Mér finnst þessi háttsemi Framsóknarmannsins vera siðleysi

  • Hann fór í framboð fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk til Alþingis. Hann er kosinn á þing og bæði kjósendur hans og aðrir eiga þá kröfu á þennan mann að hann mæti í þessa vinnu sína.

Það má vel vera að hann sé reiður út í einhverja í Framsóknarflokknum, einhverja sem eru á Alþingi og eða þá sem ekki kusu hann nú en gerðu í síðustu kosningum.

sigmundur davíð 1

Það má einnig vera að hann sé reiður út í RÚV vegna þess að miðillinn kóaði ekki með honum. Miðillinn tók ekki þátt í því að hylma yfir með honum. 

Sigmundur Davíð væri maður af meiri ef hann mætti til þings og ræki sínar skyldur þar við kjósendur sína og þjóð sem greiðir honum laun til að sinna því hlutverki að vera þingmaður.

Það hljóta að vera til reglur um það, þegar þingmaður sem hættir að mæta til þings eigi að hætta að fá greidd laun sem slíkur. Það hlýtur að vera eðlilegt að næsti maður á lista Framsóknarmanna í þessu kjördæmi taki við.

Það verður enginn var við reiði hjá RÚV nema Sigmundur Davíð sjálfur.


mbl.is „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst ráðherrann ekkert reiður. Þvert á móti fannst mér útvarpið vera reitt. Rúv var bara bálreitt að mér fannst. Voðalega leiðinlegt þegar viðtöl fara út í svona útvarpsreiði, finnst mér.

Hvað finnst útvarpsstjóra um þetta? Markús Örn minn mun áreiðanlega gera eitthvað í málinu. Og menntamálaráðherra? Hvað gerir hann? 

Allavega; útvarpsreiði verður að SEFA. Menntamálastofnunin og útvarpsstjóri verða að fara fram í þessu máli.

jon (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 15:55

2 identicon

Hann á eðlilega að mæta í vinnuna eins og aðrir. Það er honum ekki sæmandi að svara með skætingi eða svara ekki yfir höfuð. Hann er með allt á hornum sér, kennir öllum öðrum um ófarir sínar þegar það er deginum ljósara að öll hans vandamál eru honum sjálfum að kenna. Hann er ekki sjón að sjá miðað við hvernig hann var þegar hann byrjaði á þingi. Þá verulega frambærilegur og sannarlega meðal björtustu vona stjórnmálanna en nú bara verulega þreyttur, lúinn, haldin einhverskonar aðsóknarofsóknarbrjálæði.

Hann er búinn að skila sínu fyrir íslenskt þjóðfélag og því kominn tími á að fara að hleypa öðrum að. Enda gerir hann ekki mikið gagn hvort eð er bitur og fjarverandi.

Björn (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 16:10

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það þykir ekki merkilegt að stjórnmálaflokkur sé eitt hundrað ára á Íslandi.  Það er fréttamat RÚV.  Við erum hins vegar búin að vera rækilega minnt á að RÚV-sjónvarp er 50 ára í ár, þar er rifjaður upphver þátturinn af öðrum.  Auðvita er það til fyrirmyndar að gera afmælisári hátt undir höfði, hjá hverjum sem er, ekki síst samtökum sem hafa rækilega stimplað sig inn á heimilum landsmanna.

Aumt að öðrum skuli ekki sýnd sama virðing á afmælisári.  Stundum má gefa vopnahlé.

Það sýnir hins vegar nakinn nöturleikann í sinni ömuglegustu mynd hjá fréttaflólki RÚV, að geta ekki augnablik stillt sig í stöðugu einelti og grímulausu hatri gagnvart Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Því hefur sviklaust verið komið til landsmanna í gegnum RÚV, svo öllum landsmönnum ætti að vera skoðun þess miðils ljós.

Þeir sem verja slík vinnubrögð ættu að skoða sinn gang.  

Benedikt V. Warén, 17.12.2016 kl. 16:43

4 identicon

Hvernig er hægt að sýna svona grímulausa blindu fyrir því að maðurinn laug í viðtali? Verður reiður þegar spurningar og umfjöllun er ekki honum að skapi og mætir ekki í vinnuna svo mánuðum skiptir.

Hvorki honum né nokkrum öðrum stjórnmálamanni kemur við hvað viðtöl við þá snúast um, fyrirfram. Þeir eiga bara að hundskast til þess að svara stutt, skorinort, hnitmiðað og sannleikanum samkvæmt. 

Það er ótrúleg meðvirknin með þessum manni sem er nákvæmlega ekkert að gera fyrir þjóðina þessi misserin.

Björn (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 17:09

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sjúgðu upp í nefið Björn.  

Ég er hins vega ósammála því, að hægt sé að vaða inn á skítugum skónum með hortugheit og hroka, eins og við urðum vitni að í viðtali við SDG.

Eigir þú land og ég fæ leyfi hjá þér til að ganga til rjúpna,  táknar það ekki að ég geti komið með alvæpni og fellt hreindýr, og það fráleitt að taka vígbúna vini með.

Öllum skal sýnd lámarks kurteisi og virðing, jafnvel þeim sem eru á öndverðu pólitísku meiði.

Mundu einnig að þegar verið er að hrauna yfir einstaklinga, þá eiga þeir flestir ættingja, börn og maka, sem taka slík skítkast mun meira nærri sér, en sá sem fyrir gusunni verður.

Þú verður svo að afsaka, að ég telji mig hafa leyfi til að hafa sjálfstæða skoðun á því hverju ég trúi og hverju ekki, - hvern ég styð og hvern ekki.

Benedikt V. Warén, 17.12.2016 kl. 18:18

6 identicon

Man ekki efti rað nokkur þingmaður hafi nokkurn tíman verið spurður út í mætingu þó sumir hafi varla mætt og enn sjaldnar nennt að ýta á takka?

http://andriki.is/2016/10/23/thingmadur-pirata-sat-hja-yfir-thusund-atkvaedagreidslum/

Grímur (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 18:45

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sumir virðast hafa mætingartöflu þingmanna á hreinu.

Oft sést yfir þingsal með þingmann í pontu að tala út í tómann salinn. Hvað táknar það?

1. Að enginn þingmaður sé að vinna vinnuna sína?

2. Að hýrudraga eigi alla þá sem eru fjarverandi?

3. Að þingmaður er að sinna öðrum verkefnum, s.s. nefndarstörfum?

4. Að þingmaður er vinna að verkefnum þingsins annarsstaðar, en er jafnframt að hlusta á framsögumann í sjónvarpskerfi, eins og aðrir landsmenn geta nýtt sér?

Benedikt V. Warén, 17.12.2016 kl. 19:37

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hrokin fylgir oft ráðamönnum

    • Dónaskapur og persónuárásir SDG á fréttamann Rúv eru alls ekki einstakt tilvik.

    Sláandi líkindi eru sem dæmi með umræddustu uppákomu augnabliksins og þessu augnabliki hér, (rimman hefst eftir ca 2 mín) nokkru fyrir hrun þegar forsætisráðherra þjóðarinnar snappar vegna góðra og beittra spurninga og hjólar í persónu fréttamannsins.

     

    „Ert þú að rífast við mig, drengur?“ Því miður var þetta viðtal ekki sýnt í kvöldfréttum Rúv. Það hefði sannarlega verið afhjúpandi.

     

    Ég met mikla almannahagsmuni af því að alþjóð hefði verið sýnt hvaða mann Geir Haarde hafði að geyma undir skelinni á þessum tíma. Ég hafði samband við fréttamanninn þegar ég skrifaði um þessa snerru í Mannorðsmorðingjum?, kennslubók í blaðamennsku fyrir meistaranema við HÍ.

     

    Við fréttamaðurinn urðum sammála um að þetta hefði átt að fara í loftið eins og svo margt annað sem var stungið undir stól vegna valdamunar frekra pólitíkusa og fréttamanna.

     

    Með viðtali gærdagsins er fædd ný von um að framvegis fari allt upp á borðið. Ég hef árum saman kynt undir mikilvægi þess að fréttamenn sýni hugrekki og sjálfstæði í starfi sínu og Mannorðsmorðingjar? fjallar einmitt um það.

    Skoðið taktana. Gamalkunnir?

    Björn Þorláksson

    Geir H. Haarde var ósáttur við að spurður um evruna snemma árs 2007 og mátti ekki heyra á það minnst að ekki væri nægilegt aðhald í ríkisrjármálum.

    YOUTUBE.COM

    Kristbjörn Árnason, 17.12.2016 kl. 22:34

    9 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Hvernig tók RÚV á viðsnúningi Stringríms J eftir kosninga og vinnunni samfara umsókn inn í ESB?

    https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

    Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:09

    10 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Hvernig tók RÚV á því, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti tillögu um að kjósa um að halda áfram aðildaferlinu, þó allir viti það, að ekki er hægt að "kíkja í pakkann",  eingöngu sækja um eða ekki.  Þessi vanþekking formanns VG var ekki fréttnæmur,  þó hann væri þvert á yfirlýsta stefnu VG um að SÆKJA EKKI UM AÐILD AÐ ESB.

    Af hverju þykir þetta ekki frétt á RÚV?

    Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:13

    11 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Hvernig tæklað RÚV fordæmalausu aðför að Geir H. Haarde og hvítþvott Vinstri Grænn og Samfylkingarinnar á sínu fólki?  Var ekki ástæða til að kanna það rækilega?

    Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:37

    12 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Hvað með ICESAVE, sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu ólm borga?  Fjallaði RÚV eitthvað um hve fádæmalaust sú afstaða var?

    Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:39

    13 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Hvernig var með "Drottningaviðtal" í Kastljósi við Steingrím J. þar sem hann fékk frjálsan tím að til að opna sig fyrir alþjóð, án þess að fá á sig gagnrýnar spurningar um sinn þátt í umsókn að ESB, ICESAVE og skuldastöðu heimilinna?

    Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:42

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband