30.6.2017 | 13:25
Auðvitað eru alltaf einhverjir hagsmunir í húfi
- En reikna má með því að þeir séu gagnkvæmir
* - Það er augljóst að bretar hafa haft mikla hagsmuni af viðskiptum sínum og samskiptum við íslensk fyritæki.
Svona tölur segja ósköp lítið fyrir íslenskan almenning eða hvort þetta eru hagkvæm viðskipti fyrir íslenskan almenning.
Þá hafa margir íslendingar áhyggjur af því að breskir hafi keypt sig inn í íslenska landhelgi með því að kaupa stóra hluti íslenskum útgerðum og þannig náð sér í gjafakvóta.
En íslenskar útgerðir mega vera í eigu erlendra aðila allt að 49%. Auk þess geta slíkar útgerðir verið skuldsettar þessum erlendu aðilum sem þannig öðlast enn sterkari stöðu í íslenska fiskveiðikerfinu.
Öll taugveiklun gagnvart bretum er ekki af hinu góða, auk þess sem þessi þjóð hefur hefur alltaf farið sínu fram gagnvart íslendingum af fullri hörku. Það er algjörlega óþarfi að vera með einhverja hnjáliðamýkt gagnvart þessu gamla og fyrrum heimsveldi. Það er ekki ásættanlegt að íslendingar verði á einhvern hátt háðir þessari þjóð.
Miklir hagsmunir Íslands í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.