Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eiga eldri borgarar sem eru í sambúð ekki að fá neina hækkun á eftirlaunum

Í dag hef ég lesið afar óskýra orðsendingu frá ríkisstjórninni sem fjallar um væntanlega hækkun á eftirlaunum eldri borgara og hækkun á launum öryrkja.

Hvað þýðir þetta orðalag?
– ,,Eldri borgurum sem halda einir heimili verði tryggðar 300 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2018, enda hafi þeir ekki aðrar tekjur sem hafa áhrif á fjárhæð bótanna. Bæturnar hækki í 280 þúsund krónur um næstu áramót".

Hér er aðeins talað um þá eldri borgara sem búa einir í heimili. Ekki er minnst orði á þá sem eru í sambúð með öðrum. Þ.e.a.s. hjón.

Eiga slíkir aðilar ekki að fá neina hækkun? Þetta er a.m.k. afar loðið orðalag sem getur þýtt hvað sem er. Það er auðvitað ekki boðlegt fyrir stjórnvöld að senda slíkan texta frá sér.

Ríkisstjórnin leggur til að gerðar verði breytingar á frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um almannatryggingar, meðal annars að líf­eyr­is­greiðslur…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Hækka framfærslu aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú jú, svona á þetta að verða, sem loðnast þegað það er ekki meiningin að efna það eða annað. Þetta vita allir sem vilja og það gerum við!

Eyjólfur Jónsson, 9.10.2016 kl. 00:37

2 identicon

Þetta eru bætur en ekki laun. Aðeins fyrrverandi ríkisstarfsmenn fá eftirlaun frá ríkinu. Greiðslur frá Tryggingastofnun eru bætur.

Davíð12 (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 02:55

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nei Davíð, þetta eru laun. Því allt það sem Tryggingastofnun  greiðir er hluti launa sem launafólk hefur greitt með sköttum sínum. Vandinn er sá, að það eru margir sem komast hjá því að greiða sama framlag til samfélagsins eins og launafólk og þá meðtalið fólk með örorkumat. 

Bæði er um svarta vinnu að ræða. En einnig vegna þess að íslensk skattalög gera ráð fyrir alvarlegu skattamisrétti.  Nægir að nefna atvinnurekendur sem flestir greiða um 20% í heildarskatta af nettólaunum. Sama má segja um fjárfesta sem iðulegast eru sömu aðilarnir þeir greiða aðeins 20% í heildarskatta.

Það er auðvelt að fallast á það, að þegar þessir aðilar fá greiðslur frá Tryggingastofnun eru það hreinir styrkir frá launafólki á Íslandi. 

Það er auðvelt 

Kristbjörn Árnason, 9.10.2016 kl. 14:02

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt, Kristbjörn.  Tryggingastofnun virkar eins og gegnumstreymissjóður hvað varðar þá hópa sem engin eða lítil lífeyrissjóðsréttindi eiga. Hver svo sem ástæðan er.  En þó er jöfnuður; f.v. heimavinnandi húsmóðir fær sömu upphæð og atvinnurekandinn sem þurfti að reikna sér laun eftir afkomu rekstrarins.

Kolbrún Hilmars, 9.10.2016 kl. 16:39

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt að staða heimavinnandi húsmæðra hefur alltaf verið óviðunandi í lífeyrissjóðakerfinu. Um þá stöðu hafa oft verið teknar harðar rimmur. 

En svo virðast skilaboð ríkisstjórnar vera þannig að fólk í hjúskap fái ekki hækkun á eftirlaunum. Það myndi ekki sýst bitna á konum í sambúð. 

En ég trúi því varla að þetta sé meiningin, því það yrði auðvitað alveg arfavitlaus skilaboð til eldri borgara

Kristbjörn Árnason, 9.10.2016 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband