Ríkisstjórn tekur enn afstöðu gegn launafólki

  • Breytir þá engu hvort um er að ræða láglaunafólk eins og hásetar á Herjólfi

    eða hálaunamenn í flugstarfsemi þjóðarinnar. Síðan verða flugfélögin að

    skipuleggja flugið með öðrum hætti og það geta þau.

Ráðherrann fullyrðir að þessar kjaradeilur bitni á þriðja aðila. Það er reyndar vandséð að slík fullyrðing standist, því allir þeir sem yfirvinnubannið bitnar á eru aðilar málinu.

flugstöðinAnnað hvort félagar i stéttarfélagi flugumferðarstjóra eða í samtökum atvinnurekenda.

Þá er tæplega mögulegt að lög hafi áhrif á málið. Félagið getur sagt sig formlega frá yfirvinnubanninu.

En þar sem þetta er það þéttur hópur og nánast allir starfandi saman á tveimur til þremur vinnustöðum. Þess vegna geta menn sjálfir ákveðið að vinna ekki yfirvinnu án aðkomu félagsins. 

  • Engin lög ná yfir slíkar einstaklingsbundnar aðgerðir flugumferðarstjóra.
    *
  • Samtök atvinnurekenda geta ekki látið sig koma á óvart að flugumferðarstjórar ýti á eftir lausn á kjaramálum sínum. Viðræður hafa staðið yfir frá því í október.
    *
  • Atvinnurekendur ákváðu að hunsa flugumferðarstjóra á meðan ósamið var við stóru félögin. Ætlast síðan til að flugumferðarstjórar éti það sem úti frýs.
    *
  • Þeir að vera farnir að átta sig á þeirri staðreynd að þeir ráða ekki við félög fólks í fluggeiranum með ofbeldi.

mbl.is Sagði sjö mínútur ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flugfreyjufélag Íslands er búið að vera með lausa samninga síðan 1 sept. 2015. Nú er svo komið að mjög mikill kurr er kominn í félaga ffí vegna framkomu SA þar sem forstjóri Icelandair er formaður SA. Búið er að vera að þvæla deilunni fram og tilbaka og virðist sem SA sé ákveðið að semja ekki. Hafa þeir geta gengið að því vísu að Ríkisstjórnin setji lög á flugfreyjur og þjóna eins og venjulega. Þessi Ríkisstjórn virðist meta peninga meira en mannslíf því ekki sá hún àstæðu að setja lög á lækna. Sem betur fer eru að koma kosningar og munu þessir flokkar fá rautt spjald hjá mér.

Elvar (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 21:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr mig stundum hversvegna eru ekki allmennt verkföll í USA er fólk öðruvísi þenkjandi varðandi fyritækjum. Ég tel að fyrirtæki vinnandi fyrir ríkisbatteríið eigi ekki að hafa leifi að stöðva samgöngur en það er lífæð okkar.

Ef við hefðum jafnaðarkaup eins og alltaf er verið að staglast á þ.e. jöfnuði þá eigum við að deila með öllum vinnandi mönnum heildarkaup landsmanna og sjáið til,allir myndu vera með fostjóra kaup. 

Valdimar Samúelsson, 9.6.2016 kl. 07:28

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Valdimar, því miður að þá eru réttindi almennra launamanna fótum troðin í Bandaríkjunum. Verkalýðshreyfingin er mjög veik í Bandaríkjunum.
Þar gerast ýmsir hlutir sem okkur á Íslandi eða í norður Evrópu þættu sérkennilegir. Ég er ekkert baráttumaður fyrir hag hálaunafólks síður enn svo, en svipa þeirra sem nú sveifla henni getur svo sannarlega lent á öðrum hópum og gerir það iðulega sem myndu teljast til láglaunafólks. Það voru sett lög á hásetana á Herjólfi fyrir þremur árum. Þeir teljast til láglaunafólks.


En við erum með lög í landinu sem ber að virða, ekki gengur að vissir aðilar geri með sér bandalög til að brjóta niður baráttufélögin í landinu. En það er ekkert sérstaklega félög þeirra sem eru í sérstöðu. 

Kristbjörn Árnason, 9.6.2016 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband