Kaupmenn loka greinilega augunum fyrir vanda íslenskra neytenda

  • Er búa við óheyrilega og óeðlilega hátt vöruverð og hafa kaupmenn komist upp með það, að velta hverju sem er út í verðlagið.

Laugavegur

Sumir myndu segja að það væri vegna samkeppnisleysis raunverulegrar verslunar erlendis frá.

Stjórnvöld hafa lagt niður tolla og vörugjöld af ýmsum vöruflokkum og eðlilega lækkar það í sjálfu sér ekki vöruverð. En eykur álagningu kaupmanna. Verðlag er frjálst og engin er samkeppnin.

„Versl­un á Íslandi býr við ímynd­ar­vanda sem ætti að vera áhyggju­efni fyr­ir alla ís­lenska kaup­menn að sögn Mar­grét­ar Krist­manns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Pfaff og vara­for­manns rekstr­ar­fé­lags Kringl­unn­ar“

Einföld skýring sem ekki skýrir vandann, á íslensku þýðir þetta að kaupmenn loka augunum fyrir vanda samfélagsins sem kaupmenn bera mikla ábyrgð á.

Almenningur á Íslandi situr uppi með hand ónýta verslun sem getur velt hverju sem er út í verðlagið.

Verslunin er gríðarlega yfirskuldsett og starfar við gríðarlega stóra og mikla yfirbyggingu. Reksturinn er allt of dýr.


mbl.is Íslensk verslun býr við ímyndarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattalækkanir hafa ekki lækkað verð á innfluttum vörum

  • Verslun á Íslandi er í raun vanþróuð atvinnugrein

Í gærmorgun fóru kaupmenn íslenskir í naflaskoðun

Til umræðu var á glæsilegri ráðstefnu samkeppnishæfni íslenskrar verslunar við erlendar verslanir sem skyndilega er farin að veita innlendri alvarlega samkeppni.

Við sem störfuðum í íslenskum samkeppnisiðnaði fengum að finna fyrir slíkri samkeppni erlendis frá eftir inngöngu Íslands í EFTA í byrjun árs 1970.

Þá var það sem íslensk verslun gekk í lið með erlendum aðilum og réðust með mikilli grimmd á íslenskan iðnað.

En það hefur verið ljóst í áratugi að innlend verslun er alls ekki samkeppnisfær við erlenda verslun.

Jafnvel nú hefur komið í ljós, eftir að ríkisvaldið hefur létt sköttum af íslenkri verslun, hversu veik þessi starfsemi er á Íslandi og erlendir aðilar eiga nú stóran hlut í íslenskri verslun.

Um helgina kom ég úr 40 daga sumarfríi á Lönguskerjum eða Tenerife og ég komst ekki hjá því að sjá hvað bensín kostar á bíla þar í landi. En líterinn kostaði þar innan við 0,8 evrur, þ.e.a.s. nálægt 97 krónum hver lítri. En Tenerife er úti í ballarhafi rétt eins og Ísland.

Á Íslandi kostar hver lítri 100 kr. meira eða um 197 krónur. Þarna er ekki um verulegan mun á flutningskostnaði að ræða, en væntanlega eru skattar á Íslandi á þessa vöru miklu meiri.

Verðlag á fatnaði og matvöru var u.þ.b. þriðjungur af verði sambærilegra vara á Íslandi og sá verðmunur skýrist ekki af sköttum. Sama má segja um verð á nýjum bílum.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Hafa lækkað verðið um 8-10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar segja að Katrín hafi gefið frá tækifærið að verða forsætisráðherra

  • Það er auðvitað bull að formaður VG verði í náinni framtíð forsætisráðherra og eða utanríkisráðherra.

Félagar í VG ganga ekki með slíkar grillur í maganum eða væntingar. Hafa tæplega áhuga á því vegna þess t.d. hvað það kostar í afslætti og gjörbreytingu á stefnu flokksins.

Það gerir andstaða VG við aðild Íslands að Nató og ESB. Nató hefur komið í veg fyrir slík hlutverk vinstrimanna til þessa. Ísland er í raun og veru ekki frjálsara land en þetta.

Þetta er allt lýðræðið á Íslandi og þetta er undir niðri stóra vandamálið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það verður trauðla mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi svo eitthvert vit sé í, án þátttöku VG. Engir stjórnmálaflokkar treysta Pírötum.

Flokkarnir sækjast eftir flokknum í stjórn en sætta sig ekki við að flokkurinn beri ábyrgð á þessum ofangreindu ráðuneytum. Píratar eru svo sannarlega á sama báti og aðrir Nató-flokkar á Íslandi.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Allir flokkar að tala saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband