Nú skal reynt að breiða yfir skítinn

  • Fylkt skal flokkspólitískum rétttrúnaði við skipan dómara. Þessi flokkur hefur nákvæmlega ekkert lært mistökum sínum síðastu áratugina. 

Það er vandi þegar ráðherra gamla valdaflokksins verður óhjákvæmilega að fylgja kröfum flokksins vegna hagsmuna hans og velja milli fólks eftir flokkslínum til að skipa heilann dómstól.

Sigríður Andersen

Það er að gerast nú þegar dómsmálaráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar.

Allur almenningur er meðvitaður um þessa pólitísku spillingu. Er kallar óhjákvæmilega á orðræðu um pólitískt geðþóttaval.

Þetta verður atburður sem geymist með þjóðinni í sögu hennar.

Ráðherrann getur aðeins brugðist við með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn.

Ráðherra byggði ekki á faglegum upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Heldur á tilskipun og plotti bak við tjöldin.

Það er eðlileg rannsóknarskylda sem hvílir á ráðherra. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt.

Þau sannindi liggja fyrir að Sigríður Á Andersen hefur áður tekið þátt í aðför að Ástráði Haraldssyni. 

Er Sigríður Á. Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, var í ritstjórn Vefþjóðviljans. Þegar vefmiðillinn hæddist að Ástráði Haraldssyni lögfræðingi og uppnefndi hann vegna stjórnmálaskoðana hans. 

Þetta er flokkspólitísk aðför að einum umsækjanda um dómarastarf. Ráðherrann hefur áður tekið þátt í einelti gagnvart Ástráði Haraldssyni og getur því ekki verið hæf til að koma nærri þessu máli. Hún getur ekki hafa verið hlutlaus í málinu.

Vegna þessarar gömlu athafnar hefði ráðherran átt að víkja sæti og láta öðrum ráðherra um málið. Hún gat ekki verið hlutlaus í málinu.

Á þessum tíma kom Ástráður ekki nálægt neinu pólitísku starfi. En Ástráður er ekki sá eini sem verður fyrir flokkspóltísku síunni.

Þetta verður ævinlega tengt saman vegna þess að hún ákvað að gera ekki tillögu um hann sem dómara við Landsrétt,  þrátt fyrir að dómnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann væri einn af hæfustu umsækjendunum.

Þessi tilraun Mogga litla nú, til að reyna að breiða yfir skítinn er dæmd til að mistakast. Þetta er heldur ekki fyrsta Moggaæfingin í þessari íþrótt blaðsins.


mbl.is „Þetta er einhver misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra verður að vega og meta mjög alvar­lega hvort henni sé stætt að sitja áfram í emb­ætti ef nið­ur­staða dóm­stóla verður sú að hún hafi beitt ómál­efna­legum sjón­ar­miðum við til­nefn­ingu dóm­ara í Lands­rétt.

Þetta segir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í sjón­varps­þætt­inum Kjarn­anum á Hring­braut sem skipan dóm­ara í Lands­rétt verður til umfjöll­un­ar. Þátt­ur­inn verður frum­sýndur klukkan 21:30 í kvöld. 

Kristbjörn Árnason, 6.6.2017 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband