Orðuveitingar eru iðulega fyrir utan skilning almennings.

  • Forseti Íslands hengdi orðu á þessa Katrínu í Lýsi nú 17 júní. Fjölmargir spyrja sig hvað hún hafi til þess unnið að fá sokkaband
  • Það er einkennandi fyrir þessar veitingar, að skýringar til almennings eru nánast engar fyrir hvað hver og fær slíka viðurkenningu.

  • En sem betur fer hafa ýmsir hafnað þessu prjáli og nauðsynlegt er að hald nafni þess fólks á lofti..

Stundin segir frá henni á þennan hátt:
,,Athafnakonan Katrín í Lýsi sagði í viðtali við Viðskiptablaðið fyrr í júní að Íslendingar væru í „andlegri kreppu“ vegna gagnrýni fólks á atvinnulífið. „Við vorum einu sinni öll stolt yfir því að vera Íslendingar og við vorum öll stolt yfir okkar atvinnulífi, okkar fyrirtækjum og afreksfólki … Kreppan er búin og komið góðæri en eftir situr andlega kreppan.“

En getur verið að við höfum ástæðu til að vera ekki alstolt af atvinnulífinu og öllu fólki af okkar þjóðerni?

Katrín gaf sjálf ástæðu til að rýra atvinnu- og þjóðarstolt þegar fyrirtækið hennar, Hnotskurn ehf., sem átti Lýsi hf., fékk afskrifaðar tæplega 3 milljarða króna skuldir. Hún hafði þá selt vinkonu sinni Lýsi út úr félaginu daginn eftir að neyðarlögin voru sett á, en keypti það síðan aftur síðar af henni á góðum díl.

  • Þetta einkahlutafélag Katrínar hafði fengið lán í Glitni til að kaupa í FL Group, en hún var einmitt stjórnarmaður í Glitni þegar hún fékk lánið, sem hún borgaði síðan ekki, og forðaði síðan Lýsi undan".

Katrín Pétursdóttir

Þetta var auðvitað loka tækifæri forsetans til þess að dingla þessa konu Katrínu Pétursdóttur sem hefur verið forstjóri Lýsis frá 1999 þegar hún keypti fyrirtækið. Hún er auðvitað í réttum flokki.

Katrín lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1988.  

Frá 17 ára aldri starfrækti Katrín fyrirtækið Hnotskurn, sem verslaði með smávarning af ýmsu tagi, en seldi það árið 1988.

Árið 1991 stofnaði hún ásamt foreldrum sínum Erlu Tryggvadóttur og Pétri Péturssyni fyrirtæki undir sama nafni í Þorlákshöfn til vinnslu þorskhausa til útflutnings. Fyrirtækið var sameinað Lýsi árið 2004.  

Katrín hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka svo sem Viðskiptaráðs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Bakkavarar, Glitnis og Ísal.

Sem stjórnarmaður hjá Rio Tinto og vann hún við útskipun í verkfalli verkamanna í álverinu.

Þar gekk hún hart fram og var með gífuryrði í garð verkamanna. Þá á hún í stríði við íbúa í Þorlákshöfn vegna mengunnar fyrirtækjanna.

Íslenska þorskalýsið er unnið úr lifur þorskfiska á meðan norska lýsið er unnið úr hreinni þorskalifur.

 

Lífsgleði getur verið bæði orsök og afleiðing hamingju, sem er æðsta takmark flestra. Íslendingar mælast með einna mestu lífsánægju allra þjóða í heiminum. Samt kemur reglulega upp veruleg óánægja með hvað við séum neikvæð.
STUNDIN.IS
 

mbl.is Tólf fengu fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband