Virðulega vaxinn

  • Vissulega er forsætisráðherrann feitur og hann veit af því.
    *
  • Hann hefur haft orð á því sjálfur að eigin frumkvæði í þætti hjá Gísla Marteini.

Við sem höfum svona virðulegt vaxtalag fáum svo sannarlega að finna fyrir því. En þyngdin er samt staðreynd og maður viðurkennir það að flestir vildum við vera miklu léttari. Það er ætíð stutt í minnimáttarkenndina hjá okkur sem erum of þungir, en við erum meistarar í því að fela hana.

En ég get ekki ýmyndað mér að Sigurður Ingi forsætisráðherra sé viðkvæmur fyrir því sem fréttamaðurinn sagði.

Frekar en að Óttar væri viðkvæmur að sagt væri maðurinn með skrítna hárið eða þessi mjói.

Eða hvar á þessi litla að vera? Hún fær ekki borð. Hver og einn þarna á myndinni hefur sín sérkenni og veit af þeim.

En að segja að óvarkárni fréttamannsins sem mér hefur reyndar alltaf þótt heldur leiðinlegur útvarpsfréttamaður sé teikn um hversu illa öllu starfsfólki RÚV er við Framsókn er algjörlega fráleitt.

Þessi maður á bara vera í öðrum störfum að mínu mati.

Það er ekki hægt að kenna RÚV um hrikaleg mistök Sigmundar Davíðs. Það er heldur ekki hægt að kenna RÚV um óvinsældir flokksins. Þær eru algjörlega heimatilbúnar sem eru vegna alvarlegra kosningasvika flokksins.

Þessi óviðeigandi orð fóru út í loftið fyrir slysni áður enn umræðan hófst. Hann á bara að segja af sér. Það hefur oft komið fyrir að hann hefur verið leiðinlegur við viðmælendur. Það er mín skoðun.

Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins.

Þetta Framsóknarfólk myndi allt segja ósatt, ef þau segðust aldrei hafa leitt hugann að því hversu feitir forystumenn flokksins væru og velt því fyrir sér að það væri óheppilegt fyrir flokkinn.

En Sigurður Ingi hefur komið vel fyrir sem forsætisráðherra og aldrei sýnt örum neitt nema kurteisi.Ef einhver bjargar Framsókn nú, er það hann.

 
Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag.
VISIR.IS
 

mbl.is Segir ummælin sýna andúð á Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband