22.10.2016 | 20:35
Enn er Davíð Oddsson að kenna öðrum um eigin afglöp
Það hefur verið hálfgerð þjóðaríþrótt, að undanförnu, að rakka niður störf síðustu vinstristjórnar. Af því tilefni tók Davíð Kristjánsson saman nokkur atriði sem hollt er að rifja upp:
Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði á síðasta kjörtímabili:
Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna sem sett voru þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni til heiðurs.
Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu.
Vextir lækkuðu úr % í 5% á kjörtímabilinu
Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð).
Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun
Lögðu á auðlegðarskatt
Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
Hækkuðu almennar vaxtabætur
Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja aftur nám í stað þess að vera án atvinnu. (Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða).
Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti
lagasetningunni.
Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti.
Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
Fækkuðu þingnefndum
Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
Lækkuðu dráttarvexti
Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjárfestingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
Hæddust ekki að almenningi
Gerðu ekki grín að mótmælendum
Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera.
Nokkuð gott. Ekki satt?".
Ekkert athugavert við formannskjörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2016 | 20:06
Álver, aflandsfélög og ljót bindi.
Ragnar Kjartansson er vinstri-grænn.
Gætið þess að ýta ekki á linkinn því þar birtist berrössuð persóna.
Álver, aflandsfélög og ljót bindi.
Hans helstu baráttumál eru álver, aflandsfélög og ljót bindi.
Ekki vera lúði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)