Enn vill forstjórinn virkja í andstöðu við þjóðina

  • Nú er ljóst að forstjóra Landsvirkjunnar er alls ekki treystandi í umræðunni um svona streng. 
    *
  • Hörður reynir að snúa út úr orðum ráðherrans

Ég geri fyrir að ráðherrann hafi meint að það þyrfti að bæta við virkjunum svo hægt verði að skila raforku í þennan streng sem væri álíka mikil og tvær Kárahnjúkavirkjanir skila.

Ráðherrann veit að stór meirihluti þjóðarinnar stendur á móti þessum hugmyndum og fer ekkert að rugga bátnum fyrir kosningar.

Ragnheiður elín

Þessi ágæti maður er greinilega einangraður í sínum fílabeinsturni.
Ef byggð yrði ný Hrauneyjarfossvirkjun og öll núverandi umframorka seld vantar þjóðina auðvitað orku fyrir framþróun á íslensku samfélagi.

Hann áttar sig auðvitað ekki á því, að almenningur vill ekki frekari stórvirkjanir í þágu útlendinga. Þá vill þjóðin ekki vera háð styrkjum frá bretum. Það er bara grundvallaratriði. Þá er Hrauneyjarfossvirkjun ekki óumdeild svo ekki sé meira sagt.

Það vantar mikla orku til að tryggja að skip í höfnum við Ísland noti eingöngu íslenska raforku. Sama má segja um allar fiskvinnslustöðvar og síðan faratækin. Sama raforkan dugar ekki fyrir alla.

Það getur ekki verið verkefni að virkja allar sprænur á landinu langt umfram þörf þjóðarinnar sjálfrar. Síðan er eðlilegt að nýjar kynslóðir eigi í varasjóði möguleika á að virkja fyrir þjóðina. Það er kom nóg í bili af virkjunum fyrir útlendinga.

Það er ekki nóg að ræða svona mál bara út frá krónum og aurum. Það auðvitað einnig að skoða þær fórnir sem þyrfti að færa.

 
Það er ekki rétt að byggja þurfi jafngildi tveggja Kárahnjúkavirkjana ef sæstrengur verður lagður milli Íslands og Bretlands. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar. Virkjun á borð við Hrauneyjarfossvirkjun myndi duga.
RUV.IS
 

mbl.is Engin ákvörðun tekin strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband