17.10.2016 | 16:54
Barnalegur útúr snúningur fjármálaráðherra
- Varla hefur fjármálaráðherrann ætlað að henda 90 milljörðum inn í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna af eintómri góðvild
* - Það er í góðu lagi að nefna þann sannleika, að þessi upphæð er auðvitað skuld ríkissjóðs við lífeyrissjóðinn.
Skuld sem byrjaði að vinda upp á sig á valdatíma Davíðs Oddssonar eftir að gerðar voru breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi opnberra starfsmanna.
Breyting sem skerti stöðu opinberra
starfsmanna alvarlega.
Greiðslujöfnuðurinn batnar ekkert við það að skulda upphæðin standi ógreidd. Rétt eins og þegar ríkissjóður selur eignir á niðursettu verði. Við það batnar ekki staða ríkissjóðs þótt lausafjárstaðan lagist eitthvað.
Til viðbótar nokkuð sem sýnir heiðarleika ráðherrans. Þegar samtök opinberra starfsmanna gera athugasemdir við frumvarpið um jöfnun lífeyrisréttinda.
Segir Bjarni þær athugasemdir byggðar á misskilningi. Ef svo hefði verið, hefði það verið lítið mál að leiðrétta þann misskilning.
En það var ekki gert, hvers vegna. Jú, það var nefnilega stórmál því ráðherra reyndi að fara á bak við opinbera starfsmenn.
Við höfum farið rétt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2016 | 11:43
Árinni kennir illur ræðari
- Það er auðvelt fyrir þennan mann að kenna öðrum um ófarir sínar
* - Þá liggur RÚV auðvitað vel við höggi því ríkisútvarpið
sem flytur hlutlausar fréttir getur ekki varið sig.
Sigmundur Davíð getur ekki haft ritstjórnarvald yfir fréttastofu RÚV og ákveðið að fréttastofan flytti aðeins glansfréttir af honum. Svona eins og gerist í Norður-Kóreu þar sem ráðamaður landsins er mærður endalaust.
Ófarir sínar getur kallinn ekki kennt öðrum um, hann hefur skapað þær allar sjálfur. Sigmundur Davíð getur ekki ætlast til þess að allir líti fram hjá brestum hans eins og ekkert sé.
Hann hefur fengið ótal tækifæri til að koma til þjóðarinnar til að biðjast afsökunar en hefur ekki gert það.
Þjóðin trúir ekki einu orði af því sem hann segir lengur, því nógu oft hefur hann farið ansi frjálslega með sannleikann.
Nú er svo komið að fylgið virðist vera að hrynja af Framsóknarflokknum í hans kjördæmi. Þessi maður hefði ef hann væri heiðarlegur átt að láta sig hverfa af vettvangi stjórnmálanna.
Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir fáleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)