Ćvintýri úr ćsku minni í Ţingholtunum

  • Ég man vel eftir Elísabetu baráttukonu úr verkalýđshreyfingunni sem bjó í Snćlandi

Hafnarfjörđur 1950

Ţađ er einnig ljóslifandi fyrir mér minningin um strćtisvagna Landleiđa sem óku um Kópavog og til Hafnarfjarđar.

Ţetta voru á ţessum tíma sem Elísabet segir frá rauđmálađir Skoda strćtisvagnar sem brenndu svartolíu sem óku frá Reykjavík til Hafnarfjarđar.

Ţessir vagnar voru frambyggđir međ sérstöku stýrishúsi fyrir bílstjórann og ađstođarmann hans.  Síđan var farţegarýmiđ afţiljađ og ţar tóku einkennisklćddar bílfreyjur á móti farţegum, tóku á móti fargjaldi og vísuđu til sćtis. Einhverjir ţessara vagna voru međ aftanívagn ţar sem var annađ farţegarými og önnur bílfreyja.

Kópavogur 1950,1

Ég fór alloft međ ţessum vögnum í Kópavog, sem stoppuđu á ţremur stöđum í Kópavogi, viđ Nýbýlaveginn, á hálsinum ţar sem var biđskýli og viđ Kron sem var viđ Hafnarfjarđarveginn á móts viđ Hlíđarveg.


Ylfingaflokkur í Kópavogi

Ég á mér gamalt ćvintýri í ţessum vögnum, ţegar ég 5 ára tók mér einn far međ  einum ţessum vagni. Ég gekk fast á eftir fullorđnum manni sem greiddi sitt fargjald og settist í tveggjamanna sćti og ég viđ hliđ honum. Ţegar hann fór út, sat ég einn eftir og ţá fór freyjan ađ athuga máliđ og komst ađ sannleikanum. Ég man enn hvađ áklćđiđ í sćtunum var flott. 

Vagninn stoppađi á endastöđ í Hafnarfirđi, ţar var lögreglu sagt frá ţví sem gerst hafđi. Á leiđinni til baka úr Hafnarfirđi fékk ég ađ sitja framí hjá bílstjóranum.

Lćkjagata 1960

Ţegar í Lćkjargötuna var komiđ tóku borđalagđir lögregluţjónar á móti mér og komu mér heim. En ţá ţegar hafđi veriđ hafin leit af mér í Ţingholtunum ţar sem ég átti heima 1950. 

Ţegar Skodavagnarnir voru bannađir komu nýjir vagnar sem voru málađir bláir.

Mig minnir ađ  ég hafi sagt frá ţessu í „Minningabók Kópavogsbúa“ sem bókasafniđ gaf út fyrir mörgum árum síđan.


mbl.is Frásagnir til framtíđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband