Til upplýsingar

Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um

lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings(link is external)

þann 6. október 2008:

  1. Lánið nam 500 milljónum evra (85 mia.kr. á þávirði) sem var hátt í allur gjaldeyrisvaraforði landsins á þeim tíma
    *
  2. Lánið var veitt til fjögurra daga en samt sem áður ekki gert ráð fyrir að það fengist greitt
    *
  3. Lánið var greitt inn á reikning Kaupþings í Deutsche Bank Frankfurt í evrum í þremur hlutum, 200.000.000, 85.000.000 og 215.000.000
    *
  4. Ekki er enn vitað að fullu hvernig láninu var ráðstafað af hálfu Kaupþings
    *
  5. Lánveitingin var ekki samþykkt af bankastjórn Seðlabankans
    *
  6. Engir lánasamningar voru gerðir á milli Seðlabankans og Kaupþings um lánið
    *
  7. Ekkert mat var lagt á veðið sem boðið var fyrir láninu
    *
  8. Allar lánareglur Seðlabanka Íslands voru þverbrotnar við lánveitinguna
    *

Enn er eftirfarandi grundvallarspurningum ósvarað,

um þetta stærsta eftirmál Hrunsins:

  1. Hvers vegna var lánið veitt?
    *
  2. Hver eða hverjir tóku ákvörðun um lánveitinguna?
    *
  3. Hvað varð um peningana?
    *

Þeir sem geta svarað þessum spurningum eru:

  • Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðla-bankans, sem ber ábyrgð á lánveitingunni segir Geir H Haarde
    *
  • Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Washington, sem var hafður með í ráðum um lánveitinguna
    *
  • Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
    (heimild bvg.is)

geir og davíð


mbl.is Seðlabankinn skoðar mál Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra hrósar vinstri stjórninni

  • Hún getur auðvitað ekki annað á alþjóðlegum vettvangi, því allir málsmetandi aðilar í Evrópu vita um árangur vinstri stjórnarinnar á Íslandi
  • Reyndar er það svo, að allar fjórar stjórnirnar eftir að hrunið var staðreynd, hafa staðið sig vel
    *
  • Þótt ýmsar áherslur síðustu þrjú árin hafi borið þjóðina af eðlilegri leið, til aukinnar misskiptingar meðal landsmanna

Ein reynslan og mikilvægasta sem ætti að vera stjórnmálamönnum mikilvæg til framtíðar. Hún er sú að skapa verður mikla samstöðu stjórnmálamanna um öll erfið viðfangsefni t.d. í efnahagsmálum til að árangur og sátt náist.

Þessar tvær síðustu stjórnir undir forystu Framsóknar hafa viljað halda að sér öllum spilum og hafa ekki gætt þess að ná víðtækri samstöðu og sátt.

Til að ná árangri í þessum málaflokki verður sátt að nást. Gömlu ruðnings aðferðirnar ganga ekki lengur, þ.e.a.s. valdboðs aðferðirnar þar sem teknar eru ákvarðanir í bakherbergjum.

Um þessar mundir ríkir hreint uppnám á fjölda mörgum sviðum, þar sem skapa verður sátt með þjóðinni. Íslendingar vilja búa í lýðræðisríki en ekki í samfélagi tilskipana.

Staða Íslands nú átta árum eftir fjármálahrunið er sterk og í raun sterkari en nokkur þorði að vona. Innlent eignarhald á stefnu, ákvörðunum og aðgerðum er lykillinn að…
EYJAN.PRESSAN.IS
 

mbl.is Íslandi reynst vel að ráða sér sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kemur ekki á óvart

  • Að yfirvöld, hvorki í Hafnarfirði og eða ríkisvaldið hafa ekki áhuga á útekt

Arður af erlendum stóriðjufyrirtækjum hefur nánast engin bein áhrif á þjóðartekjur Íslands. Enda er ekki um íslenska verðmætasköpun að ræða. Greinilega er verið að spila með þjóðarauðlindir íslendinga. 

álver í straumi

En hafa áhrif á vísitöluna ,,Landsframleiðsla" Er segir að allur arður af þessum fyrirtækjum fer úr landi. 

Það sama má í raun segja um þá orkuframleiðslu Landsvirkjunar sem fer til þessara erlendu fyrirtækja sem er um 80% af allri raforkuframleiðslu á Íslandi. 

Álver greiða nánast enga skatta innanlands og er þá sama hvort um er að ræða til sveitarfélaganna eða til ríkisins. Eru auk þess með gríðarlega afslætti á þjónustugjöldum eins og fasteigna- og hafnargjöldin eru. 

Skattar launafólks eru ekki skattgreiðslur þessara fyrirtækja. Launatengd gjöld eins greiðslur í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og tryggingagjöldin eru allt umsaminn hluti af launum starfsmanna.

Ríó Tintó hefur sýnt íslensku þjóðinni hug sinn til íslendinga. Best væri að þetta fyrirtæki færi sem fyrst í burtu með allt sitt hafurtask. 

Staðsetning þessa álvers skaðar mjög ímynd Íslands í augum erlendra ferðamanna og hagsmuni þjóðarinnar.

  • Útlendingar eiga meiri eignir á Íslandi en íslendingar sjálfir. 

Þessir erlendu aðilar hafa eignast gríðarlega mörg fyrirtæki eftir hrunið.

M.a. eiga þessir aðilar stóriðjufyrirtækin hér á landi og hafa stjórnað landinu með þeim stjórnmálaflokkum sem þeim eru hliðhollir í bráðum 20 ár.

Stóriðjufyrirtækin halda uppi pólitískri baráttu bæði leynt framan af og ljóst hin síðari ár.


mbl.is Úttekt á álverinu aldrei kláruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband