Erlend þekking bankanum mikilvæg

  • Nú sem áður nálgast Katrín Jakopsdóttir þetta bankamál af varfærni eins og öll fyrri mál sem hún tjáir sig um
    *
  • En segir kaup fyrrum kröfuhafa Kaupþings á stórum hlut í Arion banka vekja ýmsar spurningar.

arion 1

„Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, bendir á að hlutur tveggja fjárfesta sé rétt undir 10% viðmiðunar mörkum Fjármálaeftirlitsins fyrir virkan eignarhlut. 

Slík kaup, ef þau væru yfir 10%, myndu kalla á sérstakt mat á hæfi eigenda, en þessir hlutir miðast að minnsta kosti tveir þeirra við 9,99%. Þannig að það virðist vera að það sé stefnt að því að þetta mat þurfi ekki að fara fram hjá Fjármálaeftirlitinu.“

Katrín segir endanlegt eignarhald á sjóðunum líka vekja spurningar, því það liggi ekki fyrir með skýrum hætti.

Forsætisráðherrann segir þessi kaup sýna styrkleika íslenska fjármálakerfisins.

En auðvitað sýnir það líka um leið veikleika þess. Þ.e.a.s. að fjárfestar þessir sjái að þeir geti tekið fljóttekinn gróða. Eitt er alveg víst, að þessir aðilar munu ekki hafa frumkvæði að vaxtalækkunum.

Sigmundur Davíð bullar um málið á bloggsíðu, en Benedikt Jóhannesson bendir á að þessi gjörningur sé alveg samkvæmt samningum sem Sigmundur Davíð gerði við þessa kröfuhafa og nú fjárfesta þegar hann sjálfur var forsætisráðherra.

Þessir aðilar hafa allan tíman haft hönd á þessum eignarhlut sem viðurkenndir kröfuhafar en verið fastir með þessa aura hér.

Bankastjórinn segir gott að fá þessa erlendu aðila sem hluthafa í bankastjóranum, þeir komi m.a. með víðtæka þekkingu inn í bankann. En einn aðilinn er nýlega dæmdur fyrir stórfelld mútumál í þriðja heiminum.

  • Það er ekki ónýtt fyrir bankann að fá slíka þekkingu að utan inn í hið gjörspillta mútu-samfélag sem Ísland hefur lengi verið.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir kaup fyrrum kröfuhafa Kaupþings á stórum hlut í Arion banka vekja ýmsar spurningar.
RUV.IS
 

mbl.is Veðja nú með Íslandi en ekki á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband