þessum áróðri.

Póstkassarnir eru bara fyrir nauðsynlegan bréfapóst og þeir eru merktir með sérstökum merkjum um að ekki megi setja í kassana ómerktan póst. 

Þá eru sumir merktir þannig að fríblöðum er hafnað og nefnd sem dæmi Fréttatíminn og Morgunblaðið. Þetta er alveg ótrúleg frekja að virða ekki kröfur eigenda pðóstkassana, því fjölskyldur þurfa ekki að taka sér nema vikufrí þá kemst enginn nauðsynlegur póstur lengur í kassana fyrir þykkum fríblöðum sem engin les.


mbl.is Gott að vera yfir í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband