Enn er reynt að fara gegn vilja þjóðarinnar

  • Hvað eftir annað hefur verið kannað af víninnflytjendum hvort ekki megi breyta lögum um sölu á áfengi.

brennivín

Samkvæmt þeirra hugmyndum um að samfélags fyrirtæki komi ekki nærri alkóhól – sölu. 

Alltaf hefur þjóðin sagt sína skýru skoðun sem er að vera algjörlega á móti meira frjálsræði í sölu víns.

En hin þægu þý heildsalanna í gamla valdaflokknum hafa hvað eftir annað reynt að taka vínsölumál á dagskrá Alþingis.

Unga fólkið í heildsalaflokknum reyndi nú fyrir helgi að fara á bak við samnefndarmenn sína í allsherjanefnd.

Pöbbaflokkurinn er auðvitað innilega sammála.
Enda með lepp fyrir vinstra auga.

Viðhorf þessa fólks eru orðin ansi lúin og komin frá gömlum tímum, eldgömul sjónarmið íhaldsmanna og frjálshyggjufólks.

Ekki er tekið tillit til lýðheilsu sjónarmiða þjóðarinnar.  Þótt samtök kaupmanna vilji þetta háttarlag er alveg víst að verkalýðshreyfingin er á móti.


mbl.is Sópa sannleikanum undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að kynningim á þér sjálfum, segir allt sem segja þarf.

"Gömul fuglahræða í Grafarholti."

Ég man ennþá þá tíð, þegar við vorum með mjólkurbúðir í hverju hverfi.

Ég man lika eftir því, þegar mótmælin voru sett af stað þegar

átti að fara að selja mjólk og skyr í svokölluðum "Stórmörkuðum."

Þvílík hneysa að leggja af þessar fornaldar búðir sem voru og hétu.

Að sjálfsögðu stóð upp almúginn, (sumir hverjir),  og mótmæltu þessari andstyggð,

sem þessir "Stórmarkaðir" voru að gera gegn þessari einokun.

Svo leið tíminn og í dag eru ansi margir ef ekki flestir sem muna ekki eftir þessu.

Því miður, eftir allt það sem undan er gengið, og þá á ég við það að við séuum

kominn upp fyrir það þrep, að einhver eigi að ákveða hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki..

Þá er ennþá til fullt af fólki, sem endilega vill segja mér hvað ég má og hvað ekki....!!!

Ég þarf ekkert á ykkur að halda. Ég er algjörlega fullfær um að taka mínar

ákvarðanir, bæði slæmar og góðar. 

Ég labba ekki inn i stórmarkað, og ef ég sé flösku af víni, þá verð ég bara að

kaupa hana að því ég hef ekki stjórn á sjálfum mér........!!

Erum við ennþá í torfkofum...???

Öll þessi þvæla með aðgengi að víni og við yrðum bara alkahólistar, er úr sér

gengin þvættingur og sá sem stóð mest gegn því að okkar vínmenninning,

yrði sem hún er í dag, er ennþá á þingi.

Allar hans dómsdagsspár, kolféllu.

Og þá er ég að tala um bjórinn..

Allt sem var þusað og vælt, endaði með því að vínmenning okkar Íslendinga,

tók hamförum, til hins betra.

Ég hef ekkert heyrt í þessum þingmanni, sem n.b. sagði,að öll þjóðin færi

til andskotans, ef bjórinn yrði leyfður, biðjast afsökunnar á því

hvers hann hafði rangt fyrir sér.

Að bulla um verkalýðshreyfingu og að sú hreyfing eygi að taka framm

fyrir það sem ég hugsa og vill....

Það var í Austur-Þýakalandi. En sá múr féll 1989.

Nú er árið 2017, og við þurfum ekki á fólki að halda,

sem endalaust vill taka framm fyrir hendurnar á okkur, okkar  

ákvarðanir og okkar sjálfræði,sem okkur var gefið í vöggugjöf.

Við hljótum að meiga vera við sjálf.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 02:22

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Elsku Sigurður minn, þú mátt eiga þín þín trúarbrögð mín vegna. Þú mátt einnig hafa trú á eigin yfirburðum. Því miður hafa allar spár um alvarlegar afleiðingar af tilkomu bjórsins ræst.

Hitt er staðreynd að bindindi voru mjög ofarlega á baugi verkalýðshreyfingarinnar á fyrri árum og slík barátta er enn sterk í baklandi hreyfingarinnar. En það þekkir þú ekki en ég geri það eftir áratuga starf á þeim vettfangi.

Þetta með skyrið og mjólkina var bara vonlaus varnarbarátta kvenna sem störfuðu í mjólkurbúðum. 

Ertu nokkuð búinn að panta þér tíma í meðferð? 

Kristbjörn Árnason, 23.5.2017 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband