Villandi frétt eða raunar ósannindi

  • Þótt samið hafi verið um það í kjarasamningum ASÍ við samtök atvinnurekenda að fyrirtækin myndu hækka framlögin

    í nafni hvers og eins launamanns um 3,5 prósentur (eða prósentustig).

Eru það ekki greiðslur atvinnurekenda eða eigenda fyrirtækjanna

nú frekar enn áður.

Í kjarasamningum er tekist á um skiptingu arðsins í rekstri fyrirtækjanna. Þ.e.a.s. arðinum sem verður til af störfum launafólksins. 

billy,1

Því er það ótvírætt að starfsmennirnir  greiða sjálfir þetta framlag með vinnu sinni.

Á sama hátt og atvinnurekendur sem starfa í fyrirtækjunum, en það gera ekki allir atvinnurekendur.

Þannig að framlag fyrirtækjanna beint í sjóðina eru umsamin laun fyrir unnin störf en ekki gjöf frá atvinnurekendum eða eigendum fyrirtækjanna.

Hvers vegna þessi aðferð er viðhöfð, er það til þess að launafólk greiði ekki skatta af þessum launum fyrr en það fær lífeyri úr sjóðunum.

Annars gæti staðan orðið sú ef launamaður fellur frá snemma á lífsleiðinni að hann væri búin að greiða skatta af launum sem hann hefði ekki notið.

Fyrirkomulagið er vegna skattamál, til tryggja það að launamaðurinn greiði ekki skatta af þessum fyrr en með töku lífeyris.

Það sama má segja um öll önnur launatengd gjöld og þar með tryggingagjöldin.

Því eru það ósannindi þegar sagt er, að atvinnrekendur greiði þessi framlög.


mbl.is Mótframlag hækkar um 3,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Sæll Kristbjörn, - Kemur það ekki fram að launþegi ráði því hvort þetta fari að hluta til eða allt í bundinn séreignasjóð ? - Sem er laus þegar launamaður hefur néð 60 ára aldri. - Er það ekki rétt ??

Þó að allt virðist svart, þá glæta í öllu er.

Már Elíson, 15.6.2016 kl. 22:33

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Már, af fréttinni að dæma virðist þetta allt vera nokkuð óljóst. Ég kann ekki svarið við þessari spurningu

Kristbjörn Árnason, 16.6.2016 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband