Nú eru nýir tímar runnir upp

  • og gamlir rebbar að hverfa.

Fulltrúar gamalla átaka tíma og helstu varðmenn sérhagsmuna í landinu sem staðið hafa gegn breytingum á stjórnarskránni og breytingum á veiðileyfakerfinu eins og núverandi forseti. Eru á leið út sem betur fer.

Síðan sá frambjóðandinn sem einnig er í andstöðu við breytingar á stjórnarskrá og hefur varið sérréttindi útgerðarinnar mest allra stjórnmálamanna eru nánast út úr myndinni sem beinn áhrifamaður.

Mennirnir sem aldrei hafa getað viður kennt eigin mistök. Frambjóðandinn fékk tækifæri til að sýna þjóðinni auðmýkt og biðjast afsökunar á ýmsum pólitískum gjörðum sínum, nýtti sér ekki tækifærið.

Honum var einfaldlega hafnað með afgerandi hætti. Þessi fullvissa hans um eigið ágæti og að hann þyrfti ekki að sýna auðmýkt, virðist hafa haft afgerandi áhrif á gengi hans.

  • En honum tókst að eyðileggja möguleika Andra Snæs.

forsetafjölskyldan

Nú á nýjum tímum gefast tækifæri til lagfæringar á stjórnarskránni þannig að eðlileg sátt náist um slíkar breytingar og eðlilegar breytingar á veiðileyfakerfinu.

Einnig gefst tækifæri til að breyta fjölmörgum lögum sem hafa sett blett á þjóðina og haldið öðrum hópum brotnum í nauð. Nægir að nefna framkomu stjórnvalda gegn flóttafólki.

  • Nú er að koma fjölskyldufólk á Bessastaði.
    *
  • Ég ætla að vona að Guðni láti ekki kerfisfólkið breyta sér úr því að vera opinn og einlægur persónuleiki.
    *
  • Eins og augljóslega átti sér stað með tvo síðustu forseta.

mbl.is Guðni gæti sameinað þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband