Efnahagstjórn þjóðarinnar er í molum

  • Enn einu sinni hefur komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki haft tök á efnahagsmálum þjóðarinnar
    *
  • Foringi flokksins hefur haldið úti dauðaleit að eignum ríkisins sem mætti selja til að rétta við efnahagsreikning ríkisins.

Frændleggur Bjarna vantar meiri pening til að kaupa meira af góðum eignum af brunaútsölu Bjarna

Bjarni í ræðustól

Það er beinlínis hrópað í ýmsum skúmaskotum flokksins eftir gengisfellingu. Forráðamenn í hagsmunasamtökum veiða og fiskvinnslu beinlínis hrópa á gengisfellingu.

Mikið er skrafað á þeim vettvangi og víðar í baklandi flokksins. Þar er flokks fólk margt búið að átta sig á getuleysi flokksins við efnahagsstjórn þjóðarinnar.

Hin bláa hönd ræður greinilega ekki við skipulagða efnahagsstjórn, stjórnleysið og spillingin er einnig slík innan stjórnarflokkanna og innanbúðar hrægammar uppteknir við að maka krókinn.

Lengi hefur verið vitað, að skattaánauð á venjulegu launafólki var mjög mikil á valdatíma Davíðs Oddssonar á meðan hálaunafólk, fjárfestar og atvinnurekendur greiddu mjög litla skatta. Þetta sýna öll gögn.

Skattar almenns launafólks lækkuðu í tíð vinstri stjórnarinnar og skattar á hálaunafólki, á fjárfestum og á atvinnurekendum hækkuðu.

Nú í ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs og síðar Sigurðar Inga hefur sótt í sama farið. Skattar á almennu launafólki hafa aukist. En minnkað á hálaunafólki.

Nú er nýr vandi í gengismálum. Því ef gengið fellur, minnka gjaldeyristekjur af ferðafólki mjög alvarlega. Ferðaþjónustan er nú helsta uppspretta gjaldeyris fyrir þjóðina og framundan er að settir verða hóflegir skattar á ferðafólk. 

  • Það drýpur spilling af hverju strái.
Stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standa höllum fæti rúmri viku fyrir kosningar. Um síðustu helgi sýndu þrjár nýlegustu skoðanakannanirnar að…
BB.IS
 

mbl.is Fiskútflytjendur áberandi í gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband